Frjáls verslun - 01.08.1971, Qupperneq 36
Lönd og þjóðir
Stórhertogadæmið Luxemhurg
Þar búa 340 þúsund á „nokkrum fermetrum” stórbrotins gósenlands
-og það er þangað, sem Loftleiðir fljúga
Allir vita að Luxemburg er
lítið land, og þeir sem líta á
landakortið hljóta að undrast
hve lítið rúm landið tekur á
kortinu. Margir vita einnig að
Loftleiðir fljúga til Luxemburg-
ar, en hjá mörgum nær vitn-
eskjan ekki lengra. Landið er
í rauninni mjög lítið, 62 mílur
á lengdina og 37 mílur breiðast.
Að flatarmáli er landið 999 fer-
mílur. Þeir ferðamenn sem ætla
til Luxemburgar fá gjarnan að-
vörun um að aka varlega þegar
þeir nálgast landið, því annars
séu þeir komnir í gegnum það
áður en þeir viti af!
Hið opinbera nafn landsins
er Stórhertogadæmið Luxem-
burg og liggur það að landa-
mærum Belgíu, Þýzkalands og
Frakklands. Landfræðilega
skiptist landið í tvo hluta. Ann-
ars vegar er hrjóstugt hálendi
Ardennafjallanna í norðurhlut-
anum os frjósamt láglendi hins
vegar. Ibúar landsins eru um
340 þúsund talsins, en flestir
þeirra eða rúm 60% búa í borg-
um. Stærsta borgin er Luxem-
burg, en þar búa 55 þúsund
manns, næstar eru Esch-sur-
Alzette með 27 þúsund íbúa og
Differdange með rúmlega 18
þúsund íbúa. Landsmenn tala
þrjú tungumál; luxemburgsku,
sem er hið upprunalega mál
þessa landssvæðis, þýzku og
frönsku. Flestir íbúar landsins
eru rómversk-kaþólskir en ein-
ungis 3% af landsmönnum eru
mótmælendur eða af öðrum trú-
arflokkum. f landinu er algert
trúfrelsi.
Luxemburg er þingbundið
hertogadæmi. Æðsti maður rík-
isins er stórhertoginn Jean, en
hann er kvæntur belgískri
prinsessu Josephine Charlotte.
Komst hann til valda 1964.
Stórhertoginn er fæddur i Berg
kastala í Luxemburg 5. janúar
1921. Hann hlaut undirstöðu-
menntun í Luxemburg, en lauk
henni í Englandi. Árið 1940
flúði fjölskylda stórhertogans
úr landi undan innrás Þjóð-
verja og stundaði stórhertoginn
nám í lögum og stjórnvísindum
í Quebec næstu tvö árin. í nóv-
ember gerðist hann sjálfboða-
liði í írska hernum og tók þátt
Æðsti maður Luxemburgar,
stórhertoginn Jean.
í innrásinni í Normandí 1944
sem liðsforingi. f september
sama ár tók hann þátt í frelsun
Luxemburgar. Forsætisráðherra
heitir Pierre Werner, en hann
tók við embætti eftir kosning-
arnar í desember 1968. Þingið
er í einni deild með 56 þing-
mönnum, sem kosnir eru í al-
mennum kosningum. Stjórnina
mynda fulltrúar úr Kristilega
Sósíalistaflokknum og Sósíal-
istaflokknum.
Saga Luxemburgar telst
hefjast á 10. öld, en áhrifa þess
fór ekki að gæta fyrr en 1308,
er stjórnandi þess var kjörinn
keisari hins Heilaga Rómverska
keisaradæmis. Landið var gert
að stórhertogadæmi 1354 og
komst þá undir stjórn Habs-
borgara. Næstu þrjár aldirnar
var saga hertogadæmisins
tengd sögu Niðurlandanna og
var til skiptis undir spánskri
og austurrískri stjórn, þar til
Frakkar hertóku landið á bylt-
ingarárunum og sameinuðu það
Frakklandi 1797. Á Vínarfund-
inum 1815 var Luxemburg gert
að stórhertogadæmi í tengslum
við Niðurlönd, en 1839 var stór
hluti landsins sameinaður Belg-
íu. Luxemburg lýsti yfir sjálf-
stæði 1867 og hélt sjálfstæði
og hlutleysi þar til Þjóðverjar
réðust inn í landið 1914. Þjóð-
verjar réðust aftur inn í land-
ið 1940 og flúði þá stórher-
toginn ásamt stjórninni til
London, þar sem útlagastjórn
var komið á fót. Árið 1944 var
Luxemburg svo_ frelsuð af
Bandamönnum. Árið 1949 lét
landið af hlutleysi sínu og gekk
í NATO.
Þó lándið sé lítið að flatar-
máli er fjárhagslegt mikilvægi
þess mikið. T.d. er stálfram-
leiðslan í landinu meiri en í
nokkru öðru landi miðað við
fólksfjölda, eða um 1% af heild-
arframleiðslunni í heiminum.
Járn- og stáliðnaður er mjög
mikill í landinu. Um helmingur
járngrýtisins er unnið úr nám-
um innanlands, en aðalnámu-
svæðið er við suðurlandamær-
in. Afgangurinn er fluttur inn,
svo og það magn af kolum sem
þarf til notkunar í landinu. Lífs-
afkoma í Luxemburg er fyrir
ofan m'eðallag í Vestur-Evrópu,
en hins vegar hefur efnahagur
landsins byggzt of mikið á ein-
um atvinnuvegi, b.e.a.s. stáliðn-
aðinum, og er því háður verð-
sveiflum og eftirspum á stáli.
Síðustu árin hefur verið lögð
áherzla á að auka fjölbreytni
í atvinnuvegum og hefur nú
36
FV 8 1971