Frjáls verslun - 01.08.1971, Side 37
ýmis léttur iðnaður risið upp,
svoi sem lyfjafferð, leður og
gúmmíiðnaður, keramikgerð og
fleira.
Ætla mætti að landslag væri
ekki fjölbreytt í svo litlu landi,
en ferðamenn, sem í æ ríkari
mæli leggja leið sína til Luxem-
burgar sjá fljótt, að svo er
ekki. Eins og áður segir er land-
ið hálent í norðurhlutanum en
í suðurhlutanum eru frjósöm
landbúnaðarsvæði. Á hálendinu
er hvergi neitt eins stórkostlegt
og Alpafjöllin, en bessi hrjósr-
ugi hluti landsins hefur sér-
stæðan svip og býr yfir mikl-
um töfrum. Ferðamenn, sem
hafa yndi af gönguferðum og
náttúruskoðun leggja æ meir
leið sína til bessa hluta lands-
ins. Þeir sem kunnugir eru á
bessum slóðum segja, að hvergi
sé eins fjölbreytt útsýni og eins
margir útsýnisstaðir. Hálendi
þetta heitir E’sleck. Nokkur
landbúnaður er stundaður á
þessum slóðum, en til skamms
tíma var það miklum erfiðleik-
um bundið vegna þess hve
hrjóstrugt landið er þarna. Nú
er farið að framleiða áburð
á iðnaðarsvæðunum og hafa
bændur í E’sleck notfært sér
hann með góðum árangri.
Þegar komið er norðan úr
hálendinu birtist manni frjó-
samt láglendi með lágum ávöl-
um hæðum og daladrögum.
Þetta er það, sem landsmenn
kalla Bon Pays eða góða land-
ið. Þarna er aðal landbúnaðar-
svæði landsins og mikil vín-
ræktarsvæði. Meðal helztu vín-
svæðanna er Moseldalurinn,
sem margir kannast við. Fyrir
utan stál og vín, flytja lands-
menn einnig út svínakjöt og
rósir.
Ferðamannastraumurinn til
Luxemburgar hefur farið vax-
andi á undanförnum árum og
hafa landsmenn nú all góðar
tekjur af ferðamönnum. Hafa
menn komizt að því, að margt
er að sjá í landinu þótt ekki
sé það stórt. Mesta aðdráttar-
aflið hafa þó vínræktarsvæðin
og frjósamir dalir góða lands-
ins.
8SLENZK FVRIRTÆKI ‘71
LEIÐANDI FYRIRTÆKJABÓK
SKRIFSTOFUSTÓLAH
FRÁ STÁLIÐJUNNI í KÓPAVOGI
ÚRVAL - VÖNDUN - LÁGT VERÐ
KIIÓM - HCSGÖGN
Hverfisgötu 82, Reykjavík. Sími 21175
LEIÐAINIDI
IVIAT- OG
IVÝLEIMDUVÖRt-
HEILDVERZLtlXI
SÍÐAM 1912
Nathan & Olsen hf.
Ármúla 8, Reykjavík.
Sími 81234.
FV 8 1971
37