Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Side 7

Frjáls verslun - 01.08.1971, Side 7
því að afla sér umboða fyrir lleiri erlendar vörusýningar til að geta bætt þjónustu sma við íslenzk fyrirtæki, sem áhuga hafa á þátttöku í vöru- sýningum erlendis. íslenzkir framleiðendur taka í sívaxandi mæli þátt í vörusýningum er- lendis, og það hefur átt rikan þátt í aukningu útflutnings síðustu ár, svo sem á ýmsum iðnaðarvörum. Þátttaka í slík- um syningum heiur longu vei'- ið viðurkennd sem ein allra- mikilvægasta leiðin til erlendra markaða, en þó því aðeins, að til hennar sé á allan hátt vand- að. Kaupstefnan — Reykjavík h.f. hefur nú fengið mikla reynslu við forgöngu vörusyn- inga og umboðsmennsku. Auk þess sem sú starfsemi verður aukin, hyggjast forráðamenn fyrirtækisins í framUöinni veita verktakaþjónustu á sýn- ingarsvæðum, það er taka að sér að skipuleggja sýningar á vegum annarra aðila. Annar nýr þáttur í starfseminni á að verða ráðstefnuþjónusta við þau fyrirtæki, sem hafa áhuga á að halda ráðstefnur á íslandi. Auk þess er ráðgerð nokkur útgáfustarfsemi í þessu sam- bandi. Við hittum að máli Ragnar Kjartansson framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem jafnframt er framkvæmdastjóri vörusýn- ingarinnar, og spurðum hann, hvernig skipulagning slíkrar sýningar færi fram og hvernig fyrirtæki sem þetta stæði und- ir sér. ÞARF AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN TVEIMUR ÁRUM ÁÐUR Ragnar sagði, að gera yrði ráð fyrir, að ákvörðun um slíka sýningu yrði að taka sem næst tveimur árum áður en hún væri tímasett. Þá þegar yrði að hefja kynningarstarf- semi fyrir sýninguna. Fjöl- mörg fyrirtæki, einkum hin erlendu, gerðu áætlanir langt fram í tímann. Þess vegna yrði að kynna þeim sýninguna löngu áður en hún væri hald- in. Kynningarstarfsemin fyrir Alþjóðlegu vörusýninguna hef- ur verið mjög ýtarleg. Öllum íslenzkum fyrirtækjum, sem líkleg þóttu til þátttöku í sýn- ingunni, voru sendar upplýs- ingar um hana, alls á annað þúsund fyrirtækjum. Jafnframt Sýningarstjórnin, Gísli B. Björnsson, Haukur Björnsson og Ragn- ar Kjartansson. Ein ai sýningum Kaupstefnunnar frá Austur-Evrópu. Heimilið — veröld innan veggja — var fyrsta verk Kaupstefn- unnar eftir endurskipulagninguna. Hér sjást m. a. Þórir jonsson forstjóri, og júlíus P. Guðjónsson stórkaupmaður ásamt jap- önskum fulltrúa frá SONY, er rœðir við Gunnar J. Friðriksson iðnrekanda. FV 8 1971 — FYLGIRIT 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.