Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Síða 11

Frjáls verslun - 01.08.1971, Síða 11
Höfum nú sprengt af okkur rammann, sem sýningahöllin setur. Viðtal við Gísla B. Björnsson, auglýsingateiknara, sem gerði skipulag vörusýningarinnar. „Það sést af tjaldskálunum, að við höfum nú sprengt þann ramma, sem sýningarhöllin set- ur vörusýningum. Hún reynist í þetta sinn of lítil.“ Þetta segir Gísli B. Björns- son auglýsingateiknari, en tíu manna auglýsingastofa hans, Auglýsingastofan hf., hefur teiknað skipulag sýningarsvæð- isins, merki, plaköt, bæklinga o. fl. og séð um skreytingu á því. Auk þess, sem sýningar- svæðið í höllinni er fullnotað, eru utan hennar tvö tjöld, ann- að rúmlega 1000 fermetrar og hitt 314 fermetrar. „Ég hef verið að einhverju leyti viðloðandi þær sýningar, sem hér hafa verið haldnar,“ segir Gísli, ,,en þetta er önnur sýningin, þar sem við höfum teiknað kerfið og annazt skreyt- ingu. Hin fyrri var Heimilis- sýningin í fyrra.“ FV: Hvernig finnst þér að- staðan fyrir slíkar sýningar vera hér í Laugardal? G: Aðstaðan er mjög góð, þótt ýmislegt mætti betur fara. Auðvitað hefur það ýmsa van- kanta, að þetta er íþróttahöll, til dæmis í sambandi við frá- gang, og veldur töluverðum kostnaði. Aðstaðan mun vænt- anlega batna innan skamms. Það hefur staðið til, að reistir yrðu skálar austan hallarinnar, þar sem yrði aukin aðstaða til æfinga fyrir íþróttamenn og þá jafnframt fyrir sýningar. Bíla- stæði eru enn ekki nægileg við sjálfa sýningarhöllina. Ef hér á að verða góð framtíðarað- staða, þá þarf að gera þetta betur úr garði. Hins vegar finnst mér, að þær sýningar, sem hér hafa verið, hafi yfirleitt verið full- komlega sambærilegar við það, sem erlendis gerist. Mér fannst til dæmis sýningin í fyrra fylli- lega standa erlendum vörusýn- ingum á sporði um útlit og allan frágang. Þetta var einnig álit erlendra kunnáttumanna, sem hingað komu. „RAUNVERULEG SÖLU- MENNSKA OF LÍTIÐ STUNDUГ FV: Hvað finnst þér svo helzt ábótavant við sýningarn- ar hér? G: Það vantar helzt, að sýn- endur geri sér gi’ein fyrir því, Gísli: „Kaupendur íd aðstöðu til að kynnast vörum og fd saman- burð." að það er ekki nóg, að þeir leggi mikið í stofnkostnað við að koma sinni deild upp. Þetta eitt nægir ekki, heldur þarf líka að vera vel starfað í deild- unum, meðan sýningin stendur. Fyrirtækin verða að hafa góða sölumenn í sínum deildum og gera ýmislegt til að laða fólk þangað. Fyrirtækin þurfa að hafa starfsfólk, sem getur svarað spurningum sýningargesta og gefið réttar upplýsingar um vörurnar. Erlendur sölustjóri, sem kom hingað í fyrra, var undrandi á því, hvað mörg fyr- irtækin stunduðu lítið raun- verulega sölumennsku á sýn- ingunni. Þó sá hann margar lofsverðar undantekningar frá því. FV: Ná þessar sýningar markmiði sínu? G: Já, mér sýnist það. Þær veita fyrst og fremst gullið tækifæri til að kynna nýjar vörur. Þarna geta hugsanlegir kaupendur fengið prýðilega að- stöðu til að kynnast vörunum og fá samanburð. Sýnendur á fyrri vörusýningum láta nær allir mjög vel yfir reynhlunni, og margir segja frá mikilli söluaukningu eftir þær. Þarna kemur geysilegur fjöldi fólks, og þau fyrirtæki, sem ganga snyrtilega frá sín- um deildum, skapa um leið þá tilfinningu hjá fólki, að þeim megi treysta. Fallega teiknuð og snyrtileg deild vekur traust. Hún hefur mikil áhrif. Hér á landi eru mörg lítil fyrirtæki á víð og dreif. Hvergi geta þau haft jafn góða að- stöðu til að ná til fjölda fólks eins og á vörusýningu, þar sem gestir eru 40-50 þúsund og ef til vill fleiri. 50 ÞÚSUND ÞÆTTI GOTT í DANMÖRKU FV: Eiga alþjóðlegar vöru- sýningar framtíð hér á landi? G: Það tel ég tvímælalaust, ef þær eru ekki haldnar of þétt. Við höfum hugsað okkur að hvíla næsta árið og hafa FV 8 1971 — FYLGIRIT 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.