Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1971, Side 22

Frjáls verslun - 01.08.1971, Side 22
um hlutum, þar sem iðnfram- leiðsla hefur notið góðs af geimrannsóknum Bandaríkj- anna, því Artech Corporation var að vinna að rannsóknum á verndun matvæla fyrir geim- fara, þegar I.W.I. fætídist. FV: Þér hafið unnið mikið við ýmsar ísienzkar nýjungar í sjávarútvegi. Hvernig verða slíkar nýjungar til? ÁÓ: Þörfin er undirstaða. Það eru framsýnir framleið- endur, sem eru oft höfuðhvat- inn að vélvæðingu, til dæmis verkstjóri, framkvæmdastjóri og aðrir, sem vinna við fram- leiðsluna. Úr verkefninu vinna síðan þeir aðilar, sem hafa þekkingu á vélum og iðnaðin- um. Við leggjum áherzlu á að hvetja þá, sem við skiptum við, til að leiðbeina okkur. Vélin verður svo smáim saman til með elju og þrautseigju kunn- áttumanna. FV: Nú eru íslenzkar nýj- ungar kynntar erlendis í vax- andi mæli. Er slíkt kynningar- starf ekki all-kostnaðarsamt? ÁÓ: Þátttaka í vörusýning- um erlendis er mjög kostnaðar- söm. Við höfum því lagt áherzlu á, þegar við seljum vél- ar erlendis, að fá leyfi fyrsta kaupandans í hverju landi til þess, að aðrir hugsanlegir kaup- endur megi líta á vélarnar hjá honum. Við höfum mikið gert að því að senda fréttatilkynn- ingar til erlendra blaða, og það hefur reynzt mjög áhrifaríkt. Við höfum m. a. selt íslenzkar fiskvinnsluvélar til Danmerk- ur, Englands, Skotlands og ír- lands, og hafa þær verið kynnt- ar þar. FV: Hvað finnst yður um vörusýningar hér á landi, og teljið þér, að þess sé að vænta, að hér verði til dæmis haldnar alþjóðlegar sjávarútvegssýning- ar á nokkurra ára fresti? ÁÓ: Ég gæti vel hugsað mér, að hér gætu orðið nokkuð reglu- legar alþjóðlegar sjávarútvegs- sýningar, en þá yrði að sjálf- sögðu að kynna og auglýsa sýningarnar meira en nú er gert. Of fáir aðilar erlendis vita af þessum sýningum, og það mundi auka áhrif sýninganna geysilega, ef þær væru betur auglýstar. Ég tel, að alþjóðleg- ar vörusýningar eigi framtíð hér á landi, því þótt þær séu nokkuð kostnaðarsamar, þá er ekkert vafamál, að þær eru ekki einungis æskilegar heldur nauðsynlegar. Prýðið heimili yðar með SANDERSON vinyl veggfóðri © Við bjóðum yður vinyl veggf’óður frá SANDERSON með lími á bakhliðinni, það léttir uppsetniugu. • Innflutningur hafinn á SANDERSON glugga- tjaldaefnum með sama mynstri og er á vegg- fóðrinu. Veggfóðrarinn hf. Hverfisgötu 34 — Reykjavík — Símar: 13150 - 14484 20 FV 8 1971 FYLGIRIT

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.