Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 25
hvr>rt með samdrætti ríkisút-
gjalda eða nýrri skattheimtu,
að ríkisbúskapurinn verði
raunverulega hallalaus á þessu
ári, þótt greiðsluafgangur væri
auðvitað æskilegur eins og
efnahagsástandið er. Það er
sjáanlegt, að verðlagsvísitalan
mun hækka mjög verulega á
næstunni, en í því sambandi
ei-u þó ýmis atriði óljós eins
og það, hvort verkalýðshreyf-
ingin ætlar bótalaust að una
þeirri vísitöluskerðingu, sem
orðin er vegna breytingar
á nefsköttum í tekjuskatta.
Hugsi ríkisstjórnin sér að
greiða þessa vísitöluhækkun
niður að einhverju leyti til að
draga úr verðbólguþróuninni,
er ekki til neitt úrræði nema
ný tekjuöflun. Þess er líka að
gæta, að við afgreiðslu fjár-
laga voru tekjur af söluskatti
miðaðar við hömlulausan inn-
flutning, en eigi að draga úr
innflutningi, svo sem þegar
hefur verið stefnt að með
skerðingu á erlendum lán-
tökuheimildum innflytjenda og
stefnumörkun varðandi útlán
bankakerfisins til verzlunar,
hlýtur það að hafa áhrif á sölu-
skattstekjur ríkissjóðs til
lækkunar, og skapa ríkissjóði
nýja fjárþörf. Því er hætt við
ýmsu óvæntu á næstu mánuð-
um.
FRJÁLS
VERZLUN
hefur flutt
skrifstofur
sínar að
Laugavegi 178,
III. hæS.
Símar:
82300 - 82302.
FV 4 1972
25