Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 29
Flugreksturinn krefst mikillar þjálfunar starfsfólks, góðra tœkja á flugvöllum og fullkominna flugvéla. flugsins í dag, og hver verður framtíð þess? Óhætt mun að fullyrða, að innanlandsflugið, sem Flugfélagið heldur uppi, hafi afgerandi áhrif á efna- hagslega afkomu þjóðarinnar í dag. Meira að segja þeir, sem búa í þéttbýliskjarna suð- vestanlands viðurkenna, að án þess væri þjóðin og þeir sjálf- ir verr settir en ella. Hvað þá þeir, sem búa á einangruðum stöðum annars staðar á land- inu? Þótt víða sé nokkur vega- lengd til flugvalla frá hinum ýmsu byggðarlögum, er þó hér um að ræða þá samgönguleið, sem fljótförnust er og bezt er á treystandi.. Staðreynd er einn- ig, að þeir staðir, sem búa við einangrun, geta ekki státað af eins örri uppbyggingu og hinir, sem hafa greiðar samgöngur. Fólk vill vita af möguleikan- um á að skreppa til höfuð- staðarins eða annarra byggðar- laga, þegar því dettur í hug. Einangrun er hins vegar til þess fallin að skapa óróa og verður jafnvel til þess, að fólk hyggur til búsetu annars stað- ar. AÐBÚNAÐUR Á FLUG- VÖLLUM Með „Friendship" skrúfu- þotunum á flestum flugleiðum innanlands getum við slegið því föstu, að flugvélakosturinn svari fylíilega kröfum tímans. Hvað þá um flugvellina og að- búnað á þeim? Af flugvöllum innanlands er aðeins ein flugbraut mal- bikuð utan Reykjavíkur og Keflavíkur. Annað eru malar- vellir. Einstaka eru i sæmi- lega góðu ástandi. Aðrir hafa reynzt ófærir dögum saman vegna bleytu og holklaka eða vegna þess, að á þeim voru miklar ójöfnur. Hér þarf að gera stórátak í að bæta flugbrautirnar. Að- búnaðurinn á flugvöllunum víða um land hefur batnað að undanförnu, en betur má, ef duga skal. A þrem flugvöllum, Akureyri, Egilsstöðum og ísa- firði, eru nýbyggð flugstöðvar- hús, eða í byggingu. Hins veg- ar vantar ennþá flugstöð á flugvöllinn í Vestmannaeyjum. Ýmsir smærri flugvellir hafa skýli, sem þjóna sínum til- gangi, og víða er þar renn- andi vatn og snyrtiaðstaða. Augljóst er, að bæta verður flugvellina sjálfa, svo og húsa- kost á þeim, í nánustu framtíð. ÁHERZLA LÖGÐ Á AÐAL- FLUGVELLI BYGGÐAR- LAGA Að fenginni reynslu tók Flugfélag íslands upp þá stefnu fyrir mörgum árum, að innanlandsflugi yrði svo bezt haldið uppi, áreiðanlega og reglulega, að flogið væri til vel búinna aðalflugvalla í hverju byggðarlagi. Að meira fé yrði lagt í gerð, byggingar og öryggisútbúnað á tiltölulega fáum og stórum, vel búnum flugvöllum, í stað þess að byggja marga litla velli, sem í engu svöruðu kröfum tím- ans. Með stærri og hraðfleyg- ari flugförum hefur þessi stefna sannað gildi sitt. Gott vegasamband milli byggðar- laga og flugvalla er íbúunum hagkvæmara en smáflugvellir við bæjardyrnar. Þeir geta að vísu komið að notum yfir sum- arið, þegar nótt er björt og veður blíð. í hreggviðrum vetrarins duga þeir hins vegar skammt. Nýlega var komið fyrir að- flugshallaljósum á flugvöllun- um í Reykjavík, á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Þessu ber að fagna og þakka. Nauð- synlegt er, að slík Ijós verði sett upp við alla flugvelli, sem áætlunarflug er stundað til, og tækjabúnaður bættur. Við búum í strjálbýlu landi og greiðar samgöngur eru okk- ur mikið hjartans mál. Hærri fjárveitingar til flugvalla og búnaðar þeirra eru því nauð- synlegar. ÞOTUR Á INNANLANDS- LEIÐUM Um síðustu páska voru þot- ur í fyrsta sinni að ráði notað- ar til farþegaflutninga innan- lands, en flugtími með þeim milli Reykjavíkur og Akureyr- ar er aðeins 17 mínútur. Þetta er aðeins undanfari þess, sem koma skal. Þotur munu verða á flugleiðum innanlands innan fárra ára, a. m. k. á aðalflug- leiðunum. Slík tæki eru dýr, og til þess að þau standi undir rekstri sínum þarf mikla nýt- ingu. Fullkominn aðbúnaður á flugvöllum er hér veigamikið atriði. Svo og öruggar veður- spár. Raddir hafa heyrzt um, að leggja beri niður Reykjavíkur- flugvöll og reka allt milli- landa- og innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. Hér hafa margir fróðir menn um fjall- að. Öllum ber saman um, að algjör forsenda þess, að hægt sé að reka innanlandsflug á ís- landi, sé að flugvöllur sé í næsta nágrenni Reykjavíkur. Sá gamli og góði Reykjavík- urflugvöllur, sem þar er og hefur verið síðan á stríðsár- unum, mun verða starfræktur enn um sinn. Hvað síðan tek- ur við er óráðið. Bent hefur verið á flugvallarsvæði á Álftanesi og mun land undir flugvöllinn að miklu leyti í eigu ríkisins. Enn hefur samt engin endanleg ákvörðun ver- ið tekin í þessu efni. FV 4 1972 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.