Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 59
Óbyggðaferðir Úlfars Liðin eru rösk tuttugu ár síðan við hófum ferðir um há- lendi íslands. Farartæki og allur aðbúnaður var heldur frumlegur fyrstu árin, sé mið- að við það, sem boðið er upp á í dag. í dag er ferðaskrif- stofa Úlfars Jacobsen eina ferðaskrifstofan á landinu, sem skipuleggur ferðir um hálendi íslands, en þær ferðir eru nú orðnar kunnar víða um heim undir nafninu ICELAND SA- FARI. Þetta eru 13 daga ferð- ir, sem famar eru frá júlí- byrjun til ágústloka, en þátt- takendur gista í tjöldum og stöku sinnum í sæluhúsum Ferðafélags íslands, sé veður óhagstætt. Sérstakur eldhús- bíll er með í hverri ferð, út- búinn ísskáp og nauðsynleg- ustu eldunartækjum, en tvær matreiðslukonur sjá um, að allir séu vel mettir, meðan á ferðinni stendur. Þótt farþegar í ICELAND SAFARI ferðunum hafi nær eingöngu verið útlendingar hin síðari ár, þá hefur ávallt ver- ið eitthvað af íslenzkum þátt- takendum, enda er hér um ein- stakt tækifæri fyrir íslendinga að ræða til þess að kynnast hinni stórbrotnu náttúru í óbyggðum íslands, þar sem til- tölulega fáir innlendir ferða- menn hafa ferðazt bæði um Fjallabak, Sprengisand og Kjalveg. Fyrsti áfangi ICELAND SA- FARI ferðanna er Þórsmörk. Síðan er haldið um Fjallabaks- veg í Eldgjá, en þar er að finna einn af fegurstu fossum landsins, Ófærufoss. Áfram er ekið í Landmannalaugar, þar sem fólki gefst kostur á að lauga sig í volgu hveravatni, en síðan er haldið í Veiðivötn til gistingar. Næsta dag er svo farið norður í Jökuldal við Tungnafellsjökul og gist við nýreist sæluhús Ferðafélags- ins þar. Næsti áfangi er svo norður yfir Sprengisand og komið fyrst í byggð á Mýri í Bárðardal. Á þessari leið er m. a. skoðaður hinn sérkenni- lega fagri Eldeyjarfoss í Skjálf- anda og Goðafoss. Gist er við Ljósvetningabúð í Kelduhverfi, þar sem góð aðstaða er fyrir ferðamenn. Áfram er haldið til Húsavíkur, fyrir Tjörnes og tjaldað í Hljóðaklettum, en þar er náttúrufegurð óviðjafnan- leg. Næsta dag er síðan farið í Ásbyrgi, staldrað við Detti- foss, og ekið síðan sem leið liggur allt í Herðubreiðarlind- ir, en þar er sæluhús í eigu Ferðafélags Akureyrar. Marg- ir hafa gaman af að virða fyr- ir sér hreysi Fjalla-Eyvindar, sem þarna bjó sér samastað um tíma eins og svo víða ann- ars staðar á landinu. Ekið er í Öskju og farið yfir nýja hraunið, sem myndaðist í gos- inu 1961. Margir ferðamenn, og þá sér í lagi útlendingar, telja heimsókn í Öskju og næsta nágrenni einhvern stór- brotnasta hluta ferðarinnar. Tvær næturgistingar eru í Herðubreiðarlindum. Haldið er síðan í Mývatnssveit og dvalizt þar á annan sólar- hring, en þar er skoðað hið markverðasta, svo sem Náma- skarð, Dimmuborgir, Grjóta- gjá, þar sem menn baða sig og synda í þægilega hlýju vatni í iðrum jarðar. Frá Mý- vatni er ekið að Grenjaðarstað og hið merka byggðasafn skoð- að. Þá er haldið um Köldu- kinn, yfir Vaðlaheiði og stað- næmzt í höfuðstað Norðan- manna, Akureyri. Þar er höfð nokkurra tíma viðstaða, svo fólki gefist góður tími til að skoða sig um og gera smá inn- Ulfar Jacobsen kaup. Ekið er síðan í Skaga- fjörð, þar sem tjaldað er. Úr Skagafirðinum er ekið um Auðkúluheiði, Kjalveg allt til Hveravalla, en þar er síðasta næturgisting ferðarinnar. Það- an er svo haldið síðasta áfang- ann að Gullfossi, Geysi, Laug- arvatni um Þingvelli og að lok- um til Reykjavíkur. ICELAND IN A HURRY Eykur viðskiptin við erlenda ferðamenn Ný útgáfa í undirbúningi Auglýsingasími 82300 - 82302 FRJÁLST FRAMTAK HF. FV 4 1972 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.