Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 57
Flogið er meðFokkerFriend- ship vélum og tekur flugferð- in rúmlega tvær klst. Færeyja- flugvöllur er í Vogey, en í at- hugun mun bygging flugvall- ar á Straumey, þ. e. í nánd við Þórshöfn. Flutningur farþega inn til Þórshafnar fer fram með leigubílum, en þeir eru ferjaðir yfir Vestmannasund, sem aðskilur áður nefndar eyj- ar. Sjóferðin tekur aðeins tæpa hálfa klst. í Þórshöfn, höfuðstaðnum, þar sem fjórðungur eyjabúa býr í þrifalegum og litríkum húsum, eru tvö . afbragðs góð hótel, stórt sjómannaheimili og auk þessa farfuglaheimilið „Fráhald", sem á seinni árum hefur mjög bætt og aukið ódýra gistiaðstöðu sína. Nafn- ið „Fráhald“ er ábending um, að neyzla áfengis sé eigi leyfð. Aðstaða til gistingar er víð- ast í færeyskum þorpum ým- ist í eins konar ,,pensionötum“ eða, þar sem byggðin er dreifð- ari, á einkaheimilum. Samgöngur innanlands, milli eyja, má segja, að séu í góðu lagi, t. d. eru frá Þórshöfn fastar ferðir til þrjátíu bæja og þorpa í hverri viku, allt frá einni ferð á viku til dag- legrar; þær eru í flestum til- fellum framkvæmdar á ný- tízkulegum, hraðskreiðum ferjubátum. Reglulegar sýnisferðir fyrir ferðamenn eru starfræktar til verðugra staða frá Þórshöfn og mörgum öðrum bæjum. Ágætur matur, seldur á sann- gjörnu verði, er fram borinn á ótal matsölustöðum, víðsveg- ar um eyjarnar. Það er ómetanleg lífsreynsla að fá tækifæri til að heim- sækja þetta elskulega, hóg- væra, en harðgerða fólk, sem eyjarnar byggir. Hér er þjóð, sem á sér sérstaka menningu, sem þróazt hefur í gegnum aldirnar undir taktföstu hljóm- falli danskvæðanna, sem hvergi eiga annars staðar sinn líka. Fyrir nokkrum árum efndu íslenzkir iðnrekendur til vand- aðrar vörusýningar í Færeyj- um. Þrátt fyrir óskipta athygli, er hún vakti þar í landi, runnu þær vonir, sem við hana voru bundnar, að nokkru út í sand- inn, hvað sem því nú olli. Færeyingar eru mjög gest- risnir og fagna þó íslending- um öðrum fremur, þeir eru þeim gleggri á skyldleikann og bera virðingu, vonandi verð- uga, fyrir stærri bróðurnum. Með Tjæreborg til Tyrol Sumarleyfisferðin mín — auðvitað Tjæreborg ferð, en hvert? Valið er hreint ekki auðvelt. Sumaráætlun Tjære- borg 1972, skreytt fögrum lit- myndum, býður upp á 150 ákvörðunarstaði í Evrópu, Asíu og N.-Afríku, flugferðir til eftirsóttra baðstranda á Spáni, Majorka, Rhodos, Al- garve, Tenerife og Beirut, eða þá bílferðir. Fjórtán daga ferð- ir til Bretagne, Júgóslavíu, Vínarborgar, Zillertal í Týról, hvað segir Tjæreborg um Zillertal? Lagt af stað frá aðaljárn- brautarstöðinni í Kaupmanna- höfn og ekið um borð í Trave- múndeferjuna, sem liggur í Tuborg-höfninni, notaleg sjó- ferð, og komið að bryggju í Travemunde snemma næsta morgun. Þaðan er ekið til Lú- beck og Hamborgar um þétt- byggð iðnaðarhéruð Norður- Þýzkalands, um frjósöm land- búnaðar- og vínræktarhéruð til Hannóver og Kassel, og gist í smábænum Kircheim. Næsta dag haldið áfram suður Þýzka- land og gist í Múnchen, þar sem tækifæri gefst til að skoða nýja Olympíuþorpið með öll- um sínum tækniundrum. Að kvöldi fjórða dags er farið yfir Charlotta Hjaltadóttir, Ferðaskriístofu ríkisins. austurrísku landamærin og komið í ákvörðunarstað, Zell am Ziller, sem er undurfagur dalur í Týról, og þar verður dvalizt næstu sex daga. Þeim tíma má svo eyða í fjallgöngur eða bílferðir, t. d. til Ítalíu um Brennerskarðið, eða til Inns- bruck og Krimmlerfossanna, hæstu fossa Evrópu, 380 m. Það þarf engum að leiðast í Zillertal, það er óþarfi að láta bólusetja sig áður en farið er þangað, en lífsgleðin er bráð- smitandi — segir Tjæreborg. Eða, er kannski skemmti- legra að fljúga á einhverja baðströndina — t. d. til Beirut — Beirut, þangað fer ekki nokkur maður, eða hvað? Víst fer Tjæreborg þangað viku- lega í allt sumar — flogið frá Kaupmannahöfn alla mánu- daga beint til Beirut, átta daga ferðir, búið á Hótel Le Beryte eða Hótel Martinez, bæði 1. flokks. Öll herbergi með baði, síma, útvarpi og svölum, og svo er næturklúbbur á Le Beryte. Og hvað er svo hægt að gera annað en að liggja á ströndinni og sleikja sólskinið (27 stig í september)? Skoða basarinn eða þjóðminjasafnið í Beirut, heimsækja Byblos og Jeita-hellana eða skoða Júpí- ter- og Bakkusar-musterin í Baalbek, að vísu rústir einar í dag. Og á kvöldin — fara í spilavíti — Casino du Liban? Ætli Týról-ferðin verði ekki ódýrari, engin spilavíti þar, — eða? Nei, valið er ekki auð- velt, kannski ég skoði sumar- áætlunina aðeins betur. FV 4 1972 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.