Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 57
Flogið er meðFokkerFriend-
ship vélum og tekur flugferð-
in rúmlega tvær klst. Færeyja-
flugvöllur er í Vogey, en í at-
hugun mun bygging flugvall-
ar á Straumey, þ. e. í nánd við
Þórshöfn. Flutningur farþega
inn til Þórshafnar fer fram
með leigubílum, en þeir eru
ferjaðir yfir Vestmannasund,
sem aðskilur áður nefndar eyj-
ar. Sjóferðin tekur aðeins tæpa
hálfa klst.
í Þórshöfn, höfuðstaðnum,
þar sem fjórðungur eyjabúa
býr í þrifalegum og litríkum
húsum, eru tvö . afbragðs góð
hótel, stórt sjómannaheimili
og auk þessa farfuglaheimilið
„Fráhald", sem á seinni árum
hefur mjög bætt og aukið
ódýra gistiaðstöðu sína. Nafn-
ið „Fráhald“ er ábending um,
að neyzla áfengis sé eigi leyfð.
Aðstaða til gistingar er víð-
ast í færeyskum þorpum ým-
ist í eins konar ,,pensionötum“
eða, þar sem byggðin er dreifð-
ari, á einkaheimilum.
Samgöngur innanlands, milli
eyja, má segja, að séu í góðu
lagi, t. d. eru frá Þórshöfn
fastar ferðir til þrjátíu bæja
og þorpa í hverri viku, allt
frá einni ferð á viku til dag-
legrar; þær eru í flestum til-
fellum framkvæmdar á ný-
tízkulegum, hraðskreiðum
ferjubátum.
Reglulegar sýnisferðir fyrir
ferðamenn eru starfræktar til
verðugra staða frá Þórshöfn
og mörgum öðrum bæjum.
Ágætur matur, seldur á sann-
gjörnu verði, er fram borinn
á ótal matsölustöðum, víðsveg-
ar um eyjarnar.
Það er ómetanleg lífsreynsla
að fá tækifæri til að heim-
sækja þetta elskulega, hóg-
væra, en harðgerða fólk, sem
eyjarnar byggir. Hér er þjóð,
sem á sér sérstaka menningu,
sem þróazt hefur í gegnum
aldirnar undir taktföstu hljóm-
falli danskvæðanna, sem
hvergi eiga annars staðar sinn
líka.
Fyrir nokkrum árum efndu
íslenzkir iðnrekendur til vand-
aðrar vörusýningar í Færeyj-
um. Þrátt fyrir óskipta athygli,
er hún vakti þar í landi, runnu
þær vonir, sem við hana voru
bundnar, að nokkru út í sand-
inn, hvað sem því nú olli.
Færeyingar eru mjög gest-
risnir og fagna þó íslending-
um öðrum fremur, þeir eru
þeim gleggri á skyldleikann og
bera virðingu, vonandi verð-
uga, fyrir stærri bróðurnum.
Með Tjæreborg til
Tyrol
Sumarleyfisferðin mín —
auðvitað Tjæreborg ferð, en
hvert? Valið er hreint ekki
auðvelt. Sumaráætlun Tjære-
borg 1972, skreytt fögrum lit-
myndum, býður upp á 150
ákvörðunarstaði í Evrópu,
Asíu og N.-Afríku, flugferðir
til eftirsóttra baðstranda á
Spáni, Majorka, Rhodos, Al-
garve, Tenerife og Beirut, eða
þá bílferðir. Fjórtán daga ferð-
ir til Bretagne, Júgóslavíu,
Vínarborgar, Zillertal í Týról,
hvað segir Tjæreborg um
Zillertal?
Lagt af stað frá aðaljárn-
brautarstöðinni í Kaupmanna-
höfn og ekið um borð í Trave-
múndeferjuna, sem liggur í
Tuborg-höfninni, notaleg sjó-
ferð, og komið að bryggju í
Travemunde snemma næsta
morgun. Þaðan er ekið til Lú-
beck og Hamborgar um þétt-
byggð iðnaðarhéruð Norður-
Þýzkalands, um frjósöm land-
búnaðar- og vínræktarhéruð
til Hannóver og Kassel, og gist
í smábænum Kircheim. Næsta
dag haldið áfram suður Þýzka-
land og gist í Múnchen, þar
sem tækifæri gefst til að skoða
nýja Olympíuþorpið með öll-
um sínum tækniundrum. Að
kvöldi fjórða dags er farið yfir
Charlotta Hjaltadóttir,
Ferðaskriístofu ríkisins.
austurrísku landamærin og
komið í ákvörðunarstað, Zell
am Ziller, sem er undurfagur
dalur í Týról, og þar verður
dvalizt næstu sex daga. Þeim
tíma má svo eyða í fjallgöngur
eða bílferðir, t. d. til Ítalíu um
Brennerskarðið, eða til Inns-
bruck og Krimmlerfossanna,
hæstu fossa Evrópu, 380 m.
Það þarf engum að leiðast í
Zillertal, það er óþarfi að láta
bólusetja sig áður en farið er
þangað, en lífsgleðin er bráð-
smitandi — segir Tjæreborg.
Eða, er kannski skemmti-
legra að fljúga á einhverja
baðströndina — t. d. til Beirut
— Beirut, þangað fer ekki
nokkur maður, eða hvað? Víst
fer Tjæreborg þangað viku-
lega í allt sumar — flogið frá
Kaupmannahöfn alla mánu-
daga beint til Beirut, átta daga
ferðir, búið á Hótel Le Beryte
eða Hótel Martinez, bæði 1.
flokks. Öll herbergi með baði,
síma, útvarpi og svölum, og
svo er næturklúbbur á Le
Beryte. Og hvað er svo hægt
að gera annað en að liggja á
ströndinni og sleikja sólskinið
(27 stig í september)? Skoða
basarinn eða þjóðminjasafnið í
Beirut, heimsækja Byblos og
Jeita-hellana eða skoða Júpí-
ter- og Bakkusar-musterin í
Baalbek, að vísu rústir einar í
dag. Og á kvöldin — fara í
spilavíti — Casino du Liban?
Ætli Týról-ferðin verði ekki
ódýrari, engin spilavíti þar, —
eða? Nei, valið er ekki auð-
velt, kannski ég skoði sumar-
áætlunina aðeins betur.
FV 4 1972
57