Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 13
Úfiöncfl Efnahagsbandalag Afríkuríkja? Öfund og rifrildi leiðtoganna enn hindrun gegn raunhæfu samstarfi Stjórnmálamenn í „svörtu álfunni“ dreymir um efna- hagsbandalag Afríku. Við- skipti Afríkuríkja hvers við annað eru hins vegar enn af litlum mœli. í Jamhurigarðinum í Nai- robi skemmtu sér tignir gest- ir fyrir nokkru. Þar voru komnir forseti Kenía, Jomo Kenyatta, keisari Eþíópíu, Haile Selassie, þjóðhöfðingi Úganda, Idi Amin, forseti Máretaníu, Uld Daddah, vara- forseti Tansaníu, Kawawa, og konungur Lesótó, Mamohato. Þeir skemmtu sér við að horfa á ættflokkadansa frá Malí, egypzka fimleikamenn, trumbuslagara frá Svasílandi og Búrúndí, hljómsveit frá Ghana og leikflokk frá Haile- Selassie-leikhúsinu í Eþíópíu. Hinir opinberu gestir Keny- attas héldu ásamt 20 þúsund borgarbúum hátíðlega opnun fyrstu sam-afrísku vörusýn- ingarinnar, sem var haldin á vegum einingarsamtaka Afríkuríkja (OAU). 34 af 41 aðildarríki OAU höfðu reist sýningarskála sina á sýningar- svæðinu í Nairobi, og með því sett „hvetjandi fordæmi“ fyrir einingu Afríku (pan-afríkan- isma), eins og Kenyatta komst að orði. „Með þessari vörusýn- ingu,“ sagði framkvæmdastjóri OAU, Diallo Telli, „hefur horn- steinn verið lagður og straum- hvörf orðið í verzlun milli ríkja í Afríku“. AÐEINS 7% INNAN ÁLFUNNAR Fram til þessa hafði þessi verzlun legið í láginni. Til dæmis var hlutur verzlunar innan Afríku af öllum utan- ríkisviðskiptum Afríkuríkja aðeins 7% á síðasta ári. Afríkuríkin eru enn háð fyrrverandi nýlenduherrum sínum í viðskiptum, og þeim hefur naumast tekizt að koma á viðskiptalegum tengslum sín á milli, frá því að þau hlutu stjórnmálalegt sjálfstæði, að- allega vegna þess, að útflutn- ingsvörur þeirra hafa yfirleitt verið takmarkaðar við örfáar tegundir hráefna. „Afleiðingin af þrælkun ný- lendutímabilsins,“ sagði Telli, „er sú, að efnahagur og verzl- un Afríku hefur orðið of ein- hæf. Nýlenduveldin hafa ein- ungis flutt fullunnar vörur til svæða sinna í Afríku og flutt út þaðan hráefni“. Auk þessa grundvallarveik- leika hefur margt annað tálm- að hraða þróun viðskipta milli Afríkuríkjanna, svo sem léleg- ar samgöngur, tungumálafjöld- inn og pólitískur ágreining- ur, svo og hagsmunasamtök fransksinnuðu landanna á vesturströndinni annars vegar og ríkjanna í brezka samveld- inu og fyrrverandi nýlendna Breta hins vegar. 7000 KÍLÓMETRA ÞJÓÐ- VEGUR „Ef það markmið okkar að koma á meiri samvinnu í við- skiptum, félagslegum og menn- ingarlegum efnum, á að nást, verðum við fyrst að skapa hraðari og fullkomn- ari samgöngur,“ sagði ráðherr- ann Robert Ouko í Kenía, sem fjallar um málefni Austur- Afríku í stjórn Kenyattas. Þetta taldi hann vera fyrstu skrefin í átt til efnahags- bandalags. En samgöngur hef- Kenyatta og Selassie með innfœddum á vörusýningu. FV 4 1972 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.