Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 13

Frjáls verslun - 01.04.1972, Side 13
Úfiöncfl Efnahagsbandalag Afríkuríkja? Öfund og rifrildi leiðtoganna enn hindrun gegn raunhæfu samstarfi Stjórnmálamenn í „svörtu álfunni“ dreymir um efna- hagsbandalag Afríku. Við- skipti Afríkuríkja hvers við annað eru hins vegar enn af litlum mœli. í Jamhurigarðinum í Nai- robi skemmtu sér tignir gest- ir fyrir nokkru. Þar voru komnir forseti Kenía, Jomo Kenyatta, keisari Eþíópíu, Haile Selassie, þjóðhöfðingi Úganda, Idi Amin, forseti Máretaníu, Uld Daddah, vara- forseti Tansaníu, Kawawa, og konungur Lesótó, Mamohato. Þeir skemmtu sér við að horfa á ættflokkadansa frá Malí, egypzka fimleikamenn, trumbuslagara frá Svasílandi og Búrúndí, hljómsveit frá Ghana og leikflokk frá Haile- Selassie-leikhúsinu í Eþíópíu. Hinir opinberu gestir Keny- attas héldu ásamt 20 þúsund borgarbúum hátíðlega opnun fyrstu sam-afrísku vörusýn- ingarinnar, sem var haldin á vegum einingarsamtaka Afríkuríkja (OAU). 34 af 41 aðildarríki OAU höfðu reist sýningarskála sina á sýningar- svæðinu í Nairobi, og með því sett „hvetjandi fordæmi“ fyrir einingu Afríku (pan-afríkan- isma), eins og Kenyatta komst að orði. „Með þessari vörusýn- ingu,“ sagði framkvæmdastjóri OAU, Diallo Telli, „hefur horn- steinn verið lagður og straum- hvörf orðið í verzlun milli ríkja í Afríku“. AÐEINS 7% INNAN ÁLFUNNAR Fram til þessa hafði þessi verzlun legið í láginni. Til dæmis var hlutur verzlunar innan Afríku af öllum utan- ríkisviðskiptum Afríkuríkja aðeins 7% á síðasta ári. Afríkuríkin eru enn háð fyrrverandi nýlenduherrum sínum í viðskiptum, og þeim hefur naumast tekizt að koma á viðskiptalegum tengslum sín á milli, frá því að þau hlutu stjórnmálalegt sjálfstæði, að- allega vegna þess, að útflutn- ingsvörur þeirra hafa yfirleitt verið takmarkaðar við örfáar tegundir hráefna. „Afleiðingin af þrælkun ný- lendutímabilsins,“ sagði Telli, „er sú, að efnahagur og verzl- un Afríku hefur orðið of ein- hæf. Nýlenduveldin hafa ein- ungis flutt fullunnar vörur til svæða sinna í Afríku og flutt út þaðan hráefni“. Auk þessa grundvallarveik- leika hefur margt annað tálm- að hraða þróun viðskipta milli Afríkuríkjanna, svo sem léleg- ar samgöngur, tungumálafjöld- inn og pólitískur ágreining- ur, svo og hagsmunasamtök fransksinnuðu landanna á vesturströndinni annars vegar og ríkjanna í brezka samveld- inu og fyrrverandi nýlendna Breta hins vegar. 7000 KÍLÓMETRA ÞJÓÐ- VEGUR „Ef það markmið okkar að koma á meiri samvinnu í við- skiptum, félagslegum og menn- ingarlegum efnum, á að nást, verðum við fyrst að skapa hraðari og fullkomn- ari samgöngur,“ sagði ráðherr- ann Robert Ouko í Kenía, sem fjallar um málefni Austur- Afríku í stjórn Kenyattas. Þetta taldi hann vera fyrstu skrefin í átt til efnahags- bandalags. En samgöngur hef- Kenyatta og Selassie með innfœddum á vörusýningu. FV 4 1972 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.