Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 10
Flugfélögin:
Gagnkvæm eignaraðild hefur
verið rædd
Bœði flugíélögin hafa haft augastað á Hótel Esju. Flugfélag
íslands og Eimskip eru líklegir kaupendur.
Ekkert mun hafa miðað
áfram að undanförnu í viðræð-
um fulltrúa Flugfélags íslands
og Loftleiða um nánari sam-
vinnu eða hugsanlega samein-
ingu félaganna. Engin formleg
tilkynning hefur verið gefin út
um gang viðræðna, en kunn-
ugir telja, að aðilar standi fjær
því marki, sem stefnt er að,
en fyrir síðustu áramót, þegar
fulltrúar beggja félaganna
voru bjartsýnir á, að jákvæð
niðurstaða af umræðunum
næðist.
Forstöðumenn beggja félag-
anna munu telja skynsamlegt
að láta sem minnst frá sér fara
opinberlega á þessu stigi og
forðast að ýfa upp gömul sár,
en halda enn opinni leið til að
taka málið upp á nýjan leik.
Þegar bezt gekk í vetur var
álitið, að samkomulag myndi
takast um gagnkvæma eignar-
aðild og að félögin skipuðu
menn í stjórn hvors annars, en
því mun jafnframt hafa átt að
fylgja ákvörðun Loftleiða um
að hætta Norðurlandaflugi
sínu.
MIKLAR EIGNIR
LOFTLEIÐA
Eignir félaganna voru mjög
á dagskrá í þessum viðræðum
framan af. Stóðu Loftleiðir þar
betur að vigi með margs konar
fjárfestingu sinni á liðnum ár-
um hér heima og erlendis.
Þátttaka Flugfélags íslands í
alþjóðasamtökum flugfélaga,
IATA, og marg háttuð sam-
vinna við einstök erlend flug-
félög innan samtakanna,
styrkti hins vegar aðstöðu
þess í viðræðunum við Loft-
leiðir, sem standa utan IATA
svo sem kunnugt er. Auk
þeirrar samvinnu, sem Flugfé-
lag íslands hefur haft upp á
síðkastið við brezka flugfélag-
ið BEA á flugleiðinni til Bret-
lands mun sterklega hafa kom-
ið til greina að taka upp náið
samband við SAS og vestur-
þýzka flugfélagið Lufthansa
Samningaviðræður við SAS
um flugið milli Norðurlanda,
íslands og Grænlands, hafa
lengi staðið yfir og stefnt hef-
ur verið að því að komast að
samkomulagi um isvonefnt
,,pool“, þ. e. a. s. samræmingu
áætlana með beztu nýtingu far-
kosta fyrir augum og bróður-
lega skiptingu tekna og kostn-
aðar milli félaganna eftir
ákveðnum reglum. Svipað fyr-
irkomulag mun einnig hafa
komið til tals í samstarfi við
Lufthansa um flugið til Frank-
furt, en þó með þeim hætti,
að Lufthansa sendi farþega
sina með flugvélum Flugfélags-
ins, en ekki í eigin farkostum
fynst um sinn.
IIÓTEL ESJA TIL SÖLU
En Flugfélagsmenn hafa líka
verið að líta í kringum sig_ til
að bæta eignalega stöðu sína.
Þar hefur Hótel Esja verið
einna skýrast inni í myndinni.
Raunar munu Loftleiðamenn
líka hafa sýnt áhuga á að eign-
ast hótelið, en í þeirra röðum
telja menn þó nóg hafa verið
aðhafzt í hótelmálum á undan-
förnum árum og vilja að Hótel
Loftleiðir sýni betri fjárhags-
lega afkomu eftir helmings-
stækkunina í fyrra áður en
lengra er haldið á sviði hótel-
mála.
Eigendur Hótel Esju, þ. e.
fjölskylda Kr. Kristjánssonar,
hefur áhuga á að selja hótelið
og hafa fulltrúar Flugfélagsins
og Eimskips verið að kanna
málið. Það væri tímanna tákn
miðað við þróun ferðamála
víða erlendis og fordæmi Loft-
leiða í hótelrekstri hér heima,
að flutningafyrirtæki á borð
við Flugfélag íslands og Eim-
skip rækju hótel í Reykjavík.
Flugfélagið er enn í leiguhús-
næði með skrifstofur sínar
vestur í Bændahöll, og með
þeirri stækkun, sem ráðgerð er
á Hótel Esju til austurs, gætu
Flugfélagsmenn fengið góða
aðstöðu til skrifstofuhalds í
hluta byggingarinnar.
10
FV 4 1972