Frjáls verslun - 01.04.1972, Page 59
Óbyggðaferðir Úlfars
Liðin eru rösk tuttugu ár
síðan við hófum ferðir um há-
lendi íslands. Farartæki og
allur aðbúnaður var heldur
frumlegur fyrstu árin, sé mið-
að við það, sem boðið er upp
á í dag. í dag er ferðaskrif-
stofa Úlfars Jacobsen eina
ferðaskrifstofan á landinu, sem
skipuleggur ferðir um hálendi
íslands, en þær ferðir eru nú
orðnar kunnar víða um heim
undir nafninu ICELAND SA-
FARI. Þetta eru 13 daga ferð-
ir, sem famar eru frá júlí-
byrjun til ágústloka, en þátt-
takendur gista í tjöldum og
stöku sinnum í sæluhúsum
Ferðafélags íslands, sé veður
óhagstætt. Sérstakur eldhús-
bíll er með í hverri ferð, út-
búinn ísskáp og nauðsynleg-
ustu eldunartækjum, en tvær
matreiðslukonur sjá um, að
allir séu vel mettir, meðan á
ferðinni stendur.
Þótt farþegar í ICELAND
SAFARI ferðunum hafi nær
eingöngu verið útlendingar hin
síðari ár, þá hefur ávallt ver-
ið eitthvað af íslenzkum þátt-
takendum, enda er hér um ein-
stakt tækifæri fyrir íslendinga
að ræða til þess að kynnast
hinni stórbrotnu náttúru í
óbyggðum íslands, þar sem til-
tölulega fáir innlendir ferða-
menn hafa ferðazt bæði um
Fjallabak, Sprengisand og
Kjalveg.
Fyrsti áfangi ICELAND SA-
FARI ferðanna er Þórsmörk.
Síðan er haldið um Fjallabaks-
veg í Eldgjá, en þar er að
finna einn af fegurstu fossum
landsins, Ófærufoss. Áfram er
ekið í Landmannalaugar, þar
sem fólki gefst kostur á að
lauga sig í volgu hveravatni,
en síðan er haldið í Veiðivötn
til gistingar. Næsta dag er svo
farið norður í Jökuldal við
Tungnafellsjökul og gist við
nýreist sæluhús Ferðafélags-
ins þar. Næsti áfangi er svo
norður yfir Sprengisand og
komið fyrst í byggð á Mýri í
Bárðardal. Á þessari leið er
m. a. skoðaður hinn sérkenni-
lega fagri Eldeyjarfoss í Skjálf-
anda og Goðafoss. Gist er við
Ljósvetningabúð í Kelduhverfi,
þar sem góð aðstaða er fyrir
ferðamenn. Áfram er haldið til
Húsavíkur, fyrir Tjörnes og
tjaldað í Hljóðaklettum, en þar
er náttúrufegurð óviðjafnan-
leg. Næsta dag er síðan farið
í Ásbyrgi, staldrað við Detti-
foss, og ekið síðan sem leið
liggur allt í Herðubreiðarlind-
ir, en þar er sæluhús í eigu
Ferðafélags Akureyrar. Marg-
ir hafa gaman af að virða fyr-
ir sér hreysi Fjalla-Eyvindar,
sem þarna bjó sér samastað
um tíma eins og svo víða ann-
ars staðar á landinu. Ekið er
í Öskju og farið yfir nýja
hraunið, sem myndaðist í gos-
inu 1961. Margir ferðamenn,
og þá sér í lagi útlendingar,
telja heimsókn í Öskju og
næsta nágrenni einhvern stór-
brotnasta hluta ferðarinnar.
Tvær næturgistingar eru í
Herðubreiðarlindum. Haldið
er síðan í Mývatnssveit og
dvalizt þar á annan sólar-
hring, en þar er skoðað hið
markverðasta, svo sem Náma-
skarð, Dimmuborgir, Grjóta-
gjá, þar sem menn baða sig
og synda í þægilega hlýju
vatni í iðrum jarðar. Frá Mý-
vatni er ekið að Grenjaðarstað
og hið merka byggðasafn skoð-
að. Þá er haldið um Köldu-
kinn, yfir Vaðlaheiði og stað-
næmzt í höfuðstað Norðan-
manna, Akureyri. Þar er höfð
nokkurra tíma viðstaða, svo
fólki gefist góður tími til að
skoða sig um og gera smá inn-
Ulfar Jacobsen
kaup. Ekið er síðan í Skaga-
fjörð, þar sem tjaldað er. Úr
Skagafirðinum er ekið um
Auðkúluheiði, Kjalveg allt til
Hveravalla, en þar er síðasta
næturgisting ferðarinnar. Það-
an er svo haldið síðasta áfang-
ann að Gullfossi, Geysi, Laug-
arvatni um Þingvelli og að lok-
um til Reykjavíkur.
ICELAND IN A HURRY
Eykur viðskiptin við erlenda ferðamenn
Ný útgáfa í undirbúningi
Auglýsingasími 82300 - 82302
FRJÁLST FRAMTAK HF.
FV 4 1972
59