Frjáls verslun - 01.04.1972, Blaðsíða 29
Flugreksturinn krefst mikillar þjálfunar starfsfólks, góðra tœkja
á flugvöllum og fullkominna flugvéla.
flugsins í dag, og hver verður
framtíð þess? Óhætt mun að
fullyrða, að innanlandsflugið,
sem Flugfélagið heldur uppi,
hafi afgerandi áhrif á efna-
hagslega afkomu þjóðarinnar í
dag. Meira að segja þeir, sem
búa í þéttbýliskjarna suð-
vestanlands viðurkenna, að án
þess væri þjóðin og þeir sjálf-
ir verr settir en ella. Hvað þá
þeir, sem búa á einangruðum
stöðum annars staðar á land-
inu?
Þótt víða sé nokkur vega-
lengd til flugvalla frá hinum
ýmsu byggðarlögum, er þó hér
um að ræða þá samgönguleið,
sem fljótförnust er og bezt er á
treystandi.. Staðreynd er einn-
ig, að þeir staðir, sem búa við
einangrun, geta ekki státað af
eins örri uppbyggingu og hinir,
sem hafa greiðar samgöngur.
Fólk vill vita af möguleikan-
um á að skreppa til höfuð-
staðarins eða annarra byggðar-
laga, þegar því dettur í hug.
Einangrun er hins vegar til
þess fallin að skapa óróa og
verður jafnvel til þess, að fólk
hyggur til búsetu annars stað-
ar.
AÐBÚNAÐUR Á FLUG-
VÖLLUM
Með „Friendship" skrúfu-
þotunum á flestum flugleiðum
innanlands getum við slegið
því föstu, að flugvélakosturinn
svari fylíilega kröfum tímans.
Hvað þá um flugvellina og að-
búnað á þeim?
Af flugvöllum innanlands
er aðeins ein flugbraut mal-
bikuð utan Reykjavíkur og
Keflavíkur. Annað eru malar-
vellir. Einstaka eru i sæmi-
lega góðu ástandi. Aðrir hafa
reynzt ófærir dögum saman
vegna bleytu og holklaka eða
vegna þess, að á þeim voru
miklar ójöfnur.
Hér þarf að gera stórátak í
að bæta flugbrautirnar. Að-
búnaðurinn á flugvöllunum
víða um land hefur batnað að
undanförnu, en betur má, ef
duga skal. A þrem flugvöllum,
Akureyri, Egilsstöðum og ísa-
firði, eru nýbyggð flugstöðvar-
hús, eða í byggingu. Hins veg-
ar vantar ennþá flugstöð á
flugvöllinn í Vestmannaeyjum.
Ýmsir smærri flugvellir hafa
skýli, sem þjóna sínum til-
gangi, og víða er þar renn-
andi vatn og snyrtiaðstaða.
Augljóst er, að bæta verður
flugvellina sjálfa, svo og húsa-
kost á þeim, í nánustu framtíð.
ÁHERZLA LÖGÐ Á AÐAL-
FLUGVELLI BYGGÐAR-
LAGA
Að fenginni reynslu tók
Flugfélag íslands upp þá
stefnu fyrir mörgum árum, að
innanlandsflugi yrði svo bezt
haldið uppi, áreiðanlega og
reglulega, að flogið væri til
vel búinna aðalflugvalla í
hverju byggðarlagi. Að meira
fé yrði lagt í gerð, byggingar
og öryggisútbúnað á tiltölulega
fáum og stórum, vel búnum
flugvöllum, í stað þess að
byggja marga litla velli, sem
í engu svöruðu kröfum tím-
ans. Með stærri og hraðfleyg-
ari flugförum hefur þessi
stefna sannað gildi sitt. Gott
vegasamband milli byggðar-
laga og flugvalla er íbúunum
hagkvæmara en smáflugvellir
við bæjardyrnar. Þeir geta að
vísu komið að notum yfir sum-
arið, þegar nótt er björt og
veður blíð. í hreggviðrum
vetrarins duga þeir hins vegar
skammt.
Nýlega var komið fyrir að-
flugshallaljósum á flugvöllun-
um í Reykjavík, á Akureyri
og í Vestmannaeyjum. Þessu
ber að fagna og þakka. Nauð-
synlegt er, að slík Ijós verði
sett upp við alla flugvelli, sem
áætlunarflug er stundað til, og
tækjabúnaður bættur.
Við búum í strjálbýlu landi
og greiðar samgöngur eru okk-
ur mikið hjartans mál. Hærri
fjárveitingar til flugvalla og
búnaðar þeirra eru því nauð-
synlegar.
ÞOTUR Á INNANLANDS-
LEIÐUM
Um síðustu páska voru þot-
ur í fyrsta sinni að ráði notað-
ar til farþegaflutninga innan-
lands, en flugtími með þeim
milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar er aðeins 17 mínútur. Þetta
er aðeins undanfari þess, sem
koma skal. Þotur munu verða
á flugleiðum innanlands innan
fárra ára, a. m. k. á aðalflug-
leiðunum. Slík tæki eru dýr,
og til þess að þau standi undir
rekstri sínum þarf mikla nýt-
ingu. Fullkominn aðbúnaður á
flugvöllum er hér veigamikið
atriði. Svo og öruggar veður-
spár.
Raddir hafa heyrzt um, að
leggja beri niður Reykjavíkur-
flugvöll og reka allt milli-
landa- og innanlandsflug frá
Keflavíkurflugvelli. Hér hafa
margir fróðir menn um fjall-
að. Öllum ber saman um, að
algjör forsenda þess, að hægt
sé að reka innanlandsflug á ís-
landi, sé að flugvöllur sé í
næsta nágrenni Reykjavíkur.
Sá gamli og góði Reykjavík-
urflugvöllur, sem þar er og
hefur verið síðan á stríðsár-
unum, mun verða starfræktur
enn um sinn. Hvað síðan tek-
ur við er óráðið. Bent hefur
verið á flugvallarsvæði á
Álftanesi og mun land undir
flugvöllinn að miklu leyti í
eigu ríkisins. Enn hefur samt
engin endanleg ákvörðun ver-
ið tekin í þessu efni.
FV 4 1972
29