Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 15
Fjölmiðlar:
Fáum við litasjónvarp árið 1976?
Tæki fyrir svart-hvítar myndir að verða úr sögunni
Forráðamenn sjónvarpsins
gera sér vonir um að næsla
meiriháttar tæknileg framför
í sjónvarpsmálum á íslandi
verði skipti yfir í litasjónvarp
og komi Jiað á undan tækni-
búnaði til að taka á móti sjón-
varpssendingum frá gervihnött-
um. Gera þeir sér vonir um,
að tíu ára afmælis sjónvarps-
ins, 30. september 1976 verði
minnzt með upphafi reglulegra
litsjónvarpssendinga hérlendis.
Ákvarðanir um þessi mál eru
þó stjórnmálalegs eðlis og ekki
er vit.að, hvernig Alþingi og
aðrir ráðamenn bregðast við
hugmyndinni. Litsjónvarp
myndi kalla á talsverða fjár-
festingu í nýjum útbúnaði hjá
sjónvarpinu en þó langtum
meiri hjá almenningi, sem yrði
að skipta um tæki í heimahús-
um og er áætlaður kostnaður
við þau kaup á litatækjum fyr-
ir landsmenn um tveir millj-
arðar miðað við núverandi
verðlag. Má því búast við að
suma ói við þeim hugsanlega
þrýstingi, sem yrði á peninga-
stofnanir meðan umskiptin
færu fram.
BRÁTT KOMIÐ AÐ
ENDURNÝJUN.
í þessu sambandi er þó bent
á mjög mikilsverð atriði, sem
mæla með því, að sjónvarps-
sendingar í litum verði hafnar:
• Eftir örfá ár verður sjón-
varpið að endurnýja mikið af
þeim tækjakosti, sem það hef-
ur notað núna um árabil til
upptöku og útsendingar svart/
hvítrar myndar. Mjög erfitt
verður að fá ný tæki og vara-
hluti fyrir gömlu aðferðina
innan fárra ára.
• Sjónvarpstækjaverksmiðjur
hafa stórlega dregið úr frarn-
leiðslu á móttökutækjum fyrir
svart/hvíta mynd. Þær, sem
áður höfðu á boðstólum 10—12
mismunandi tegundir, fram-
leiða nú í mesta lagi tvær eða
þrjár. Meðalaldur sjónvarps-
tækis hefur verið reiknaður
7—8 ái og margir þeirra, sem
á sínum tíma fengu sér tæki
til að horfa á Keflavíkursjón-
varpið, áður en það íslenzka
tók til starfa, hafa orðið að
endurnýja. Innan nokkurra ára
má því búast við að íslending-
ar þurfi almennt að fá ný tæki
og verður þá staðið frammi
fyrir þeirri ákvörðun, hvort
kaupa • skuli svart/hvít tæki
til sjö eða átta ára eða fá
litatæki.
EINGÖNGU LITÞÆTTIR
SELJANLEGIR.
íslenzka sjónvarpið verður,
eins og aðrar sjónvarpsstöðv-
ar, að reyna að koma eigin dag-
skrárefni sínu á framfæri við
erlenda aðila til þess að hafa
af því tekjur á hinum almenna
sjónvarpsmarkaði. Svo að það
takist, er þýðingarlaust að
bjóða annað efni til sýningar
en dagskrárþætti í litum. Nú
þegar hefur sjónvarpið látið
gera nokkrar litkvikmyndir, er
seldar hafa verið til erlendra
stöðva, en sem íslenzkir áhorf
endur hafa aðeins fengið að
sjá í svart/hvítu.
TOLLTEKJUR NÆGÐU.
Fyrir nokkra milljónatugi
má gera þær nauðsynlegu
breytingar á tækjakosti ís-
lenzka sjónvarpsins, að hægt
verði að senda út litkvikmynd-
ir og þætti af litasegulböndum.
Telja forráðamenn íslenzka
sjónvarpsins þó óráðlegt að ráð
ast í breytinguna fyrr en unnt
verður að vinna allt íslenzkt
útsendingarefni í litum, inn-
lenda skemmtiþætti og frétta-
sendingar, svo að dæmi séu
tekin.
Við undirbúning að sofnun ís-
lenzka sjónvarpsins var ákveð-
ið, að af innfluttum sjónvarps-
tækjum skyldi vera 80% toll-
ur, sem rynni til uppbyggingar
endurvarpsstöðva út um land-
ið. Er nú svo komið að 98%
allra landsmanna sjá sjónvarp-
ið. Ef sama regla yrði viðhöfð
gagnvart innflutningi á litsjón-
varpstækjum myndu tolltekjur
sjónvarpsins mæta þeim kostn-
aði, sem yrði af breytingunni.
GERVIHNÖTTUR EVRÓPU-
SJÓNVARPSSTÖÐVA 1980.
Möguleikar á móttöku gervi-
hnattasendinga eru hér fyrir
hendi að því leyti til, að hægt
myndi að ná sendingum fiá
hnetti, sem er yfir miðbaug,
ef reist yrði móttökustöð, sem
kosta myndi 300 milljónir
króna. Vonir íslenzka sjón-
varpsins um móttöku slíkra
beinna sendinga frá öðrum
löndum eru aðallega bundnar
við sérstakan sjónvarpshnött,
sem Evrópusamband útvarps-
og sjónvarpsstöðva hefur í
hyggju að senda á loft, en það
verður varla fyrr en um 1980.
Þó kunna þessi mál að þróast
örar en horfur eru á núna,
því að Landssíminn mun hafa
fullan hug á að bæta sam-
band sitt við umheiminn með
sendingum um gervihnött í
stað þess að treysta eingöngu á
sæsímasambandið, sem orðið er
ófullnajgjandi.
TAPIÐ 12 MILLJÓNIR
í FYRRA.
Tap á rekstri sjónvarpsins
varð um 12 milljónir á síðasta
ári og er reiknað með að út-
koman verði enn verri í ár.
Afnotagjöld hafa ekki hækkað
nema um 27 % frá stofnun
sjónvarpsins á sama tíma og
allur tilkostnaður hefur vaxið
um 150%. Hefur sjónvarpið
farið fram á heimild til hækk-
unar afnotagjalda en hún hef-
ur ekki fengizt.
Allur tilkostnaður vegna inn-
lends sjónvarpsefnis er hér
mjög hár og má til marks um
það nefna að upptakan á leik-
ritinu í Skálholti kostaði 4
milljónir króna, þegar allt er
reiknað, laun leikara, starfs-
manna og notkunartími tækja
og upptökusalar.
FV 10 1972
15