Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 21
IViatvælaframleiðsla: Nærri 500 þús. máltíðir í mánuði IVIatvælaiðja SAS á Kastrupflugvelli útbýr mat fyrir 40 flugfélög Ófáir íslendingar hafa snætí máltíðir frá eldhúsi SAS-flug- félagsins í Kaupmannahöfn, er þeir hafa haldið flugleiðis heim frá Norðurlöndum. Fæst- ir hafa kannski velt bví fyrir sér uppi í háloftunuon, hvaðan þeir ágætu réttir væru upp- runnir, sem lágu á bökkunum fyrir framan farþegana, og því er áhugavert að líta inn hjá Matvælaiðju SAS og fræðast nokkuð um risaeldhúsið og það starf, sem þar er unnið. „Við getum matreitt svo til hvaða rétt sem yður dettur í hug“, segir Denny Pedersen, „en saird eru til ýmsir bragð- góðir réttir, sem við reynum að komast hjá að elda, vegna framleiðsluerfiðleika hjá okk- ur“. Með þessum orðum leiddi Pedersen yfirmatreiðslumaður Matvælaiðju SAS, sem jafn- framt er sagður einn bezti kokkur Norðurlanda, blaða- menn inn í eldhús flugfélags- ins á Kastrúpflugvelli, fyrir utan Kaupmannahöfn. „Til dæmis,“ sagði Pedersen, ,,er fátt eins ljúffengt og ný- reykt síld með hrárri eggja- rauðu, en það er ekki svo ein- falt að útbúa þennan rétt 1 þúsundavís og um leið að halda þeim gæðum, sem við krefj- umst.“ í eldhúsinu er mikið líf, og kokkar em á þönum fram og aftur. í loftinu má finna lykt af ýmsum gómsæt- um réttum. SKANDINAVISKUR MATUR Yfirmatsveininn segir, að SAS hafi sett mjög strangar reglur um allan þann mat, sem far- þegum flugfélagsins er boðið upp á og verður hann að vera framleiadur á skandinaviskan hátt. Á borðum eldhússins eru heilu staflarnir af flugbökkum. í sumum þeirra eru réttir eins og t. d. vesturstrandar- salad, reyktur lax, reyktur áll, kjúklingalifur eða uxatunga. Á öðrum stað má sjá hvar stórar og girnilegar nauta- steikur eru skornar niður í sneiðar og þúsundir harðsoð- inna eggja, sem verið er að skera í sneiðar. Pedersen, yfirmatsveinn, sem starfað hefur hjá SAS í 20 ár, segir að Matvælaiðja SAS hafi verið stofnsett sem sár- stakt dótturfyrirtæki flugfé- lagsins árið 1961, til þess ein- göngu að sjá um að búa til ,,flugvélamat“ á Kastrúpflug- velli. Nú hefur starfsemin breytzt mikið og ýmsar þjón- ustugrelnar hafa bætzt við. MATUS FYRIR 40 FLUG- FÉLÖG Matvælaiðja SAS framleiðir „flugvélamat11 fyrir 40 flug- félög og hefur aðalstöðvar sín- ar á Kastrúpflugvelli, en auk þess eldhús á 11 flugvöllum í Ósló, Bergen, Billund, Stokk- hólmi, Malmö, Dússeldorf, Yíirmatreiðslumaður SAS-eldhússins á Kastrup-flugvelli sýnii kjötréttinn, sem framreiddur er á fyrsta farrými í risaþotum SAS á Atlantshafsleiðinni. FV 10 1972 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.