Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 11
Virkjun á IMesjavöllum
óþörf næstu 10 ár?
Búizt viö miklu vatnsmagni á Reykjum
og ■ Mosfellsdal
Hitaveita Reykjavíkur mun
að Iíkindum fá nægilegt vatns-
magn frá Reykjum og úr Mos-
fellsdal næstu 10 árin að
minnsta kosti, þannig að ekki
verður nauðsynlegt að ráðast í
virkjunarframkvæmdir á jarð-
hitasvæði við Nesjavelli í
Grafningi eins snemma og
áætlað hafði verið.
Gert hafði verið ráð fyrir,
að hefja þyrfti virkjunarfram-
kvæmdir á Nesjavöllum á
tímabilinu 1973-74, svo að
þörfum Hitaveitunnar yrði
mætt. Aftur á móti hefur mik-
ið vatnsmagn fengizt með bor-
unum á gamla hitaveitusvæð-
inu að Reykjum og áformað
er að bora ennfremur í Mos-
fellsdal. Vonast forráðamenn
Hitaveitu Reykjavíkur til þess,
að með þeirri viðbót fáist alls
4000 tonn af heitu vatni á
klukkustund, eða um fjórfalt
magn miðað við það, sem
gamla Reykjaveitan gaf af sér.
BORÁÐAR 12 HOLUR
Á Reykjum var aftur byrj-
að að bora eftir vatni árið 1970
og hefur verið haldið áfram
fram á þetta ár. Hafa nú ver-
ið boraðar 12 holur og verða
að minnsta kosti 11 þeirra
virkjaðar. Að meðaltali er
rennslið um 150 tonn á klukku-
stund úr hverri holu og vatn-
ið 80-84 stiga heitt. Er búizt
við, að þarna verði alls 30-40
holur, þegar framkvæmdunum,
sem nú eru áætlaðar, verður
endanlega lokið. Mun borun-
um verða baldið áfram á
Reykjum, á gamla jarðhita-
svæðinu, næsta ár, en síðan
farið í MosfelJsdalinn.
SAMNINGAR VIÐ
NÁGRANNASVEITAR-
FÉLÖG
Af þessum ástæðum er tal-
ið líklegt, að aðgerðum við
Nesjavelli verði frestað í 10
ár, en þó fer það að sjálfsögðu
eftir því, hver byggðarvöxtur
verður í Reykjavík og hvort
nágrannasveitarfélög Reykja-
víkur verða tekin inn á hita-
veitukerfið. Núna hafa verið
gerðir samningar við Kópavog
um lagningu hitaveitu þar í
bæ og sölu á vatni, sem Hita-
veita Reykjavíkur mun hvort
tveggja annast. Fleiri bæjar-
félög hafa í hyggju að gera
sams konar samninga.
Verzlanadauöi í Siglufiröi:
Húsnæðisverð aðeins 20 % af því
sem gerist á höfuðborgarsvæðinu
Segja má, að verzlanadauði
hafi herjað í Siglufirði að und-
anförnu og eru sumir eigcndur
þeirra fáu verzlana, sem eftir
eru á staðnum að hugsa um
að Ioka.
Meðan síldarárin góðu þekkt-
ust enn í Siglufirði var svo að
segja verzlun í hverju húsi í
Aðalgötu, en þær eru nú ör-
fáar eftir. Fólksflóttinn úr
bænum hefur átt sinn þátt í
þessari neikvæðu þróun, en nú
eru íbúar Siglufjarðar rétt
rúmlega 2000 talsins, en voru
3300 þegar flest var, árið 1946.
20% AF HÖFUÐBORGAR-
VERÐLAGI
Verzlunarh úsnæði stendur nú
víða autt í Siglufirði eins og
meðfylgjandi mynd sýnir. Er
verðlag á húsnæði í bænum að-
Svona er víða umhorfs í Siglu-
firði. Þetta er eitt af verzlunar-
húsunum við Aðalgötu.
eins um einn fimmti af því,
sem gerist í Reykjavík og ná-
grenni og á þetta einnig við
um íbúðarhúsnæði.
EINBÝLISHÚS FYRIR
1,2 MILLJ.
Um þessar mundir er hægt
að fá ódýrar íbúðir í Siglufirði
á sama tíma sem við mikil hús-
næðisvandamál er að glíma á
höfuðborgarsvæðinu og í öðr-
um kaupstöðum úti um land-
ið. Hins vegar hefur atvinna
í Siglufirði verið nokkuð ó-
trygg og svo til eingöngu
byggzt á fiskvinnslunni. Þó
vantar þar fólk í vinnu sem
stendur. Húsnæði er nóg á
staðnum og til dæmis um verð-
lag á íbúðarhúsnæði má nefna,
að fyrir skömmu var nýtt ein-
býlishús þar selt fullbúið fyr-
ir 1,2 milljónir.
FV 10 1972
11