Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 25
Stóriðja:
Sementsveldi IMorðmanna
Stóraukinn útflutningur
Á undanförnum árum hefur
eftirspurn eftir norsku sementi
á alþjóðamarkaði aukizt svo,
að allar norsku sementsverk-
smiðjurnar eru látnar ganga
með 100 prósent nýtingu, en
það dugir ekki til, segir í
fréttahréfi norska útflutnings-
ráðsins. Ástandið í þessum efn-
um er slíkt, að norskir sem-
entsframleiðendur hafna öllum
pöntunum frá nýjum viðskipta-
vinum, og afgreiða aðeins ti!
fastra viðskiptavina á ákveðn-
um markaðssvæðum. Á fimm
árum, hefur útflutningur Nor-
egs á sementi aukizt 2Va sinn-
um, en á sama tíma hefur
viðskiptalöndunum verið fækk-
að úr tíu í fjögur.
Norðmenn eru stærstu sern-
entsútflytjendur í Vestur-Ev-
rópu til viðskiptalanda utan
álfunnar. Heildarframleiðsla
sements í Noregi á ári er um
2,7 milij. lesta, en af því
magni selst 1,5 millj. á innan-
landsmarkaði. Sementsnotkun
Norðmanna nemur um 400 kg.
á hvern landsmann, en það er
meira magn, en til dæmis í
Bretlandi og Bandaríkjunum.
Á hálfri öld hafa Norðmenn
aukið sementsframleiðslu sína
tífalt.
Árið 1971, nam útflutningur
sements 1,2 millj. lesta og sölu-
verðið var 1.490.000.000 ísl. kr.,
auk þess seldu þeir sements-
poka og ýmislegt fleira fyrir
nokkrar millj. til viðbótar til
sementsverksmiðja í Vestur-
Afríku, sem starfa í samvinnu
við norsku framleiðendurna.
HAGKVÆMIR FLUTNINGAR
ERU LYKILLINN AÐ
ÁRAN GRINUM.
Árangur Norðmanna á þessu
sviði byggist á þrotlausu starfi
á löngu tímabili. Það eru að-
eins þrjár sementsverksmiðjur
starfandi í Noregi, en þær hafa
verið sameinaðar undir eitt fé
lag, sem heitir Norcem A/C og
er það eitt af hinum „tíu
stóru“ iðnfyrirtækjum Noregs.
Starfsmenn verksmiðjanna eru
um 3000 talsins; þar af starfa
1400 við framleiðsluna. Heild-
arveltan er um 8,8 milljarðar
ísl. króna.
Sement er tiltölulega ódýrt,
en fyrirferðarmikið hráefni og
af þeim sökum er mikið atriði,
að halda niðri flutningskostn-
aði þess, til þess að söluverð-
ið sé samkeppnishæft á al-
þjóðamarkaði. Norcem hefur
lagt ríka áherzlu á að geta
boðið viðskiptavinum sínum
upp á einfalda og um leið hag-
kvæma flutninga. Farmskip
flytja að öllu jöfnu talsvert
meira magn til Evrópu, en frá
henni. Þetta leiðir til þess, að
mörg stór farmskip sigla oft
hálftóm frá Evrópuhöfnum til
annarra heimsálfa. Útgerðarfé-
lög keppast um að undirbjóða
flutningskostnað á vörum, eins
og til dæmis sementi, frekar
en að láta skip sigla með verð-
lausa „ballest“.
19 NORSK SEMENTSSKIP
f FÖRUM.
Norcem hefur náð mjög góð-
um samningum við norsk út-
gerðarfélög, og vegna vaxandi
sementsútflutnings hafa um-
rædd félög látið smíða sérstök
skip í þessum tilgangi. Nú eru
19 slík skip í siglingum um
heimshöfin — þau flytja sem-
ent laust í lestunum aðra leið-
ina, en taka annað hráefni til
baka.
Norskir skipaeigendur hafa
samið við pólskar skipasmíða-
stöðvar um að smíða 13 „syst-
urskip“ til viðbótar, sem verða
27.000 lestir. Skipin verða öll
afhent fyrir lok ársins 1973.
Umrædd skip eru útbúin með
sérstökum lestar'hólfum, sem
eru styrkt til sementsflutninga.
Skipin geta lestað og losað við
hvaða aðstæður sem er; lestun
tekur aðeins 2 daga, en upp-
skipun í New York og Ghana,
sem eru aðalviðkomustaðirnii,
tekur 5 daga og nota skipin
eigin krana í þeim tilgangi.
Þessi hraða lestun og losun
hefur stórlækkað flutnings-
kostnaðinn.
Þessi mynd var tekin í höfninni í New York, þegar norska
sementsflutningaskipið Finship kom með farm frá Noregi til
dreifingarstöðvar NORCEM í Queens-hverfi í New York.
FV 10 1972
25