Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 10
Óánægju gætir hjá forráða- mönnum Landhelgisgæzlunnar vegna meðferðar Stjórnarráðs- ins á málum hennar þessar vikurnai. Verða allar aðgerðir hennar að hljóta samþykki raðherra áður en látið er til skarar skríða gegn landhelgis- brjótum. Þannig beið varð- skip í fimm klukkutíma ekki ahs fyrir löngu úti á miðun um eftir því að fá heimild til að klippa á víra hjá einum togaranum. Sú heimild fékkst ekki en öðru varðskipi var á sama tíma leyft að klippa á öðru veiðisvæði og hefur þessi úthlutun klippileyfa þegar valdið nokkurri öfund og af- brýðisemi meðal áhafna hjá Landhelgisgæzlunni, sem telja illa með sig farið, og staðhæfa að ekkert hefði verið því til fyrirstöðu að koma með 100 landhelgisbrjóta til hafnar nú þegar, ef æðstu yfirvöld hefðu leyft það! 7 ; ? i ? Til hefur staðið að skipta um framkvæmdastjóra hjá dag- blaðinu Tímanum. Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi, sagði upp framkvæmdastjóra- stöðunni og stóð til að Gunnar Hilmarsson, yfirmaður farbók- unardeildar Flugfélags íslands tæki við. Starfið hjá Tímanum mun hins vegar ekki þykja girnilegt, því að tapreksturinn er botnlaus, svo að enginn neitt ráðið. Sumir spá 5 millj- ón króna rekstrarhalla. á árinu. króna rekstrarhalla á árinu. ? ! ? ! ? Auglýsingastofurnar hafa reynt að fá forráðamenn út- varpsins til að breyta fyrir- komulagi útvarpsauglýsinga, sem er orðið úr sér gengið og samrýmist engan veginn kröf- um tímans. Gera menn sér vonir um að einhverjar breyt- ingar verði gerðar, þannig að auglýsendur fái meiri ráðstöf- unarrétt yfir auglýsingatíma og þurfi ekki nauðsynlega að láta þuli útvarpsins lesa boð- skap sinn í tilkynningaformi. Búizt er við hækkuðu auglýs- ingaverði, ef þessi breyting fæst í gegn. ? ; ? ; ? Framkvæmdastofnun ríkisins er sezt að í húsi við Rauðarár- stíginn í Reykjavík. Er þetta hús nefnt FALSHÚSIÐ manna á meðal, og þykir sumum gárungunum vel við eiga, því að þetta lýsi einkar vel þeirri iðju, sem þarna er stunduð og innifeli Iíka nafn húseig- andans, sem er bílaleigan Fal- ur. ? ! ? ! ? Tollgæzlan stendur oft frammi fyrir miklurn vanda í sambandi við innflutning á svokölluðum klámritum frá út- löndum. Er í mörgum tilfell- um leitað úrskurðar sakadóms í málum af þessu tagi. Megin- regian mun samt vera sú, að menn geta fengið send í pósti klámblöð frá útlöndum ef sýni- lega er ekki um innflutning til endursölu að ræða. Þó byggist þetta eitthvað á mati einstakra tollgæziumanna og munu sum ir setj i myndir umsvifalaust á svarta iistann, ef á þeim eru tveir naktir einstaklingar eða fleiri af báðum kynjum. ? ! ? ! ? Togaraeigendur eru rnjög uggandi vegna ákvörðunar sam gönguráðherra um hafnbann á fiskiskip og eftirlitsskip Vest- ur—Þjóðverja og Breta. Ástæð- an er sú, að ísfisksala x Vest- ur—Þýzkalandi stendur nú sem hæst og búast íslenzkir togaraeigendur við löndunar- banni hjá Þjóðverjum, sem mótleik gegn hafnbanninu á íslandi. Annars þykja allmörg atriði þessa máls óljós: í fyrsta lagi, hvort tilmæli ráðherra.ns hafi verið send til allra hafna- stjórna á landinu og í öðru lagi, hvernig bregðast skuli við, þegar skipstjóri, sem aldrei hefur brotið af sér í 50 mílna landhelginni, þarf að leita til hafnar. Munu þess vera dæmi, að vestur—þýzkir skipstjórar hafi mjög ákveðið lýst því yfir, að þeir muni virða íslenzku landhelgina, og staðið við það til bessa.. ? ! ? ! ? Fyrii’ nokkru héldu útvarps- menn mikið hóf til 'heiðurs Axel Thorsteinssyni, frétta manni, en hann var að iáta af störfum hjá útvarpinu eftir margra áratuga þjónustu við stofnunina og vann hann jafn- an að undirbúningi morgun- fréttanna áður en aðrir voru komnir á fætur. Morguninn eftir þessa miklu hátíð, þar sem hinn árrisuli, gamli forkur var kvaddur, var víst enginn mættur til að undirbúa morg- unfréttir útvarpsins og þurfti þulur að grípa til þess góða ráðs að lesa fréttirnar beint úr dagblöðunum! ? ! ? ! ? Tilmæli Magnúsar Kjartans- sonar og Lúðvíks Jósefssonar til kaupsýslumanna um að þeir beini viðskiptum sínum frá Bretlandi hafa mælzt illa fyrir. TeJja menn fráleitt að flokka aðgerðir verkalýðsforystunnar í Bretlandi undir „hafnbann“ eins og um tilskipun stjórn- valda væri að ræða. Þó að heitt sé í kolunum milli íslendinga og Breta um sinn finnst innflytjendum ekki ástæða til að rjúfa áratuga gömul viðskiptasambönd sín við Breta. 10 FV 10 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.