Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 44
Ármannsfell h.f., Grettisgötu 56. Guðmundur Ármannsson, framkvæmdastjóri, sagði að fé- lagið hefði með höndum tvö stór verkefni; það fyrra væri bygging Fellaskóla í Breiðholti, sem er stærsta skólabygging landsins, eða um 34 þúsund teningsmetrar. Byggingartími fyrsta éfanga var 7 mánuðir og lauk honm 1. október s.l., en verkinu á að vera fulllokið i sept. 1975. Seinna verkið er bygging Hjúkrunarheimilis við Grensásveg, sem er í tengslum við Borgarsjúkrahúsið og er áætlað að verkinu ljúki í okt.- nóv. Starfsmenn Ármannsfells eru 70—100. Ástvaldur Jónsson s.f., Stiga- hlíð 37. Stærsta verkefni Ást- valds Jónssonar, rafvirkja- meistara, eru raflagnir í hið stóra vörugeymslu- og skrif- stofuhús við Kleppsgarða í Sundahöfn, en það er 270 m. á lengd. Félagið, sem á húsið, heitir Heild h.f., en eigendur þess eru um 20 innflytjendur, sem verða með alla starfsemi sína þar. Ástvaldur tjáði FV að húsið yrði fokhelt á árinu. Þá er mikið að gera hjá fyrir- tækinu við viðhalds- og raf- lagnavinnu. Starfsmenn: 3—4. Björgun h.f., Vatnagörðum. Helztu verkefnin eru að dæla af hafsbotni byggingarefni fyr- ir Sementsverksmiðjuna og byggjendur á Reykjavíkur- svæðinu, sagði Kristinn Guð- brandsson, forstjóri. Árlega dælir sandskipið Sandey um 200—300.000 kúbikmetrum af byggingarefni af hafsbotni og flytur til lands. Annað stór- verkið er að fullgera nýtt at- hafnasvæði fyrir Björgun h.f. á Sævarhöfða 13. Þar verður hús fyrir byggingarefni og af- greiðslu, uppskipunarbryggja, og svæði til fullkomnari flokk- unar á efni. Starfsmenn: 30— 40. Breiðholt h.f., Lágmúla 9. Helzta verkefnið er bygging íbúða fyrir Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar í Breiðholti, 4. og 5. áfangi. Fjórða áfanga lýkur fyrir áramót, en það eru 160 íbúðir. Fyrstu íbúðum 5. áfanga á að skila um miðjan febrúar ‘73, en alls verður lok- ið við 200 íbúðir á n.k. 2 ár- um. Þá er Breiðholt h.f. að byggja og selja íbúðir í Æsu- felli, sagði Sigurður Jónsson, skrifstofustjóri, og eru það alls 84 íbúðir. Hafin verður bygg- ing 2ja fjölbýlishúsa við Kríu- hóla í október; alls 100 íbúðir og á verkinu að ljúka um ára- mót ’73—’74, en þá hefur Breiðholt h.f. byggt alls 800 íbúðir frá byrjun. Starfsmenn: 160—180. Brún h.f., Suðurlandsbraut 10. Stærsta verkið um þessar mundir er bygging hluta af hitaveitustokki frá Reykjum í Mosfellssveit til Reykjavíkur. Fyrsti áfangi verksins er um 6 km. og á að vera fulllokið 1. júlí 1973, en seinni áfang- inn er um 4 km. og á að ljúka 1. júlí 1974, sagði Tómas Sveinsson, skrifstofustjóri. í Kópavogi er verið að gera jarðgöng fyrir fótgangandi und ir Reykjanesbraut, við land- brúna. Ýmis fleiri verk eru einnig á dagskrá. Starfsmenn: 50—60. Bræðurnir Ormsson h.f., Lág- ■múla 9. Fyrirtækið er að ljúka við endanlegar raflagnir í stækkun Álverksmiðjunnar í Straumsvík. Þá er verið að' Ijúka við lagningu háspennu- línu í Búrfellsvirkjun, sem er um 100 km. löng á 257 möstr- um. Verkið er unnið í samráði við British Insulated Callend- ers Cable Ltd., og á að ljúka þann 1. des. 1972, sagði Karl Eiríksson, forstjóri. Minni verk; uppsetning á lyftum í 6—8 stórbyggingum, raflagnir í Sundaskála Eimskips, malbik- unarstöð borgarinnar, Hjúkrun- arheimili Reykjavíkur og hið nýja hús Rafveitu Reykjavík- ur. Flest verkin eru langt kom- in. Starfsmenn: 200—300. Byggingamiðstöðin h.f., Auð- brekku 55, Kópavogi. Stærsta verkið er bygging tveggja há- blokka við Þverbrekku þar í bæ. Húsin eru 8 og 10 hæða, sagði Guttormur Sigurbjörns- son, framkvæmdastjóri, og fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar fyrir áramót, en verkinu verð- ur lokið um mitt næsta ár. Fyrirtækið er í samvinnu við þrjú önnur fyrirtæki í Kópa- vogi í félagi sem heitir Mið- bæjarframkvæmdir s.f., sem ætlar að reisa tvær háblokkir og verzlunarhúsnæði í hinum nýja rniðbæ Kópavogs. Starfs- menn: 25—60. Halldór Guðmundsson h.f., Strandgötu 25, Hafnarfirði. Halldór Guðmundsson tjáði FV, að ekkert stórverkefni hefði verið unnið þetta árið, en helztu verkefnin eru smíði í- búðarhúsnæðis í Hafnarfirði og vinna við frystihúsið í Grinda- vík. Starfsmenn: 5—6. Hlaðbær h.f., Síðumúla 21. Aðalverkefni Hlaðbæjar h.f. i sumar var gatnagerð í Efsta- landshverfi í Kópavogi, í sam- vinnu við Véltækni h.f., að sögn Gunnars Magnússonar, skrifstofustjóra, og ennfremur íþróttavöllur í Selási. Þá er nýlokið við samninga um fram- kvæmdir við íþróttaleikvöll í Kópavogi, einnig með Vél- tækni. Verið er að ljúka samn- ingum um íþróttamannvirki 1 Laugardal, fyrir borgina. Hlað- bær er hluti af verktakafyrir- tækinu Þórisósi h.f., og tekur þátt í öllum framkvæmdum þess. Starfsmenn: 50—60. Hlaðprýði, Álftamýri 2. Valdimar Jóhannsson sagði FV að Hlaðprýði hefði haft mörg verkefni á árinu, en ekkert þeirra mjög stórt. Mest væri að gera við gerð heimkeyrslna við hús og byggingar; þar á meðal fyrir Mjólkursamsöluna, olíufélögin, Hitaveituna o. fl. Starfsmenn voru 30 í sumar. ístak h.f., Suðurlandsbraut 6. í sumar hefur verið unnið við vegalagningu frá Rauðavatni að Lögbergi og frá Hveradöl- um yfir í Kamba. eða samtals um 20 km. vegalengd. Akstur verður leyfður á nýju köflun- um í lok október, en verkinu á að ljúka á næsta ári. Istak hefur annazt fram- kvæmdir við Vatnsfellsveitu, sem er vatnsmiðlunarmann- virki við Þórisós, sagði Páll Sigurjónsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri. Nýlokið er byggingu á húsi Rafveitu Reykjavíkur við Ármúla, sem fékk fegurðarverðlaun í sumar. Unnið er við jarðgöng í gegn- um Oddskarð, byggingu dósa- verksmiðju í Kópavogi og smíði ibúðarhúss fyrir hinn heimskunna listamann, Vladi- mir Azkenasy í Reykjavík. Starfsmenn: 210. Jarðvinnslan s.f., Síðumúla 25. Pálmi Friðriksson, fram- kvæmdastjóri, sagði, að starf- semin byggðist aðallega á þungavinnuvélaleigu, og að engin stórverk hefðu verið unn in á árinu, en mikið væri af smærri verkefnum fyrir ein- 44 FV 10 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.