Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 19
Mjög miklir erfiðleikar hafa verið í efnahagslífi Breta að undanförnu. Verðbólgan hefur magnazt, kaupkröfur verka- manna hafa orðið meiri og meiri og verðlag á nauðsynjum hækkað. Astandið í verkalýðsfélögunum hefur reynzt ríkis- stjórninni erfitt. Fámennir hópar öfgamanna hafa tekið við forystunni í sumum jieirra og hvatt til aðgerða eins og verkfalls hafnarverkamanna í sumar. Þessir sömu foringjar voru þá nýkomnir úr fangelsi, þar sem þeir sátu inni fyrir brot á ákvæðum vinnumálalöggjafarinnar. Verkalýðsfor- ystan sagð'ist ekki myndu fara að þeim lögum, „sem hún gæti ekki fellt sig við“. Fangarnir voru látnir lausir, en ríkisstjórn Heaths varð að taka vinnumálalöggjöfina til endurskoðunar, þó að efni hennar hefði verið eitt af helztu málunum, sem kjósendur greiddu atkvæði um í þingkosn- ingum 1970. ríkisstjórnina til að leggja nýju tillögurnar fram. Hún hafði neitað að hafa slík afskipti af kaupgjaldsmálunum allt frá því að hún tók við völdum í júní 1970. Sem stendur hækkar verðlag í Bretlandi að meðaltali um 7.8% á ári, samanborið við 5.4 % í fyrra. Kaupgjaldið hækkar um 14% á ári og horfur eru á enn örari hækkun þess. Atvinnuleysi hefur aldrei verið jafnmikið í 30 ár. Yfir Bretland hafa dunið mjög al- varlegar vinnudeilur, sem jafn- ast aöbins á við allsherjarverk- fallið 1926. Brezka stjórnin er nú knúin til að grípa í taumana vegna þess, að fyrri tilraunir til að hafa stjórn á verðbólgu hafa mistekizt og ennfremur er fyr- irsjáanlegt, að framfærslu- kostnaður muni hækka svo um munar næstu 12 mánuði. Um áramótin ganga Bretar í Efnahagsbandalag Evrópu. Um leið hækkar verðlag á matvöru sennilega. Þá leiðir nýr virðis- aukaskattur, sem lagður verður á næsta vor, einnig til verð- hækkana. Önnur ástæða: Fjármálasér- fræðingarnir segja að sterlings- pundið skuli skráð á föstu gengi áður en Bretland geng- ur í Efnahagsbandalagið. Ef ekki væri gripið til ráðstafana til að stöðva verðbólgu, telja þeir erfiðleikum bundið að finna raunhæft gengi pundsins. MIKLAR LAUNAKRÖFUR. Mest aðkallandi er þó að finna svör við kröfum 2,7 milljón verkamanna um hærri laun. Sumar þeirra ganga út á allt að 60% kauphækkun og verkföllum er hótað um jóla- leytið verði ekki búið að finna lausn á málunum fyrir þann tíma. Þess vegna reynir Heath- stjórnin nú til þrautar að fá stuðning verkalýðsforustunnar við frjálst samkomulag um bindingu verðlags og kaup- gjalds. Ef ekki verður unnt að fá þá niðurstöðu með frjálsu samkomulagi aðila þykir ein- sýnt, að grípa verði til lög- gjafar. Verði áætlun ríkis- stjórnarinnar aftur á móti ofan á gera sérfræðingar ráð fyriv að aðgerðirnar myndu draga úr verðbólgunni um 7% á næsta ári. Ýmsar blikur eru nú á lofti og þykir ljóst að ekki verði hjá verðhækkunum komizt i ýmsum framleiðslugreinum vegna kostnaðarauka. Launa- hækkanir hafa orðið verulegar að udanförnu og verkalýðs- félögin gera meiri kröfur. Á seinna árshelmingi 1971 kröfð- ust verkalýðsfélögin 20 % kauphækkunar að meðaltali en nú hækka þessar tölur stöðugt. TAPAÐIR VINNUDAGAR 70% FLEIRI EN í FYRRA. Sem dæmi má nefna, að 110.000 rafstöðvastarfsmenn fara fram á 40% hækkun og sama gera 900.000 verkamenn ýmissa bæjar- og sveitarfélaga. Um 300.000 vikapiltar á sveita- býlum vilja 60% kaup'hækkun og starfsmenn Ford-bílaverk- smiðjanna brezku krefjast 50% hækkunar. Órói á vinnumarkaðinum hefur aldrei verið meiri í 46 ár. Á fyrstu átta mánuð- um ársins fóru fleiri vinnudag- ar til spillis vegna verkfalla en á nokkru heilu ári síðan 1926. Það sem af er þessu ári hafa þannig 70% fleiri vinnu dagar en á öllu árinu í fyrra. Ýmsar ástæður eru tilgreind- ar til skýringar á þessum á- tökum. Ein er andstaðan gegn vinnumálalöggjöfinni nýju. Þá er líka áberandi, hvað komm- únistar hafa í vaxandi mæii stundað undirróðursstarfsemi sína í sumum félögunum og tekið þar forystu. Enn ein ástæða: Félögin hafa náð umtalsverðum árangri í mótstöðu sinni við launamálastefnu stjóxmarinnar síðustu átján mánuði. Aðeins póstmannasambandið hefur beðið ósigur í tilraunum sínum til að standa gegn hinni opin- beru stefnu um að halda kaup- hækkunum í skefjum. FV 10 1972 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.