Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 18
TOYOTA SETT SAMAN Á N—JÓTLANDI? Atvinnumálaráð Norður-Jót- lands var á söluferð í Japan í júní og athugaði sérstaklega, hvort unnt reyndist að fá ann- aðhvort bilafyrirtækið Toyota eða Nissan til að setja upp samsetningarverksmiðju á Norður-J ótlandi. ,,í fyrstu voru svörin Japan anna ekki sérlega uppörvandi,“ segir einn af talsmönnum dönsku viðræðunefndarinnar. „Þeir bentu á, að þegar hefði verið tekin ákvörðun um slíka samsetningarverksmiðju í ír- landi. Það verður aftur á móti fremur lítil verksmiðja, sem einkanlega á að framleiða fyrir írska og brezka markaðinn. Það á aðeins að setja saman eina bílategund í verksmiðj- unni á írlandi og ég tel, að Japanir hafi ekki ákveðið, hvar sú hin stóra verksmiðja, sem framleiða á fyrir allan Evrópu- markaðinn, verður staðsett. Þess vegna kemur Danmörk vel til greina ennþá,“ sagði talsmaðurinn. JAPANIR AUKA FJÁR- FESTINGU ERLENDIS. Eftir ákvörðunina um aðiid Dana að EBE hafa Japanir sett fram mjög ákveðin skil- yrði fyrir hugsanlegri staðsetn- ingu bílaverksmiðjunnar í Dan- möi'ku — sem sé, að frá henni verði hægt að flytja bíla inn til allra Efnahagsbandalags- landanna. Tilraunir Japana til að grynnka dálítið á gjaldeyr- isforða sínum og þar með draga úr hættunni á nýrri gengisbreytingu yensins, munu á næstunni birtast í hinum ýmsu myndum. Meðal annars er það yfirlýst stefna japönsku stjórnarinnar að hvetja til fjár- festingar erlendis og er nú ver- ið að ryðja úr vegi hömlum, sem á því hafa verið, að menn gætu komið slíkri fjárfestingu í kring. Er þetta gert samtímis þvi, að erlendum aðilum er gert auðveldara að fjárfesta í Japan. Ferð japönsku sendinefndar- innar til Evrópu nú fyrir skemmstu var fyrst og fremst skipulögð með það fyrir augum að hrinda fjárfestingaráform- um erlendis í framkvæmd. Dönsk yfirvöld binda vonir við þessa heimsókn. Erfiðleikar hjá Heath: Enn nýjar efnahagsaðgerðir í Bretlandi Tilraunir til að halda verð- bólgunni niðri í Bretlandi á síðustu tveimur árum hafa mis- tekizt. Enn reyna Bretar, og nú með nýrri áætlun um að halda verðlags- og kaupgjalds- þróuninni í skefjum. Verðbólguþróun, sem komin er á hættustig, veldur því, að brezka ríkisstjórnin hefur gert áætlun til langs tíma um hemil á kaupgjalds- og verðlagsþró- uninni. Meginþættir þessarar nýju stefnu Edwards Heath og stjórnar hans eru þessir: © Vikulaun eiga ekki að hækka meira en sem nemur 430 kr. ísl. á ári. Aðeins ein hækkun verður heimiluð á hverju tólf mánaða tímabili. © Verðhækkanir í verzlunum eiga að takmarkast við 5% á næstu 12 mánuðum. Verð- hækkunum framleiðenda á að halda niðri við 4% markið. • Samningar við launþega munu gera ráð fyrir heimild til að leggja sem nemur 132 krónum á viku við laungreiðsl- ur í heilt ár til þess að mæta hækkuðu verðlagi. Þessi verð- lagsuppbót kemur þó ekki til framkvæmda fyrr en verð- lagið hefur hækkað um meira en 6%. 9 Kaupgjalds- og verðlags- stjórnum verður komið á til að hata með höndum eftirlit á þessum sviðum. Þó munu þær ekki hafa umboð til að hegna mönnum fyrir meint brot. VERKALÝÐSLEIÐTOGAR HÖFNUÐU. Brezkir verkalýðsforingjar féllust á að ræða þessa áætlun við fulltrúa ríkisstjórnar Heaths. Þeir höfnuðu fyrstu drögum áætlunarinnar á þeim forsendum að þau gerðu ekki ráð fyrir jafnmikilli launa- hækkun og þeir óskuðu eftir. I tvö ár hefur brezka stjórn- in reynt að lækna verðbólguna með samvinnu við verkalýð- inn og framleiðslufyrirtækin á frjálsum grundvelli. Atvinnu- rekendur reyndu að halda verðlagi í skefjum en hið sama gerðist ekki hvað kaupgjaldið áhrærði. Einn veigamesti hluti þess- arar áætlunar, og sá, sem allt veltur raunar á, er yfirlýsing stjórnarinnar um að hún muni stuðla að aukningu hagvaxtar- ins um 5% á ári. Þannig hefur núverandi rík- isstjórn sett sér það mark, andstætt því, sem fyrri stjórn- ir gerðu, að koma við kaup- gjalds- og verðlagshömlum á sama tíma og hún ætlar að reyna að örva allt efnahagslíf þjóðarinnar. Svo lítur út sem hún sé reiðubúin að lækka gengi sterlingspundsins e£ nauðsyn krefur. Með framkvæmd þessarar tvíþættu stefnu telja sérfræð- ingar, að brezka stjórnin fái tækifæri til að hægja á verð- bólguhjólinu en stuðla jafn- framt að bættum lífskjörum meðal landslýðsins almennt, án þess að beitt sé beinni laga- setningu um frystingu kaup- gjalds og verðlags. Það er hagvaxtaratriðið, sem sennilega er hvað athyglisverð- ast í þeim tillögum, er áætlun- in felur í sér, og getur að lok- um orðið til þess að hvorir tveggja, verkalýðssamböndin og atvinnurekendur, lýsi yfir stuðningi sínum við áformin. Það var hættan á stanz- lausri óðaverðbólgu, sem knúði 18 FV 10 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.