Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 37
Er athugun sálfræðinganna var komin vel á veg, komust þeir að því, sér til undrunar, að framleiðni jókst ekki að- eins í þeim hópum, sem til- raunirnar voru gerðar á, held- ur einnig í viðmiðunarhópun- um, þar sem engar breyting- ar voru gerðar á ytra um- hverfi. I lok tilraunarinnar voru tilraunahóparnir látnir vinna við sömu ytri skilyrði og ríkt höfðu í upphafi rannsóknanna og kom þá í ljós, að afköst voru 25% meiri en þá hafði verið. SÁLRÆN ÖFL Af þessu varð ljóst, að rann- sóknaraðferðir tæknimannanna einar dugðu ekki til að útskýra afkastaaukninguna. Skýringin, sem sett var fram, var sú, að sálræn öfl, algjörlega óháð hin- um ytri skilyrðum á vinnu- stað, hefðu haft áhrif á afköst starfsmannanna og framleiðsl- an aukizt vegna breyttrar að- stöðu starfsmannanna til starfs- ins og vinnufélaganna. Með því að leitað var eftir aðstoð og samstarfi starfsmannanna við þessar rannsóknir, fannst þeim að þeir hefðu hlutverki að gegna við lausn þessa vanda- máls. Starfsmaðurinn var orð- inn þátttakandi, sem máli skipti. Annað, sem þarna hafði áhrif var, að með því að starfs- mennirnir voru látnir vinna í 6 manna hópum við tilraunina, þar sem þeim var veitt athygli og þeir fylgdust náið með hver öðrum, varð hið ópersónulega fyrirtæki persónulegt. Mayo benti á, að fyrirtækið væri þjóðfélagskerfi, með hags- munahópa, fréttaslúður, óform- legt skipulag, siðvenjur og misjafniega rökræna hegðum. Afleiðingar Hawthorne-til- raunanna urðú þær, að sjónar- mið hinnar vísindalegu stjórn- unarstefnu voru véfengd. — Starfsmaðurinn var ekki að- eins hluti af vélinni, sem hann vann við, heldur margbrotin vera, með sérstakar sálrænar og persónulegar þarfir, sem kröfðust viðurkenningar og at- hygli. Síðan Hawthorne-tilraunirn- ar voru gerðar hafa þau sjón- armið, sem leggja áherzlu á mannleg samskipti verið eitt aðalviðfangsefni þeirra, sem fengizt hafa við stjórnun og rannsóknir í þágu stjórnunar- fræða. RAUNGREIN ASTEFN AN í seinni heimsstyrjöldinni var byrjað að nota ýmsar stærðfræðigreinar, sérstaklega aðgerðarrannsóknir, til lausn- ar stjórnunarvandamálum. Hagnýtt gildi þessara greina hefur síðan verið að aukast og hefur með tilkomu rafreiknis- ins orðið svo mikið og almennt, að þær eru nú taldar nauðsyn- legt aðstoðartæki hvers stjórn- anda og hafa stuðlað að því að gera stjórnunina að afmarkaðri sérgrein en hún hefur verið, þar sem allir stjórnendur þurfa að kunna nokkur skil á þess- um fræðum. Auk aðgerðarannsókna má nefna, að örvaritaáætlanir eins og CPM, PERT og fleiri, eru nú mjög almennt notaðar, og ýmis konar fjármálaútreikn- ingar og stjórnunarupplýsinga- kerfi (management information system) fyrir rafreikna hafa rutt sér til rúms í vaxandi mæli um allan heim. Þróun KJÖTFARS — BJÚGU Úrvals vörur — jafnan Heildsala, smásala: Kjötverzlunin Skjaldborg við Lindargötu, rafreiknisins er af mörgum tal- in vera einn af merkustu at- burðum tuttugustu aldarinnar og margir álíta, að áhrifum hennar megi líkja við iðnbylt- inguna miklu. Þýðing raun- greinanna fyrir stjórnunar- fræðin mun vafalítið haldast í hendur við þá þróun. Gildi raungreinanna hefur verið sérstaklega mikilvægt við að gera upp á milli val- kosta og finna þá, er veita mestan hagrænan ágóða, auk þess sem stærðfræðilíkön geta gert stjórnendum mögulegt að gera kannanir, sem yrðu óhæfi- iega kostnaðarsamar við raun- verulegar kringumstæður. Með vaxandi alþjóðavið- skiptum og samvinnu milli þjóða, hafa stjórnunarfræðin orðið alþjóðlegri og raun- greinastefnan hefur átt stóran þátt í að gefa stjórnuninni bæði vísindalegri og alþjóð- legri blæ en áður. — PYLSUR — ÁLEGG. fyrirliggjandi. BÚRFELL, Reykjavík. — Sími 19750. Sitjið rétt og keik við störf og leik! Húsfreyjan, bóndinn, \inga fólkió og börnin kunna (ill aö mcta lipran og hollan stól, stillanlcgan viö lix-fi bvcrs og cins. Margar gcröir og litir. Vinyl- cöa tau-áklæöi. Fást í fyrirfcröalitlum umbúöum, , . hcntugum til scndingar og gjafa. Auövcld samsctning cftir nákvæmum > lciðarvísi. Scndum um allt land. SUDURGÖTU ÍO.REYKJAVÍK— SÍMI 2.44-20 KJÖTIÐNÁÐARVÖRUR FV 10 1972 37

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.