Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 30
Otskipun á áli. Frá byrjun hefur ISAL borgað Eimskipafélagi Islands 350 milljónir í flutningsgjöld vegna áls og byggingar- efnis fyrir álverið. smiðjurnar úr framleiðslunni um helming. — Hvað er áætlað að fyrir- tækið velti miklu fjármagni á næsta ári og hvað gerið þið ráð fyrir að greiða mikið í Iaun? — Heildarveltan verður í kringum 3200 milljónir og laun munu nema 350 milljónum. Þá verða starfsmenn orðnir 540 með þeim 130, sem ráðnir voru í sumar vegna stækkun- arinnar. Hér höfum við tvisvar gert samninga við níu verka- lýðsfélög til tveggja ára í senn og nú er komið að endurnýjun þeirra. Samningarnir renna út 30. nóvember. í undirbúnings- skyni fyrir nýja samninga fóru menn sérstaklega utan til að safna efni í kröfugerð og árangurinn er sá, að fram eru komnar kröfur um 60—65% hækkun í launum og fríðind- um. Þetta gerist þrátt fyrir að hér er betra kaup en á almenn- um vinnumarkaði á íslandi eins og kom í ljós, þegar við gátum ráðið til okkar 130 manns í vinnu í sumar fyrir- hafnarlaust og þrátt fyrir geysilegt vinnuframboð. Auk þess hafa starfsmenn hér hærra kaup en gerist t.d. í ál- verksmiðjunum í Noregi. Svo er að sjálfsögðu ekkert tillit tekið til þess, að 300 millj. kr. tap verður á rekstrinum a þessu ári og eitthvað svipað árið 1973. — Þetta fyrirtæki hefur ver- ið ákaflega umdeilt, raunar löngu áður en það varð til. Með álsamningunum svonefnda segja sumir, að íslendingar hafi veitt erlendum „auðhring“ óeðlilega góð kjör. Nú, þegar verksmiðjan er svo risin af grunni halda hinir sömu því fram, að hún spúi eiturefnum út yfir náttúru landsins og að mönnum sé beinlínis skaðlegt að starfa í einhvers konar eit- urgufum, sem gefið er í skyn, að smjúgi inn um vit starfs- manna í þessari verksmiðju? Er ekki illt að þurfa sitja und- ir slíku ámæli? — Ég tók fyrir nokkru sam- an dæmi um aðstöðu ÍSALS vegna fullyrðinga, sem stund- um heyrast um skattfríðindi áliðjuversins. Því ei oft haldið fram bæði í ræðu og riti, að skattgreiðslur ÍSAL séu óeðlilega lágar. ÍSAL sé stórt fyrirtæki og hafi mikla veltu og ætti því að borga mun meiri skatta en raun ber vitni. Við skulum nú athuga, hvað hæft er í þessum fullyrðingum og er það bezt gert með saman- burði við önnur íslenzk fyrir tæki með sambærilega veltu eða í hliðstæðum atvinnu- rekstri, svo og með samanburði S.I.S 32291) 1 Loftleiðir h.f. . . . 2842 2 SÖRAL A/S .... 2640 3 Olíufélagið h.f. . . 1623 4 ÍSAL h.f 1542 5 Eimskip h.f 1455 6 Sementsverk. ríkis. 282 Y Kísiliðjan h.f 198 o ') Að frádeginni veltu sjávar- afurða- og landbúnaðardeilda. -) Heildarskattar að meðtöldu aðstöðugjaldi (landsútsvari) og Eins og kemur fram af töfl- unni, hefur ÍSAL greitt mest í skatta allra ofangreindra fyr- irtækja árið 1971. En þá spyrja menn ef til vill, hvernig er með greiðslur til bæjarfélagsins? Á ofangreindri töflu eru sýndir heildarskattar til ríkis og bæj- arfélaga Ef síðarnefndi hlutinn er at- hugaður sérstaklega, kemur eftirfarandi í ljós: Hafnarfjarð- arkaupstaður fær í sinn hlut 25% af framleiðslugjaldi, það er að segja sköttum, sem ÍSAL við systurfyrirtæki okkar í Noregi, SÖRAL. Eftirfarandi yfirlit sýnir veltu og skatt- greiðslur nokkurra fyrirtækja í milljónum króna fyrir árið 1971: ' skattar röð 32.32) 3 17.2-) 5 3.7 7 37.52) 2 56.2 1 17.52) 4 7.52) 6 2.22) 8 fasteignagjaldi, en án launa- skatts, tryggingargjalda, kirkju garðsgjalda o. s. frv. greiðir og fékk hann því í sinn hlut rúmar 14 milljónir króna á árinu 1971. Til samanburðar má geta þess, að heildarálagning til bæjarfélagsins samkvæmt skattskrá 1972 á þau 240 fyrir- tæki, sem skrásett eru í Hafn- arfirði, nam 16.7 milljónum króna. Þar sem ætíð verða nokkur afföll á innheimtu má telja, að greiðslur ÍSAL fyrir sama ár hafi numið svipaðri upphæð. Um heildargreiðslur velta röð 30 FV 10 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.