Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1972, Blaðsíða 9
í STUTTIJ MÁLI... § llvaft cru i’járlö"? Fj árlagafrumvarpið fyrir áriS 1973 er nú til umræðu á Alþingi. Niðurstöðutölurnar eru rösklega 20 milljarðar. Enginn gerir ráð fyrir öðru en talan eigi eftir að hækka í meðförum þingsins og munu fjárlögin nema rösklega þriöjungi þjóðartekna, þeg- ar allt kemur til alls. Þótt fjárlögin séu rædd í þinginu, mætti gjarnan stofna til umræðna um þau utan þingsins, því að erfitt er að finna í frurn- varpinu samræmda heildarstefnu í fjár- málum ríkisins. Væri t.d. ekki kjörið fyrir Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (áður Hagfræðifélagið) að efna árlega til fundar um fjárlögin og fá þá fjármálaráð- herra á sinn fund? § Eiigleiitlingai* oí* Finnar Iikii* Engin skoöanakönnun hefur verið gerð á Islandi um afstöðuna til Efnahagsbanda- lagsins. I Gallup-könnun á vegum finnska blaösins Sanomat kom í ljós, aö 19'X Finna voru á móti gerðum, en óstaöfestum, við- skiptasamning Finna við EBE, 31% voru óákveðin, en 50% meö. Hver yrði afstaða íslendinga? § Aukin sókii aft viðskiptadeild Á annað hundrað manns hófu nám í viskiptadeild Háskóla íslands á þessu hausti, sem er fjórðungsaukning frá fyrra ári. Skýringar á þessu aukna aðstreymi eru eflaust margar, en til samanburðar má geta þess, að árið 1968 innrituðust rösk- lega 40. í fyrsta lagi hefur eftirspurn ver- ið meiri en framboð undanfarin ár, sem m.a. má rekja til þess að meira er unnið að hagskýrslugerð og hagrannsóknum en áður og viðskiptafræðingar hafa gengið inn 1 störf, sem aðrir unnu áður. Mörg fyrirtæki og samtök ráða nú til sín viö- skiptafræðinga. í ööru lagi er kennsla í hagfræðigreinum orðin almennari í menntaskólum og ekki óeðlilegt, að þeir, sem komast í nánari kynni við hagfræði á því stigi, haldi áfram í viðskiptadeild. i þriðja lagi fer aðsókn 1 einni deild eitthvað eftir því, hvað erfitt er að komast í aðrar deildir og ljúka námi þar, og því, hvernig atvinnuhorfur eru í ööru námi. í fjórða lagi er orðiö dýrara að fara beint í nám erlendis en áður. I fimmta lagi getur ver- ið, að orðstír deildarinnar sé orðinn meiri og að fleiri komi til. f ilfliílinar liafa liækkaA a lieimsinarkaði Flestir málmar hafa hækkað mikið í verði á heimsmarkaöi undanfarin ár og búizt er við frekari hækkun á t.d. kopar og tini. Álmarkaðurinn hefur þó verið þungur, en þó hefur Alcoa nýlega hækkað nokkrar tegundir afurða sinna í sérstökum gæðaflokkum. En vart er búizt við nokkr- um hækkunum á áli á þessu ári sökum mikilla óseldra birgða. • i\ý logaraölil hafin Frá því hefur verið skýrt 1 fréttum, aö fyrsti skuttogarinn af þeim nýju sé kominn til landsins og margir hafa gert sér ferð niður að höfn til að skoða skipið. Þykiv mönnum sem aðstaða um borð sé öll betri en veriö hefur. Skipið mun brátt halda á veiðar, en eigendur hafa látiö í ljósi ugg um væntanlega afkomu, enda bæði til- kostnaður farið hækkandi og afli rýrnandi aö undanförnu. Reyndar munu sumir út- gerðarmenn, sem von eiga á nýjum skut- togurum, vera að velta því fyrir sér, hvort þeir eigi yfirleitt að senda skipin út við núverandi aðstæður. En til þess aö meta, hvort rétt sé aö gera skipin út þjóðhags- lega séð, verður m.a. að líta á alla vinnslu- rásina, því að hugsanlegt er að frystingin geti bætt upp taprekstur togaranna. Eins og er, virðist það hæpið, enda er þetta úrlausnarefni, sem stjórnvöld glíma viö um þessar mundir. FV 10 1972 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.