Frjáls verslun - 01.12.1972, Page 15
Island
Hallgrímskirkja:
liosiar 25 milljónir að gera
kirkjuskipið fokhelt
Flyzt biskupinn í kirkjuturninn?
Til byggingar Hallgríms-
kirkju í Reykjavík hefur verið
varið 35 milljónum króna frá
því í desember 1945 til árs-
loka 1971, en þá er ekki tekið
tillit til gildisrýmunar pen-
inga. Þó er þess að gæta, að
sjóðir voru tiltölulega litlir
framan af, en hin síðustu árin
hafa 3-5 milljónir verið fjár-
festar í hinu nýja guðshúsi ár-
lega.
Samkvæmt upplýsingum
Hermanns Þorsteinssonar,
gjaldkera kirkjubyggingar-
nefndar Hallgrímskirkju,
munu 60% af kostnaði hafa
verið greidd með frjálsum
framlögum einstaklinga og fé-
laga, 20% hafa komið frá rík-
inu og 20% úr kirkjubygginga-
sjóði Reykjavíkur.
MARGAR OG MIKLAR
GJAFIR
Meðal stærstu gjafa, sem
Hallgrímskirkju hafa borizt,
eru 4 milljónir til kaupa á
klukknaspili, sem ýmsir ein-
staklingar, félög og fyrirtæki
stóðu að. Má þar nefna m. a.
Vinnuveitendasambandið og
Múrarafélag Reykjavíkur.
Samband ísl. samvinnufélaga
gaf hins vegar þrjár aðalklukk-
urnar í turni kirkjunnar.
Kirkjubyggingasjóður
Reykjavíkurborgar var stofn-
aður 1953 með einnar milljón
króna framlagi, en að undan-
förnu hafa 500 þúsund krón-
ur runnið úr honum árlega til
þeirra kirkna, sem í byggingu
hafa verið á hverjum tíma.
Hefur Hallgrímskirkja notið
góðs af um árabil, en auk
þess gaf Reykjavíkurborg hálfa
milljón sérstaklega til kaupa
á stundaklukkum, sem settar
hafa verið á turninn. Þá hafa
gjafir einstaklinga ekki reynzt
síður mikilvægar og þær orðn-
ar fjölmargar.
REYNT VERÐUR AÐ LJÚKA
BYGGINGUNNI 1974
Árið 1963 gerði Verkfræði-
skrifstofa Sigurðar Thorodd-
Hallgrímskirkjuturn hefur ver-
ið umdeildur. Verður hann
stolt Reykvíkinga og allra
landsmanna.
sen áætlun um byggingu Hall-
grímskirkju og var í henni
gert ráð fyrir að framkvæmd-
um lyki árið 1974. Ekki hefur
tekizt að halda áætlunina
alveg í einstökum byggingar-
áföngum, en að sögn Her-
manns Þorsteinssonar verður
öll áherzla lögð á að gera
kirkjuskipið fokhelt og ganga
frá kirkjunni að utan á árinu
1974. Er búizt við, að 25 millj-
ónir þurfi til þess að ljúka því
verki. Þar er að sjálfsögðu ekki
reiknað með innanstokksmun-
um eða orgeli, sem t. d. eitt
sér mun kosta milli 10-12 millj-
ónir.
FLYZT SKRIFSTOFA
BISKUPS í TURNINN?
Um þessar mundir er verið
að taka niður vinnupalla, sem
verið hafa utan á turni Hall-
grímskirkju. Er timbrinu jafn-
óðum slegið upp fyrir efsta
hluta veggja á kirkjuskipinu
og þaki þess. Má gera ráð fyr-
ir, að turninn verði fullfrá-
genginn að utan nú fyrir ára-
mótin.
Þá er unnið að innréttingum
á hinum ýmsu hæðum turns-
ins. í turnvængnum, sem teyg-
ir sig í áttina að safni Einars
Jónssonar, verður kapella i
framtíðinni, um 180 fermetrar
að stærð. Önnur hæðin, sem
segja má að sé á við þrjár
hæðir í venjulegum skilningi,
verður notuð fyrir orgelpípur.
Næstu fjórar hæðirnar verða
svo líklega aðsetur biskups-
embættisins og fara viðræður
um það mál nú fram við full-
trúa kirkjumálaráðuneytisins.
Auk biskups myndu fulltrúar
FV 12 1972
15