Frjáls verslun - 01.12.1972, Side 16
æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar
og fleiri hafa þar skrifstofur.
VINSÆLL
ÚTSÝNISSTAÐUR
Á sjöundu hæð í turninum
er útsýnispallur, og klukkna-
portið er svo á þeirri áttundu.
Mikill fjöldi fólks hefur lagt
leið sína upp í turninn til að
njóta þess mikla víðsýnis, sem
hann býður upp á. Verður
turninn í framtíðinni opinn
fyrir gesti og er aðgangseyrir
nú kr. 50 fyrir fullorðna og kr.
20 fyrir börn.
FJÁRFESTA JAFNÓÐUM
Á ártíð Hallgríms Péturs-
sonar í haust var dreift litlum
bæklingi um Hallgrímskirkju
við guðþjónustur um land allt.
Voru menn þar hvattir til að
styðja kirkjubygginguna með
fjárframlögum. Unnið er að
útsendingu gíróseðla þessa
dagana, en þegar hefur kom-
ið inn um ein milljón króna í
þessari söfnun.
Hermann Þorsteinsson sagði,
að allt fé, sem borizt hefði
til byggingar Hallgrímskirkju,
heíði verið notað jafnóðum, til
þess að dýrtíðin tæki ekki sinn
skerf af því. Hefði líka verið
stofnað. til nokkurra skulda til
þess að framkvæmdir gætu
haldið eðlilegum hraða. Núna
væri markvisst stefnt að því
að gera kirkjuskipið fokhelt ár-
ið 1974 og ganga frá kirkjunni
að utan, og sagðist hann bjart-
sýnn á, að fjármagn fengist til
þess, enda áberandi, hve hug-
ur manna til kirkjunnar væri
góður og hversu margir hefðu
orðið jákvæðari með tímanum
í afstöðu sinni til Hallgríms-
kirkju.
Bókaútgáfa:
Hvað kostar að gefa út bók?
Nú, þegar jólabókaflóðið er
í hámarki, verður ýmsum hugs-
að til hinnar fjármálalegu hlið-
ar bókaútgáfunnar á íslandi.
Menn spyrja gjarnan, hvort
bókaútgáfa sé ábatasöm at-
vinnugrein, og þótt útgefendur
kvarti, er ekki áberandi, að út-
gáfufyrirtækjum fækki né
heldur, að einstök forlög fari
hægar í sakirnar varðandi
fjölda útgefinna bóka en áður.
Alltaf koma líka fram nýir
höfundar, misgóðir að sjálf-
sögðu, og því er ekki óeðlilegt,
að sú spurning vakni jafn-
framt, hvað hið pennafæra
fólk fái fyrir snúð sinn.
ÞÝDDAR SKÁLDSÖGUR
FLESTAR
Á fslandi koma nú út um
670 titlar árlega, en þar af
munu 400 vera ýmis konar
ársskýrslur og hefti. í skrá
þeirri, sem gerð var um ís-
lenzkar bækur gefnar út á
tímabilinu 1888-1962 eru alls
18000 titlar og þar eru þýdd-
ar skáldsögur fyrirferðarmest-
ar af einstökum flokkum, en
ljóðabækur í öðru sæti. Fyrsta
árið, sem skýrsla þessi nær til,
þ. e. a. s. 1888, voru gefnir út
59 titlar á landinu, árið 1944
voru þeir 417 talsins og 600
árið 1962, svo að þrjú dæmi
séu tekin.
MEÐALUPPLAG 1400
EINTÖK
í Bandaríkjunum munu
koma út 35 þúsund titlar ár-
lega, í Sovétríkjunum 80 þús-
und og á Norðurlöndunum er
fjöldi nýrra bóka á ári hverju
sem hér segir:
Svíþjóð: 7000
Finnland: 5000
Danmörk: 5000
Noregur: 3500
Upplag þeirra bókatitla,
sem hér koma út árlega, er
afarmismunandi. Smábækur
eins og ljóðakver eru gefnar út
í 300-600 eintökum, þýddar
skáldsögur í 500-2000 eintök-
umog frumsamin íslenzk skáld-
verk í 300-3000. Bækur Hall-
dórs Laxness eru gefnar út í
mun stærra upplagi og eins
gerðist það árið 1959, að verð-
launabók Björns Th. Björns-
sonar, Virkisvetur, var gefin
út í 7000 eintökum. Meðalupp-
lag íslenzkra bóka mun vera
nærri 1400 eintök. Þess eru þó
mýmörg dæmi, að ’oækur nái
ekki 200 eintaka sölu.
HFLZTTJ
KOSTNAÐARLIDIR
En hvað kostar bá að gefa út
eina allvandaða bók, t. d. bjóð-
legan frnðleik. sem mikið er
af á bókamarkaði hérlendis?
Rit af því tagi kostar um 1
milljón í útgáfu. Nokkrir
stærstu kostnaðarliðir eru, svo
að tekið sé dæmi af einni nýút-
kominni bók: Handrit um 150
þús., setning og prentun 185
þús., pappír 72 þús., bókband
275 þús., kápa 65 þús. og aug-
lýsingar 70 þús. kr.
Greiðslur til höfunda eru
mjög misjafnlega háar. Segja
má, að hámark sé 250 þús-
und, en samkvæmt ágizkunum
kunnugra er talið, að Nóbels-
skáldið Halldór Laxness fái
500 þúsund upp í eina milljón
króna fyrir handrit að nýrri
bók.
Til þess, að útgáfa tiltölulega
vandaðrar bókar standi undir
kostnaði, samkvæmt því dæmi,
sem nefnt var hér á undan,
þarf hún að seljast í að minnsta
kosti 1400 eintökum.
HUNDRAÐ BÓKSALAR
Til þess að dreifa fram-
leiðsluvöru sinni njóta útgef-
endur aðstoðar um 100 bók-
sala á fslandi. Fjöldi bóka-
verzlana er hér mikill og vek-
ur oft athvgli erlendra gesta.
Hér á landi er ein bókaverzlun
á hverja 2100 íbúa, í Finnlandi
ein á hverja 5500, í Danmörku
1:7000, í Noregi 1:9000 og í
Svíþjóð 1:15000. Eru íslending-
ar þarna í algjörum sérflokki,
hverjar ályktanir, sem svo má
af því draga um bókmennta-
áhuga landsmanna.
lfi
FV 12 1972