Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Side 21

Frjáls verslun - 01.12.1972, Side 21
hjartakvillar koma fram á slíkri mynd. NÝJUNGAR Á SVIÐI FATAGERÐAR Vísindamenn unnu árum sam- an að því að fjarlægja öll eld- fim efni úr stjórnklefum geim- skipa og framleiða í þeirra stað önnur, sem ekki geta brunnið. Árangur þessa var svokallað Beta-trefjaefni. Það brennur ekki og gefur ekki frá sér eitr- aðar gastegundir við hæsta hita. Þægindi og fjölbreytileiki voru mönnum líka ofarlega í huga í þessu sambandi og Beta- trefjarnar reyndust leysa mál- ið. I örlítið mismunandi formi er þetta efni nú ofið í geim- búninga, nærföt geimfara og klæðningu innan í stjórnklefa geimskipa. En úr efninu má líka sauma óeldfiman hlífðar- fatnað handa slökkviliðsmönn- um og börnum, svo að dæmi séu nefnd, eða þá gluggatjöld fyrir skrifstofur. Svokölluð „geimaldarteppi“ eru önnur framleiðslutegund, sem er rétt í þann mund að komast á markað. Þau eru gerð úr plastþynnum, sem síðan eru þaktar örþunnu lagi úr áli, og gefur þetta ágæta vörn gegn bæði hita og kulda. MATVÆLI Á GEIMÖLD Ýmsar nýjungar hafaorðiðtil vegna geimferðanna. Sérfræð- ingunum var falið, að útbúa handa geimförunum fæðu, sem væri næringarrík, létt, auðmelt, bragðgóð og gæti auk þess enzt von úr viti. Þá fundu sérfræðingarnir upp nýjar matvælaumbúðir og aðferðir til að gera fæðunaend- ingargóða án þess að spilla bragði eða næringargildi. í mörgum verzlunum er t.d. þegar að finna mjög næringar- ríka matarstauta og tilbúinn ávaxtasafa, sömu tegundar og geimfarar hafa notað á ferðum sínum. Síðar munu bætast við á þennan matseðil alls kyns ann- að góðgæti, sem reynzt hefur vel í geimferðunum. Það þótti líka afrek í sjálfu sér að finna upp umbúðir um brauðsneið, þannig að hún geymdist jafnfersk í 14 vikur. Þetta var gert með algjörlega loftþéttum plastpoka. Þegar brauðsneiðin var í hann kom- in, var svolitlu magni af köfn- unarefni dælt í hann. í undir- búningi er að nota þessa að- ferð við frágang matvælaum- búða fyrir hinn almenna neyt- endamarkað í Bandaríkjunum. VARNIR GEGN MENGUN Nauðsynin á að halda hreinu loftinu, sem geimfarar hafa andað að sér í geimskipinu, hefur með óvæntum hætti kom- ið að haldi í baráttunni gegn mengun andrúmsloftsins. Eitt af tækjunum sem geim- tæknimennirnir framleiddu, er ódýr mengunarmælir, minni en skjalataska, sem á augabragði getur sagt til um, hvort efna- samsetning andrúmsloftsins á viðkomandi stöðum sé hættu- leg. Þetta tæki má bera um götur stórborganna til að mæla útblástur frá bílum og því má líka koma fyrir á reyk- háfum verksmiðjanna, svo að þar verði stöðugt eftirlit með því, hvers konar efni það eru, sem frá þeim blandast saman við andrúmsloftið. Bandaríska geimferðrstofn- unin, NASA, beinir kiöftum sínum að lausn orkuvandamáls- ins. Vísindamenn hennar fundu upp plútóníum-orkugjafa fyr- ir ferð Apollos 17, en með honum á að knýja litla vísinda- stöð árum saman á tunglinu. Stofnunin hefur líka látið gera tilraunir með fljótandi málm- kæli, sem nú er notaður í hin- um fullkomnari kjarnakljúfum. HÚS OG HÍBÝLI Geimtæknirannsóknirnar hafa nú þegar haft veruleg og bein áhrif á hinn almenna hús- ráðanda og byggjanda. Eldvarn- armálning og byggingarefni sem ekki brenna, eru þau af- sprengi tæknitilraunanna, sem náð hafa mestri útbreiðslu á ney tendamarkaði. Annað nýmæli, sem líklegt er til að ná útbreiðslu er nýtt raflagnakerfi. í staðinn fyrir að gera göt í veggi og leggja leiðslur innan í þá að fyrirferðarmiklum dós- um, hefur geimferðastofnunin látið gera tilraunir með flatar leiðslur, sem hægt er að líma á veggi eins og límband. Eftir að veggurinn hefur verið mál- aður er erfitt að greina leiðsl- urnar á honum. Fróðir menn telja, að þetta fyrirkomulag geti lækkað kostnað við raf- lagnir í byggingar eða viðgerð- ir á eldra kerfi um helming. Rústfríir aðalvalsar í roðfletti- vélar. \ arahlutir í fisk- vinnsluvélar. Rennismíði. Nýsmíði. Viðgerðir. S.S Gunnarsson h.f. SÚÐARVOGI 18. SÍMI 8-50-10. REYKJAVÍK. 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásaia Einar Farestveit & Co Hf Bergstaðastr. 10A Slmi 16995 FV 12 1972 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.