Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Side 31

Frjáls verslun - 01.12.1972, Side 31
'Somkvcemt athugunum munu um 60% íbúa á svœði einnar verzlunar gera öll sín innkaup í henni. ár af þessum þremur, sem Breiðholtskjör hefur starfað, og mikil viðskipti verið gerð við fólk þar efra. Nú er að vísu búið að opna þar tvær verzlanir, en samt er stöðug aukning hjá okkur enda eru íbúar Fossvogsins tíðir gestir og raunar fólk úr öllum hverf- um borgarinnar. Annars segir tölfræðin, að um 60% íbúa hverfisins, sem verzlunin er í, geri að stað- aldri innkaup í henni, en aðr- ir verzli í nágrenni vinnustaða o.s.frv. Þess vegna er mjög brýnt að jafnvægi haldist i verzlunarmálum og ekki verði farið að drita niður búðum hér og þar, því að fólkið vill stórar verzlanir með fjölbreytt- asta úrvali og þess vegna þarf að tryggja rekstrarlegan grund- völl slíkra fyrirtækja. — Nú hefur milíill innbrota- faraldur gengið yfir að und- anförnu. Hefur hann sagt til sín í Breiðholtskjöri? — Já, það skal hreinlega játað, að hjá mér hefur ríkt hálfgert neyðarástand vegna síendurtekinna innbrota. Um síðustu helgi var til dæmis brotizt inn og stolið tóbaki fyr- ir 100 þúsund krónur. Þá voru liðnir 13 dagar frá næsta inn- broti þar á undan. Þjófurinn náðist í það skipti, ungur pilt- ur. og var þetta líka í eina skiptið, sem foreldrar buðusttil að bæta það tjón, sem orðið hafði. í flestum tilvikum hef- ur aldrei náðst í þessa menn og nú er búið að brjótast inn í verzlunina fjórum sinnum á stuttum tíma. Áður reyndi ég að þjófatryggja en lagerinn er orðinn svo fyrirferðarmikill, að slík trygging verður allt of dýr. Þess vegna verður maður sjálfur að taka á sig þann skaða, sem þjófarnir kunna að valda. Það er alls ekki við því að búast að þeir séu menn til að borga og minnist ég samtaís við rannsóknarlögreglumann um daginn, eftir síðasta inn- brotið hjá mér. Ég spurði, hvort verið gæti að þjófurinii væri sá sami, sem réðist inn í Nýja bíó og gerði þar mikinn usla, og ef svo væri, hvort hann gæti borgað eitthvað. — Nei, svaraði lögreglumað urinn. Hann á varla fötin, sem hann stendur í. Hér skiptir auðvitað lög- gæzlan höfuðmáli. Ástandið var ekki ósvipað hjá verzlun- unum i Árbæjarhverfi. En eft- ir að lögreglustöð var opnuð þar, hefur orðið stórbreyting á. Nærvera lögreglunnar skapar mikið aðhald og þess vegna er geysilega brýnt, að komið verði upp lögreglustöð í Breið- holti vegna öryggis þess fólks, sem býr þar orðið og líka vegna margvíslegra verðmæta í verzlunum, vinnutækjum og fleiru. — En ber eitthvað á þjófn- aði inni í verzluninni meðan hún er opin. Er fólk að stinga í vasann pökkum eða dósum án þess að borga fyrir? — Ég get ekki sagt, að ég verði mikið var við það. Ef til vill er það af því að ég fylg- ist ekki sjálfur eins mikið með þessum hlutum og áður. Breiðholtskjör er hins vegar eina búðin, í Reykjavík alla vega, þar sem fylgzt er með öllum athöfnum fólks í búð- inni í sjónvarpskerfi. Það er ein myndavél og skermur, sem kostar hvort tveggja 70 þús- und krónur en við kerfið má tengja fleiri tökuvélar. Þetta veitir mikið aðhald, krakkarn- ir byrja á að líta í myndavél- ina, þegar þau eru að falla fyrir freistingum og þá förum við strax fram og fylgjumst með þeim. Þetta á reyndar við um fullorðið fólk líka þó að það stundi þessa iðju ekki jafnmikið og krakkarnir. Aft- ur á móti skilst mér, að hnupl fari vaxandi í stórverzlunum, þar sem eru margar deildir, og hefur eigandi einnar slíkrai sagt mér, að erfitt sé að hamla gegn þeirri þróun, því miður. — Hver telur þú að þróun- in verði í verzluninni hér á höfuðborgarsvæðinu á kom- andi árum. Er lífvænlegt fyrir einstaka kaupmenn, sem til þessa hafa rekið tiltölulega litlar verzlanir með nokkrum árangri? — Ég er hræddur um, að þessurn litlu búðum fækki verulega. En þegar verzlanir eru orðnar jafnstórar og Breið- holtskjör tel ég að þær haldi velli. — Mikið hefur verið rætt og ritað um mjólkursölumálin og virðist gæta mikils misræmis í því, hverjar matvöruverzlan- ir fá að selja mjólk og hverjar ekki. Hvaða reglur gilda um þetta af hálfu Mjólkursamsöl- unnar? — Alls engar. Mér virðist, að í þeim tilvikum, er menn hafa byggt upp verzlunarhús og gert ráð fyrir sérstakri mjólkurbúð fyrir samsöluna eins og ég gerði, fái þeir ekki mjólk til sölu í eigin verzlun. Þar sem ekki hefur verið reiknað með sérstakri mjólk- urbúð getur kaupmaðurinn fengið mjólk til sölu og dreif- ir henni þá fyrir um 14%. FV 12 1972 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.