Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.12.1972, Qupperneq 36
og eru þar framleidd stálgrinda- hús, eða efniviður í þau. Til marks um vinsældir þeirra má nefna að á síðasta ári voru reist 20 slik, en um 50 í ár. Hús þessi eru nú notuð í marg- víslegum tilgangi og þykja hentug, einkum vegna þess að engar stoðir eru inni í þeim. Sumir steypa eða hlaða milli veggbita, en Héðinn hefur á boðstólnum klæðningarjárn, frábrugðið bárujárni, með inn- brenndri málningu. í Garða-Héðni er einnig vél, sem hreinsar allt ryð af járn- stykkjum, og skilar þeim með varnarhúð úr sér. Annar þáttur starfssemi Héð- ins er verzlun. Verzlar fyrir- tækið með yfirleitt allar vör- ur til járniðnaðar, auk hvers konar hitastillitækja. Má þar nefna Danfoss hita- og kæli- tækin. Meðal helztu framtíðarverk- efnanna má nefna ísvélina, sem áður er getið, og aukna fram- leiðslu stálgrindahúsa. Forstjóri Héðins nú er Sveinn Guðmundsson, og Gunnar Magnússon er fulltrúi fyrirtæk- isins. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar 100 ára Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, ein stærsta og elzta bókaverzlun í Reykjavík og jafnvel á öllu landinu, verð- ur 100 ára um þessar mundir, og af því tilefni verður útgáfu- starfsemi verzlunarinnar auk- in verulega, einkum í barna- bókum, en hún hefur að und- anförnu einskorðað sig við út- gáfu kennslubóka. Saga fyrirtækisins er í stuttu máli sú, að Sigfús Eymundsson stofnaði bókaverzlun árið 1872 á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis. í auglýsingu sem birtist þá um jólin í Göngu- Hrólfi, auglýsir hann bækur, ritföng, útvegun bóka og ýmsar aðrar vörur sem nú eru ekki lengur á boðstólum í bóka- verzlunum. Árið 1876 fór verzlunin svo að gefa út bækur, og hefur gefið út síðan. Sigfús rak verzl- unina til ársins 1909, að Pétur Halldórsson keypti hana og rak til ársins 1935, en þá varð hann borgarstjóri. Árið 1919 flutti Pétur verzl- unina af Eymundssonarhorn- inu, sem svo var jafnan nefnt, í Austurstræti 18, þar sem verzlunin er enn. Björn Pétursson tók við rekstri verzl- unarinnar er faðir hans varð borgarstjóri. Rak hann hana þar til að Almenna bókafélagið keypti hana árið 1959. Var þá byggt nýtt hús og var verzl- unin á meðan til húsa í Aðal- stræti 6. Á síðasta ári jók verzlunin svo við sig húsnæði um helm- ing, og er gólfflötur hennar nú á fimmta hundrað fermetrar. Blaðið ræddi fyrir skömmu við Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóra Almenna bóka- félagsins, en félagið á og rek- ur verzlunina undir stjórn Ein- ars Óskarssonar. Sagði hann að verzlunin skiptist aðallega í þrennt. Fyrst og fremst væri deild íslenzkra bóka, og væru þar um þrjú þúsund bókatitlar á boðstól- um. Væri það sennilega mesta úrval íslenzkra bóka í bókabúð hérlendis, enda væri sérstök á- herzla lögð á fjölbreytni þar. Þá er í kjallara ritfangadeild, og deild erlendra bóka, en sú síðarnefnda hefur stækkað og aukizt verulega eftir að verzl- unin jók við sig húsrými. Eru þar nú á þriðja þúsund bóka- titlar, auk þess sem bækur eru útvegaðar eftir pöntun hvaðan- æva að. Einnig má nefna að verzlunin fær daglega fjölda dagblaða fró Evrópu, og hefur sérstaklega lagt áherzlu á að hafa fjölbreytt úrval landakorta. Um stöðu bókaverzlana á ís- landi í dag, sagði Baldvin, að sér virtist að grundvöllurinn 36 FV 12 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.