Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1972, Page 42

Frjáls verslun - 01.12.1972, Page 42
Frá ritstjórn AFBROTAALDAN AÖ undanförnu hafa veriö framin fleiri afbrot í höfuöborginni en nokkurn tíma áður á jafnskömmum tíma. 1 viðtali viö Jón B: ÞórÖarson, kaupmann í BreiÖholts- kjöri, sem birtist í þessu tölublaöi F.V. er einmitt fjallað um þau vandamál, sem verzlunareigendur eiga við að stríða í þessu sambandi. Það er óefnilegt, að tug- um eða þúsundum króna í vörum skuli stolið margsinnis með stuttu millibili á sama staðnum án þess aö nokkuð sé til úrræða. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um óhugnanlegum. Alvarlegri en stuldur- inn er oft það tjón, sem unnið er á inn- anstokksmunum þeirra staða, sem brotizt er inn í. Margoft virðist markmiö þessara óþokka ekki vera það að auðgast af þýfi heldur einvörðungu að svala skemmdar- fýsn, sem er á óskiljanlegu stigi. Hvað er til bragðs að taka? Því miður virðast löggæzluaðgerðir ekki geta tryggt borgarana fyrir þessum ófögn- uði. En fyrir liggur sú staðreynd, að hér eiga í hlut sömu einstaklingarnir hvað eftir annaö, oft kornungir piltar. Fyrir- byggjandi aðgerðir hljóta því fyrst og fremst að felast í því, að þessir vissu að- ilar, oft nefndir „góðkunningjar lögregl- unnar“ séu lokaðir inni. Þá er ekki nauð- synlega átt við fangelsisvist heldur inni- lokun á uppeldisstofnun við hæfi þeirra aldursflokka, sem í hlut eiga. Allar tilraun- ir til að búa ungum afbrotamönnum sem eðlilegust lífsskilyrði meö opnu upptöku- heimili hafa greinilega ekki tekizt og því verður að grípa til annarra ráða. Furðuleg viðkvæmni hefur gert vart viö sig að undanförnu í umræðum um fang- elsismál. Sízt hafa fangar á íslandi, þar á meðal stórglæpamennirnir, ástæðu til að kvarta undan illri meðferð samanborið við slíka kumpána, sem dúsa í erlendum fang- elsum. En tízkan að utan berst hingað í þessum efnum eins og svo mörgu öðru, þannig að með einhverju undarlegu móti hefur þjófum og moröingjum í íslenzkum betrunarstofnunum tekizt að blekkja all- stóran hóp samfélagsþegnanna með ýmsu látbragði í gervi undirokaðra og meöaumk- unarveröra lítilmagna. Staðreyndin er hins vegar sú, að hversu mjög, sem við leggjum okkur fram um að veita afbrotamönnum alla leiðsögn í til- raunum til að gefa þeim tækifæri til að bæta ráð sitt, verður alltaf fyrir hendi viss fjöldi glæpamanna, sem slíkar aögerö- ir duga ekki við. í þeim tilfellum stoðar ekkert annað en rammbyggilegt fangelsi og strangur agi innan veggja. Þetta hlýtur aö verða niðurstaöa af al- mennri athugun málsins og það er heil- brigð skynsemi borgaranna sjálfra, sem þarna á að ráða ferðinni, en ekki álits- gerðir forhertustu glæpamannanna. 42 FV 12 1972

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.