Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Síða 25

Frjáls verslun - 01.03.1973, Síða 25
að sama skapi. Svíar kaupa einnig talsvert af tilbúnum málmum og málmtegundum, lyfjum og, síðast en ekki sízt, dönskum bjór. VAXANDI SÉRHÆFING Ein helzta ástæðan fyrir aukningu verzlunarinnar milli landanna er hin ört vaxandi sérhæfing danska iðnaðarins á hinum ýmsu sviðum. Danskur iðnaður hefur einnig skipulagt framleiðslu sína með útflutn- ing í huga, og leitar hann að viðskiptavinum í öllum álfum heims. Norræn iðnfyrirtæki hafa samræmt starfssemi sína verulega á undanförnum árum, þannig að nú framleiða t. d. dönsk, finnsk og norsk fyrir- tæki stykki eða sérstaka hluta í vélar, sem síðan eru settar saman í Svíþjóð. Þessi samhæf- ing hefur aukið viðskipti milli Svíþjóðar og Danmerkur veru- lega og raunar milli umræddra landa allra í senn. Þá hefur mikill vöxtur verið í verzlun á neyzluvörum milli Svíþjóðar og Danmerkur. Á s.l. ári seldu Danir Svíum vefnað- arvörur og tilbúinn fatnað fyr- ir 520 millj. d. kr. Svíar, sem eru efnaðir, krefjast mikils vöruúrvals í verzlunum sínum og danski iðnaðui'inn hefur verið seigur við að framleiða vörur, sem eru eða verða eftir- sóttar í Svíþjóð. BREYTTIR VIÐSKIPTAHÆTTIR Á undanförnum 20 árum hef- ur mikil breyting átt sér stað á skipulagi heildverzlunar Svía og danskir útflytjendur hafa lagað sig vel að breyttum aðstæðum. Mesta breytingin hefur orðið í matvælainnflutn- ingi og í vörudreifingu. Fjöldi smærri nýlenduvöruverzlana hefur minnkað mikið á þessu árabili í Svíþjóð og raunar á öllum Norðurlöndunum. Kaup- félög og stærri verzlanir selja nú 75% af allri matvöru í Sví- þjóð. Þessi sama þróun á sér stað í fleiri greinum verzlunar- innar og þ. á m. í vefnaðar- vöruverzluninni. Fyrir danska útflytjendur þýðir þetta fæni innflytjendur, sem skipta með sér stærri markaði. Þá hefur póstkröfuverzlun aukizt veru- lega í Svíþjcð undanfarin ár, og kröfur almennings í velferð- arþjóðfélaginu hafa orðið til þess, að hið opinbera kaupir miklu meira á hverju ári af verzluninni, en það gerði til skamms tíma. MJÖG NÁIN TENGSL HAGS- MUNAFÉLAGA Dönsk fyrirtæki hafa í flest- um tilfellum umboðsmenn í Svíþjóð vegna stærðar lands- ins. Engu að síður er það al- gengt, að danskir sölumenn séu á ferðinni norðan sundsins. Danskir framleiðendur hafa nána samvinnu við viðskipta- vini sína í Svíþjóð, sem leiðir oft til samvinnu á framleiðslu- sviðinu, auk söluaukningar á titbúnum dönskum varningi. Dönsk og sænsk hagsmunafé- lög, eins og t. d. iðnrekendur, hafa mjög náin samskipti, sem tryggja enn betur viðskiptin og samvinnuna. Á undanförnum árum hafa útflutningssamtök danska iðnaðarins aðstoðað framleiðendur við að skipu- leggja sameiginlega sölu á er- lendum markaði. Þetta hjálp- ar einnig kaupandanum í er- lendu landi, sem fær bæði meira úrval og betri kjör. í Sví- þjóðer fjöldi vörusýninga hald- inn árlega víða um landið og danskir framleiðendur hafa hagnýtt sér þær til þess að kynna vörur sínar og þjónustu. Þá hafa Danir tekið upp þá stefnu að halda sérsýningar, danskar vöruvikur og annað þess háttar, í hinum ýmsu borgum og bæjum Svíþjóðar á undanförnum árum. HÓTEL LOFTLE/ÐIR SÍM/ 22322 FUNDUR í KVÖLD AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM ? Fundur í Reykjavík — og fólkið kemur frá útlöndum, utan af landi eða úr miðbænum — hittist og ræðir málin þar, sem aðstaðan er bezt. Hótel Loftleiðir er orðið miðstöð fyrir slærri og smærrí fundarhöld og aðrar samkomur í höfuðstaðnúm. Einstaklingar, samtök, stofnanir, félög og fyrírtæki stefna fólki sínu til Hótels Loftleiða, því að þar hafa verið byggðír sérstakir ráðstefnu- og fundarsalir fyrir þá fjölmörgu, sem þurfa að hittast af ýmsu tilefni. Hringið í Hótel Loftleiðir. Við munum gefa yður allar upplýsingar og aðstoða við undírbúning að hverjum þeim fundi eða öðrum mannfagnaði, sem þér kunnið að standa fyrír. FV 3 1973 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.