Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.03.1973, Blaðsíða 35
í skrifstofu Einars Guðfinnssonar. Þrír af sonum hans á fundi með föður sínum. Frá vinstri: Guðmundur Páll, þá Einar, síðan Jónatan og Guðfinnur. FYRIRHYGGJA f ÚTGERÐ OFT ERFIÐ — Oft liefur verið rætt inn, að áætlanagerð skorti í útgerð- inni og að atvinnuvegurinn byggðist að meira og minna leyti á „happa og glappa“ að- ferðum. Hvernig má stuðla að skipulegri uppbyggingu útgerð- arinnar en verið hefur? — Ég tel að erfitt sé að hafa alla þá fyrirhyggju í útgerð, sem hefði komið í veg fyrir þá með- ferð mála, sem menn geta eftir á dæmt ranga. Varðandi upp- byggingu fiskiskipaflotans er öryggið alltaf bezt, — að til séu skip til að stunda alla þætti veiðanna. Pólitískar ákvarðanir hafa alltaf sitt að segja, svo oft verður það mjög takmarkað hverju einstaklingur fær ráðið. Það var gert ráð fyrir, að aust- ur-þýzku bátarnir yrðu hér notaðir sem togskip en í Ijós hef- ur komið, að þeir hafa hentað okkur ekki síður sem síldarskip og línubátar. Ef litið er á endur- nýjun togaraflotans nú tel ég að heppilegra hefði verið að byrja fyrr á uppbyggingunni svo ekki þyrfti að taka svo stórt stökk eins og nú er gert, og nú verða öll þessi skip jafn gömul og þurfa að endurnýjast á svo til sama tíma. Sjóðakerfi sjávarútvegsins og hjá landsmönnum almennt er orðið alltof flókið. Það breytist frá einum degi til annars, hvert sækja á peningana. Ég tel miklu eðlilegra, að fjármagn þeirra sé ávaxtað í viðskiptabönkunum og þeir láni síðan út. Þetta fyrir- komulag kemur líka hart niður á þeim, sem vilja sjá auknar íbúðahúsbyggingar og aðrar framkvæmdir í byggðarlögun- um úti á landi. Hér í Bolungar- vík myndi fólki fjölga verulega ef auðveldara væri gert að byggja. ÓNEITANLEGA SKERST STUNDUM í ODDA — Hefur þú sem stóratvinnu- rekandi aldrei átt í stríði við verkalýðshreyfinguna. Hanni- bal Valdimarsson kom nú við hér í Bolungarvík þegar hann var forystumaður í verkalýðs- hreyfingu Vestfjarða. Lenti ykkur aldrei saman? — Ég held, að menn hafi allt- af talið mig fremur samninga- lipran. En hér skarst óneitanlega í odda og mér er minnisstætt langt verkfall, sem varð, þegar sjómenn gerðu kröfu um lág- markstryggingu. En sættir tók- ust þó og þá var stofnaður hluta- tryggingarsjóður með 2% fram- lagi af óskiptum afla. í fram- haldi af þessu má segja, að Afla- tryggingasjóður sjávarútvegsins hafi orðið til, en hann hefir komið sjómönnum og útgerðar- mönnum að miklu gagni þegar afli hefir brugðist. En af einhverjum ástæðum hefur það orð legið á, að við Hannibal hefðum eldað grátt silfur. Þó er það svo að þegar við ræðum saman um hagsmuna- mál Vestfjarða, þá komum við okkur saman, eins og eftirfar- andi vísa, sem til varð á Fjórð- ungsþingi Vestfjarða, þegar við Hannibal vorum kosnir saman í nefnd, bendir til: Það var Ijóst á þeirri stundu, að þjóðargœfan yrði vís, þegar Hannibal og Einar undu eins og úlfur og lanib í paradís. — Þrátt fyrir miklar annir við atvinnureksturinn liefurðu gefið þér góðan tíma til að sinna velferðarmálum sveitar- félagsins. Hver liafa nú verið mestu framfaramál Bolvíkinga síðan þú byrjaðir að hafa af- skipti af hreppsmálum? — Já. Ég kom fyrst í hrepps- nefnd árið 1927 og var í henni í 30 ár, en síðan ég hætti hefur Jónatan sonur minn verið odd- viti. Aðalbaráttumál hreppsins á þessu tímabili hafa verið hafn- argerð, vatnsveita, skólabygg- ing og sjúkrahúsmál. í meira en hálfa öld hefur verið unnið að hafnarbótum en vatnsveitan var gerð 1940. Fram að þeim tíma voru menn með eigin brunna við hús sín. Skólabygging hef- ur risið af grunni og sjúkraskýli var reist 1954 og hér er alltaf læknir. Mikilvægust tel ég þó hafnar- málin vera, því að öll afkoma fólksins hér byggist á góðum hafnarskilyrðum. Á síðustu ár- um hefur verið varið milli 70 og 80 milljónum króna i hafnar- mannvirki og það er heitasta ósk mín, að sjá þessum málaflokki borgið hið fyrsta, svo að ekki verði þörf á því að sjómennirn- ir þurfi að hafast við niðri í bát- unum á óveðursnóttum, komn- ir þreyttir í land, eftir veiðiferð og eiga yfir höfði sér að þurfa að leggja út á stórsjó á nýjan leik til að bjarga flotanum, sagði Einar Guðfinnsson að lokum. FV 3 1973 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.