Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Side 45

Frjáls verslun - 01.03.1973, Side 45
Utf lutningurinn Hlarkaðir sjávarafurða og sölustefna Árið 1972 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 12.319 millj. kr. Fróðlegt er að athuga, hvernig þessi verðmæti skipt- ast á vörutegundir og mark- aði. Einnig er vert að íhuga sölustefnuna, hvernig hún birt- ist í framkvæmd, hvemig hún er í samanburði við fisksölu annarra þjóða og hvernig megi skýra hana. SÖLUSKIPTTNG SJÁVAR- AFURÐA EFTÍR MARKAÐS- SVÆÐUM í 1. töflu er að finna skipt- ingu á frystum sjávarafurðum, svo og nýjum og ísvörðum fiski, eftir markaðssvæðum ár- ið 1972. f 2. töflu er sýnd sala saltfisks og í 3. töflu er skipt- ing niðursoðinna og niður- lagðra sjávarafurða eftir mörk- uðum árið 1972. Skal hér ekki fjallað um mjöl og lýsi, og að því er varð- ar saltfisk, mun látið nægja að vísa í 2. töflu. Þýðing Bandaríkjamarkaðar fyrir sölu frystra fiskflaka er áberandi, svo og kaup Austur- Evrópulanda. Af nýjum og ís- vörðum fiski er mest selt til Vestur-Þýzkalands og Bret- lands (togarasölur), af frystri loðnu til Japans og heilfrystum fiski til Rússlands. SÖLUSTEFNA í FRYSTUM VÖRUM íslenzk fyrirtæki (eða rétt- ara sagt sölusamtök þeirra) selja tiltölulega meira af fryst- um afurðum sínum til Banda- ríkjanna en t. d. sambærileg norsk fyrirtæki. Til þessa liggja ýmsar ástæður, sem ekki er unnt að gera hér tæmandi skil. í fyrsta lagi er líklegt, að til komi sögulegar ástæður, einkum stofnun fullnýtingar- verksmiðja í Bandaríkjunum, sem vinna úr íslenzkum fiski. Einnig má reikna með, að norsk fyrirtæki hafi öllu ódýr- ari og greiðari aðgang að mark- aði í Vestur-Evrópu en íslend- ingar, bæði vegna meiri fjöl- breytni í vöruvali (sum fyrir- tækin selja t. d. einnig græn- meti), og forskots vegna þátt- töku í fríverzlunarsamstarfi. í þessu sambandi má einnig nefna hina tiltölulega stóru samninga íslendinga á jafnvirð- iskaupagrundvelli við Austur- Evrópuríki. Þá kann mismun- andi mat á mörkuðum (m. t. t. arðsemi og áhættu) að koma til, eða jafnvel mismunur á markmiðum fyrirtækjanna (sölusamtakanna). Sveiflur hafa sennilega verið meiri á Bandaríkjamarkaði en á mörkuðum frystra flaka í Vestur-Evrópu, en yfirleitt hef- ur einingarverðið verið hæst þar vestra, þótt það segi ekki alla söguna, því að einnig þarf að horfa í kostnaðinn. Einnig er hæpið að tala um „eitt verð“, því að í reynd er um 1. TAFLA. — Sala á frystum sjávarafurðum, nýjum og ísvörðum fiski, eftir markaðssvæðiun árið 1972. Millj kr. Tegund Banda- ríkin Austur- Evrópa EEC EFTA Önnur lönd Samtals Fryst fiskiflök 4072,7 933.3 246,1 0.9 20.5 5273,5 Heilfrystur fiskur 37.2 96,3 134,5 2,8 14,1 284.9 Fryst loðna 79.7 — — — 79.7 Fryst rækja 9,8 — 153,8 157.3 — 320,9 Frvstur humar Frvstur hörpu- 443,1 — 125,0 37,8 — 605,9 diskur (einnig nýr) 248.3 — — — — 248,3 Fryst hrogn 9,5 — 61.9 6,8 6,2 84,4 Ný og ísvarin síld Annar nýr og ís- — — 535,3 — 535,3 varinn fiskur — — 402,2 — — 402,2 Samtals 4900,3 1029,6 1658,8 205,6 40,8 7835,1 FV 3 1973 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.