Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Side 49

Frjáls verslun - 01.03.1973, Side 49
Bandaríkjamarkaður: Aukin umsvif Dana og Japana komu mest á óvart Áhrifin færast frá kaupendum til seljenda — Sambandið kaupir fisk frá fyrirtæki í Esbjerg Ótrúlega liátt ver'ð hefur að undanförnu fengizt fyrir þorsk- blokk á Bandaríkjamarkaði og er það framhald á afar hag- stæðri verðlagsþróun, sem stað- ið hefur um nokkurt skeið. Um áramótin var verð á hverju pundi af þorskblokk 48 cent í Bandaríkjunum, en í haust voru menn þegar farnir að spá meiri hækkun og varð hún líka núna eftir áramótin. Var blokkarverðið komið upp í 55 cent á pund fyrir nokkru. Verðlagsmálin á Bandaríkja- markaði hafa vitaskuld höfuð- þýðingu fyrir íslenzkan sjávar- útveg og því spurðum við Guð- jón B. Ólafsson, forstjóra sjávarafurðadeildar SÍS, nánar út í fáein atriði þessu viðvíkj- andi. Fyrst lögðum við fyrir hann spurninguna um það, hvaða áhrif verðbreytingar um 1 cent til eða frá hafa á ís- lenzka þjóðarbúið. — Ef við tökum til viðmið- unar útflutning á þorskblokk til Bandaríkjanna árið 1971 frá SÍS og SH, nemur hann um 40 milljónum punda og hækk- un upp á 1 cent hvert pund þýðir því 40 milljón króna hækkun fyrir okkur á árs- grundvelli. Séu teknar tölur yf- ir verðlag fyrir og eftir síðast- liðin áramót hækkar úflutn- ingsverðmæti þorskblokkarinn- ar um 280 milljónir á ársgrund- velli miðað við það verð, sem nú er borgað fyrir hana vestan- hafs. FRAMLEIÐSLUAUKNING 33% HJÁ SÍS-VERKSMIÐJ- UM — Má gera ráð fyrir, að framhald verði um sinn á þess- ari hagstæðu þróun, — að fisk- verðið hækki áfram? Markaðurinn hefur verið mjög sterkur undanfarin tvö ár og stöðug aukning á sölu framleiddrar vöru úr verk- smiðjunum, sem íslendingar eiga í Bandaríkjunum. Þannig seldi verksmiðja Sambandsins í Harrisburg 15.300 tonn af fiskréttum í fyrra, en 11.500 tonn árið 1971 og er það 33% aukning. Fyrstu 8 vikur þessa árs var söluaukningin hjá verksmiðjunni miðað við sama tíma í fyrra 37%. Á fyrstu 8 vikum ársins 1973 nam salan 1630 tonnum, en 1195 tonnum í sömu vikum ársins 1972. ÓVÆNT ÞRÓUN Eftirspurn eftir fiski hefur verið mjög vaxandi í Banda- ríkjunum og verðlagið hækkað. Þó hefur tvennt komið okkur á óvart í sambandi við Banda- ríkjamarkaðinn. Það er ný þró- un, sem orðið hefur í fiskinn- flutningi þar vestra. í fyrsta lagi óvenjumikil útflutnings- aukning þangað af hálfu Dana og líka stórfelldur útflutningur Japana á Kyrrahafsufsanum. Árið 1971 var reynt að spá, hverjir möguleikar Japana myndu verða á síðasta ári í þessu efni og gerðum við ráð fyrir 10-15 þúsund tonnum af Kyrrahafsufsa í blokk, en reyndin varð sú, að þeir kom- ust yfir hærra markið. — I hverju eru þessi auknu umsvif Dana fólgin? — Danir tvöfölduðu útflutn- ing á þorskblokk til Bandarikj- anna í fyrra. Ég hef ekki ná- kvæmar tölur um þann þátt, en hins vegar fluttu þeir alls til Bandarikjanna 25 þúsund tonn af fiskblokk fyrstu 11 mánuði síðasta árs á móti 15.800 tonnum sömu mánuði ársins á undan. Þarna er um 58% aukningu að ræða. Segja má, að þetta hvort tveggja hafi orkað sem hemill á verðlagsþróunina, því að verulegur skortur hefði orðið á fiski í Bandaríkjunum ella og hærra verð boðið í fáanleg- an fisk þar af leiðandi. Hlutur Japana er mjög at- hyglisverður, því að þeir seldu Bandaríkjamönnum 17.300 tonn af blokk á fyrstu 11 mánuðum í fyrra, en aðeins 1470 tonn sömu mánuði árið þar á undan. Samanlagt fluttu fslendingar út 26.350 tonn af blokk til Bandaríkjanna í fyrra, en 33.600 tonn árið 1971. AUKIN FRAMLEIÐSLA í FLAKAPAKKNINGAR — Hvað er það, sem valdið hefur þessum samdrætti hjá okkur? FV 3 1973 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.