Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.03.1973, Qupperneq 59
Greinar og viötöl Dr. Guðmundur IUagnússon, prófessor: Fallvallt gengi Flestum mun þykja nóg um fall íslenzku krónunnar, þótt gengislækkun dollarans bæti þar ekki gráu ofan á svart. Hvað er að ske í alþjóðageng- ismálum? AT,l».TÓÐT,KOTB PENINGAMARKAÐIR. Með raunhæfri gengisskrán- ingu gjaldmiðla er venjulega átt við það gengi, eða verð, sem skapar jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á alþjóðlegum peningamarkaði. Allir hlutir eru afstæðir í þessum heimi og það, sem skiptir máli er, að innbyrðis samræmi sé milli gengisskrán- inga hinna ýmsu gjaldmiðla, fremur en nákvæmlega hvaða beinar tölur gilda. Ef gengi gjaldmiðils er frjálst, geta tilviljunarkenndar breyt- ingar á framboði og eftirspurn valdið einhverjum frávikum frá meðalgengisskráningu, en það ættu einkum að vera grundvall- arbreytingar á þjóðfélagsað- stæðum, sem hafa djúpstæð á- hrif á meðalgengið. Þótt nokkir gjaldmiðlar hafi „flotið“ upp á síðkastið, hefur alþjóðlegt peningakerfi verið reist á fastri gengisskráningu um langt skeið. Ekki skulu hér raktar ástæður þessa, en stað- reyndin er sú, að dollarinn hef- ur gengið kaupum og sölum í áratugi, þrátt fyrir allar þær breytingar, sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum sjálfum og annars staðar í veröldinni. Þetta er að mínum dómi enn merki- legra en nýlegar breytingar á skráningu dollarans. SKÝRINGAR Á FASTRI GENGISSKRÁNINGU DOLLARANS. Meginskýringa á fastri geng- isskráningu dollarans er að mínu áliti að leita í eftirfarandi: 1. Dollarinn var nánast einn gjaldmiðla bundinn við gull. Þetta myndaði hinn fasta punkt í gengiskerfi heimsins. 2. Bandaríkin komu sterk út úr heimsstyrjöldinni síðari, fjár- hagslega, tæknilega og stjórn- unarlega séð (sbr. dollara- skortinn á sínum tíma). 3. Vöruviðskipti Bandaríkjanna við umheiminn eru tiltölu- lega lítil (eða um 10% af þj óðarf ramleiðslu). 4. Gengisleiðréttingar hafa ver- ið framkvæmdar á þann veg- inn, að aðrar þjóðir, einkum Vestur-Þj óðverjar hafa hækk- að gengið, sem að sjálfsögðu jafngildir rýrnun dollarans. NÝ VIÐHORF. Það, sem orðið hefur til að veikja stöðu dollarans á síðustu árum eru atriði, sem íslending- ar þekkja af eigin raun: 1. Verðbólguvöxtur var lengi vel tiltölulega hægur í Bandaríkj- unum. Þetta hefur breyzt á síðustu árum. Slakað virðist hafa verið á kröfunum um stöðugt verðlag, en meiri á- herzla hefur verið lögð á að minnka atvinnuleysi (þótt það hafi ekki tekizt sérlega vel í framkvæmd). 2. Greiðslujöfnuður Bandaríkj- anna hefur verið óhagstæður um árabil. Ástæða þessa er einkum mikill fjármagnsút- flutningur í formi fjárfestinga erlendis og margvíslegra framlaga til erlendra ríkja. 3. Bandarísk fyrirtæki hafa lítið sinnt útflutningi, sennilega vegna stærðar heimamarkað- arins og meiri arðsemi við sölu þar en annars staðar. Samtímis hefur samkeppni aukizt á heimamarkaðnum á mikilvægum sviðum, eins og á bílamarkaðnum, í raftækj- um og vefnaðarvörum. 4. Myndun Efnahagsbandalags Evrópu hefur að nokkru leyti verið á kostnað vöruútflutn- ings Bandaríkjanna, bæði beint og óbeint, þar sem það hefur borgað sig fyrir banda- rísk fyrirtæki að hefja starf- rækslu innan tollmúrana. Landbúnaðarmálin hafa verið erfið viðureignar í EBE, og Bandaríkjamenn eru sárir yf- ir að koma landbúnaðarvör- um sínum ekki þar á markað í ríkara mæli en nú er. 5. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur unnið að því að koma betra jafnvægi á gengismál heimsins og losa dollarann úr hlutverki hans sem varasjóðs- myntar, t. d. með því að stofna til hinna „sérstöku dráttarréttinda". Þetta hefur m.a. birzt í þeirri mynd, að ís- lenzka krónan er ekki lengur bundin við dollar, heldur við gull síðan í des. 1972. 6. Flestum verða æ ljósari gervi- tengsl dollarans við gull. Hin fjölmörgu fyrirtæki, sem ris- ið hafa upp á síðustu áratug- um og þeir bankar, sem stunda starfsemi í mörgum löndum, reyna að varðveita fé sitt með því að skipta út veik- um gjaldmiðlum yfir í sterka. Varla er unnt að kalla þetta eiginlega spákaupmennsku. í reynd er oft einvörðungu ver- ið að flýta greiðslum eða flytja til fé í fjárfestingar- skyni fyrr en ella til að forð- ast gengistap. Hrein spákaup- mennska, þar sem skiptin eru eingöngu gerð í því skyni að fá gengishagnað, magnast tæplega fyrir alvöru, fyrr en greinilegt er orðið, hvert stefnir, og getur þá magnað vandann. Það, sem ætti að vekja nokk- urn ugg meðal Bandaríkja- manna er, að ekki er fyrirsjáan- legt, að gengislækkun dollarans bæti viðskiptajöfnuð þeirra í bráð. Ástæðan er einkum sú, að FV 3 1973 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.