Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Síða 65

Frjáls verslun - 01.03.1973, Síða 65
um varðandi námskeið og kynningu á nýjungum í stjórnun. En meira þarf til. Víða úti á landsbyggðinni eru menn, sem hafa með höndum stjórn stórra fyrirtækja, sem eru burðarliðir í útflutningsiðnaði þjóðarinnar. Þess- ir stjórnendur þyrftu að eiga greiðan aðgang að öllu því símenntunarefni á sviði stjórnunar, sem völ er á. Jafnframt þyrfti að búa svo um hnút- ana, að menn sæju hagkvæmni þess, að gefa sér tíma til símenntunar, þótt eitthvað þyrfti fyrir því að hafa. Annað vandamál á stjórnsviðinu er að velja hæfan stjórnanda til starfa. Þegar starf stjórnanda er auglýst, sækir venju- lega einn eða fleiri menn úr ákveðnum hópi um starfið. Þetta er hópur manna, sem telur það vera köllun sína að gegna einhvers konar „stjóra- istöðu“, jafnvel þótt þeir hafi hvorki til þess menntun né hæfileika, enda má oft vinsa þá úr tiltölulega fljótt. Ýmis kerfi hafa verið í notkun, sem eiga að tryggja eftir föngum, að hæfur starfs- kraftur sé valinn til að gegna ákveðinni stöðu. í Bandaríkjunum hafa verið gerðar rannsóknir á því, hvaða grundvallarsjónarmið væru líkleg- ust til árangurs við val stjórnenda í fyrirtækjum. Hver er hæfur stjórnandi? Rannsóknir þóttu sýna að meiri áherzlu bæri að leggja á persónulega hæfni og persónuhæfi- leika, en á menntun og reynslu. í U.S.A. hefur sú aðferð verið notuð með ár- angri við val umsækjenda um stjórnunarstarf að leggja til grundvallar stöðuveitingu: 80% áherzlu á persónulega hæfileika og 20% á menntun og reynslu. Til þess að fyrirbyggja misskilning, skal það tekið fram, að hér er ekki átt við það, að 1 starf t. d. lyf jafræðings, sé mögulegt að ráða ósérmennt- aðan mann eða mann með menntun á ólíku sviði, heldur er hér um að ræða aðferð til þess að velja milli manna, sem í grundvallaratriðum hafa þá undirstöðumenntun, er starfið krefst. Beinlínis er átt við það, að t. d. háar einkunnir og löng reynsla, sé í flestum tilfellum minna virði en æskilegir persónuhæfileikar umsækjanda til stjórnunar. Þeir persónuhæfileikar sem einkum er sótzt eftir að umsækjandi hafi, við val í stjórnunar- störf eða „lykilstöður11 fyrirtækja, eru m. a. þessir: 1. Persónuleiki og stjórnunarhœfileikar. 2. Hæfilegt sjálfsálit byggt á heilbrigðri dóm- greind. 3. Hæfileiki og kjarkur til þess að taka mik- ilvœgar ákvarðanir fyrirvaralawst á eigin ábyrgð. 4. Eiginleiki til samstarfs og aðlögunar. 5. Áreiðanleiki í orði og á borði. Um það, hve mikla áherzlu skal leggja á hvern þessara 5 þátta persónuhæfileika, er háð stöðu og starfsmati hverju sinni og getur sú áherzla verið breytileg eftir því hvers eðlis starfið er, sem velja skal i. í þessari grein hefur verið drepið á það, sem getur kallazt forgrunnur að rekstrartæknilegum aðgerðum í fyrirtækjum og hefur verið stiklað á stóru. Æskilegt hefði verið að gera sérstaka grein fyrir þeim vinnuaðferðum, sem beitt er við lausn rekstrarvandamála almennt bæði hvað snertir rekstrarskipulagningu og hagræðingu. En vegna þess að hvorki er fyrir hendi tími né rúm til slíks, verður það að bíða betri tíma, enda efni í sjálfstæða blaðagrein. FV 3 1973 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.