Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1973, Page 69

Frjáls verslun - 01.03.1973, Page 69
MÍMIR HF.: Mímir hf. Skólavörðustíg 23, kynnir Brother Pro Lectric 6213 rafritvél sem framleidd er hjá Brother International Japan. Pro Lectric 6213 hefur 33 cm valslengd, sjálfvirka vagn- færslu og línuskiptingu sjálf- virk vagnfærsla áfram, dálka- stillir, 3 sjálfvirkir lyklar og hálft línubil. Verð er ca. 26.000 og eins árs ábyrgð. BORGARFELL HF.: Borgarfell hf. Skólvörðustíg 27, kynnir Hillebrand spjald- skrárkassa og ritvélaborð sem framleidd eru af Hillebrand Leucten Vestui'-Þýzkalandi. Spjaldskrárkassarnir fást í þremur DIN stærðum A4, A5 og A6 ásamt hjólaborðum. Einnig eru til tvær gei'ðir ritvéla og reiknivélaborða. Aðrar stærðir er hægt að fá samkvæmt pöntun. VÉLADEILD SÍS: Véladeild SÍS Ármúla 3, kynnir Smith Corona 250 sem framleidd er af SCM Internat- ional S/A. Viðgei'ðai'þjónusta er Skriftvélaþjónustan Höfðatúni 10. Vélin er fáanleg með 12” eða 15” valsi. Verð kr. 27.105.- Véladeildin selur ennfremur búðarkassa, bókhaldsvélar, ljósprentunarvélar og ritvélar. GEVAFOTO hf.: Gevofoto hf. kynnir OCE el- ectrostatisk ljósritunarvél gerð OCE 1250 sem notar pappír af rúllum 21 cm x 120 m. Fram- leiðsluland er Holland. Ljósrita- stærð allt að 21 cm á breidd og 37 cm á lengd. Pappírinn er skorinn sjálfvirkt eftir lengd frumritsins sem lagt er yfir. Ljósritun úr bókum er einkar auðveld. Ljósritun venjulegs bréfs A4 tekur 6 sekúndur. Telj- ari sér um sjálfvirka afritun, allt að 99 eintök. Ljós gefur til kynna ef bæta þarf á ljósritún- arvökva. Þetta er ljósritunarvél, er hæf- ir stærri fyrirtækjum sem hafa þörf fyrir ljósritun bæði af örk- um og úr bókum. Verð í febrúar 1973 með sölu- sk. 13% kr. 149.200,- Verð á ljósritunai-pappír í stærð A 4 eða 21x29,7 cm kemur úr kr. 4.40 örkin m/sölusk. SKRIF VÉLIN: Skrifvélin, Suðurlandsbraut 12, sími 85277, kynnir Canon Canola rafeindareiknivélar frá Conaon Inc. Tokyo Japan. GERÐ, STÆRÐ, SÉREIGIN- LEIKAR: Hægt er að velja á milli 22ja mismunandi gei'ða. Þar af eru 3 ,,prógrammeraðar“ með gata- spjöldum, 4 ei’u með strimil, 10 með ljósaborð, 4 ganga fyrir raf- hlöðum eða straum um hleðslu- tæki, og að lokum, sú nýjasta með hvoru tveggja strimil og ljósaborð, auk þess er hægt að fá sjálfstætt prentverk fyrir 2 gerðir af ,,pi'ógramm“vélum. Vélarnar eru með 1 upp í 100 geymsluverk, frá 8 upp í 16 stafa útkomu. Þær reikna allar 4 reikningsaðferðirnar, eru með fljótandi og/eða stillanlega kommu, sleppa aftan af og/eða hækka upp, sumar eru með sjálf- virkan prósentutakka, konstant, geta bakkað tölum, snúið þeim við, hafið upp í veldi og dregið kvaðratrót. Eins árs ábyrgð er á öllum vélunum, verð frá kr. 16 þús. FV 3 1973 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.