Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 22
Eftirspurn eftir fiski í heiminum hefur aukizt verulega, en franv
boð dregizt saman og verðlag rokið upp úr öllu valdi.
vangi, til þess að bæta úr hung-
ursneyð, þar sem hún kann að
skjóta upp kollinum hverju
sinni. Sameinuðu þjóðirnar
hafa í þessum tilgangi t. d. kom-
ið á fót hjálparstarfi í Bangla-
desh og í Sahelin-löndum Vest-
ur-Afríku.
TAKMARKA BER
MANNFJÖLGUNINA.
Það er að koma betur og bet-
ur í ljós, að nauðsynlegt er að
takmarka mannfjölgunina í
heiminum, til þess að koma í
veg fyrir allsherjarhungurs-
neyð. Vegna uppskerubrests
undanfarin 2 ár, þá þurfa öli
þróunarríkin að auka landbún-
aðaruppskeru sína um tæp 5%
á ári samanlagt, fram til 1980.
ef þau eiga að ná markmiði Sam-
einuðu þjóðanna í þessu efni.
Upphaflega hafði verið reikn-
að með 4% aukningu á ári milli
1970—80. Þróunarlöndin juku
landbúnaðarframleiðslu sína í
heild um 2,8% á ári frá 1961
—71, en þetta þótti vel af séi
vikið, vegna þess, að á sama
tíma fjölgaði íbúum þeirra um
2,6%.
HEIMSMARKAÐSVIÐ-
SKIPTI MARGFÖLDUÐUST.
Viðskipti þjóða í milli jukust
um 14% árið 1972 á sviði land-
búnaðar-, fisk- og skógarafurða,
miðað við 5% árið 1971. Aukn-
ingin varð svona ör vegna mik-
illa verðhækkana á heimsmark-
aðinum. Útflutningsverðmæti
landbúnaðarafurða þróunar-
landanna hækkuðu um 19%, en
á sama tíma um 12% í þróuðu
ríkjunum. Útflutningur ríkja,
sem búa við miðstjórnarskipu-
lag dróst saman um 3%, sem
stafar aðallega af uppskeru-
bresti í Sovétríkjunum. Hlutur
iðnaðarríkja í heimsviðskiptun-
um hækkaði úr 59% í 61 % á
tímabilinu; á sama tíma minnk-
aði hlutur þróunarríkjanna nið-
ur í 32%.
MINNKANDI FISKAFLI:
EFTIRSPURN EYKST.
í skýrslum FAO segir, að eft-
irspurn eftir fiski í heiminum
hafi aukizt verulega, en á sama
tíma hafi framboð dregizt sam-
an og verðlag rokið upp úr öllu
valdi. Ástæðan er meðal annars
minnkandi ansjósuveiði Chile-
og Perúmanna, sem orsakaði
skort á fiskimjöli á heimsmark-
aðinum. í upphafi ársins 1972.
gætti ekki svo mikið skorts á
fiskimjöli, þar sem víða voru til
talsverðar birgðir af því. FAO
spáir áfram sömu þróun þessara
mála á árinu sem er að líða.
Margar þjóðir hins svonefnda
„þriðja heims“ hafa margfald-
að fiskveiðar sínar á undanförn-
um árum, en það nægir ekki til
þess að bæta upp af labrest Perú-
manna, en þeir voru mjög feng-
sælir á sjöunda áratugnum. Ým-
iss fleiri atriði spila inn í minnk-
andi heildarfiskafla heimsins,
og þ. á m. má nefna ofveiði á
ákveðnum svæðum, útfærslu
fiskveiðilögsögu ríkja, slæmt
veðurfar og önnur vandamál.
SKÓGARAFURÐIR
MARGFÖLDUÐUST.
Mikil aukning varð í fram-
leiðslu afurða, sem fást af skóg-
rækt í flestum hlutum heims,
þar sem slík framleiðsla er
stunduð. Timburframleiðsla
varð 1.327 millj. kúbikmetrar í
heiminum árið 1972, sem reynd-
ist 2% aukning frá árinu 1971.
Þróuðu ríkin framleiddu 87%
af heildarmagninu, að meðtöld-
um ríkjum, sem búa við mið-
stjórnarskipulag, eins o gt. d. A-
Evrópu. Framleiðsluaukningin
varð mest á þessu sviði í þróun-
arríkjum, sem liggja um mið-
bik jarðar.
AÐSTOÐ VIÐ ÞRÓUNAR-
LÖND DRÓST SAMAN ’72.
Árið 1972 varð nokkur sam-
dráttur í fjárhags- og efnahags-
aðstoð þróaðra ríkja við þróun-
arríki. Hin efnaðri ríki S. þ.,
sem tilheyra DAC (Develop-
ment Assistance Committee of
the Organization for Economic
Cooperation and Development)
leggja fram um 90% af heildar-
aðstoðarfjármagninu, en það
hækkaði aðeins um 7 % árið
1972, í samtals $ 19.451 millj.,
miðað við 3% lækkun. Heildar-
framlag efnaðri ríkja heims hef-
ur dregizt nokkuð saman, en
það varð raunverulega aðeins
0.34^o, miðað við heildarþjóðar-
framleiðslu viðkomandi ríkja,
samkvæmt skýrslum FAO.
22
FV 11 1973