Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 23
Víða um lönd hefur veðurfar leitt til uppskerubrests.
NOKKUR DÆMI UM
HEILDARFRAMLEIÐSLU.
Ef litið er á nokkur dæmi um
framleiðslu heimsins í nokkrum
greinum, sem getið er um í
skýrslum FAO, kemur t. d. í
ljós að:
1. Hveitiframledðslan í heimin-
um 1971 varð 343 millj. lest-
ir, eða 10 millj. lesta minni,
en árið áður,
2. Hrísgrjónaframleiðslan
minnkaði um 4% niður í
297 millj. lesta,
Kjötframleiðsla jókst um að-
eins 1% og er um aukna
hænsnarækt að ræða,
Mjólkurframleiðsla, eftir
þriggja ára stöðnun, jókst
aðeins í Efnahagsbandalags-
löndunum og á Nýja Sjá-
landi,
5. Sykurframleiðsla dróst sam-
an þriðja árið í röð í lok upp-
skerunnar 1972—73, var
reiknað með að framleiðsl-
an ykist um 5% í 76 millj.
lesta,
6. Lýsi og olíuframboð hefur
stórminnkað, vegna afla-
brests í Perú, sem fram-
leiddi mikið magn lýsis úr
ansjósum,
7. Kaffi- og teframleiðslan er
góð,
8. Tóbaksframleiðslan hækkar
eitthvað miðað við 1971,
9. Kókóbaunaframleiðsla hef-
ur dregizt saman um 8%
miðað við 1971—1972.
IVý ógnun við stórfyrirtæki:
IVIannrán og lausnagjöld
Undanfarin ár hefur það
farið í vöxt víða um heim, að
öfgamenn og skæruliðar hafi
rænt háttsettum starfsmönnum
ýmissa stórfyrirtækja í þeim
tilgangi að knýja fram lausn-
arfé og/eða. fá ákveðnar stjórn-
málalegar kröfur uppfylltar af
viðkomandi stjórnvöld'uim.
Ástandið er einna verst í
nokkrum ríkjum Suður-Amer-
íku. í Argentínu eru t. d. hátt-
settum framkvæmdamönnum
rænt í hverjum mánuði að
meðaltali. Þetta hef'ur leitt til
þess, að umræddir menn hafa
ráðið til sín lífverði, til þess að
gæta viðkomandi aðila og fjöl-
skyldunnar. í hverfum, þar
sem slíkir menn búa, hefur
viðkomandi lögregluyfirvald
eflt allt öryggiseftirlit. Menn-
irnir reyna að breyta leiðinni,
sem þeir aka til og frá vinnu á
hverjum degi, til þess að villa
um fyrir hugsanlegum mann-
ræningjum. Á t. d. Jamaica,
eru líkamsárásir og þjófnaðir
tíðir. Þar hafa ýmsir fram-
kvæmdastjórar ráðið vopnaða
verði, til þess að gæta heimila
sinna, jafn að degi sem nóttu.
HÆTTUÁSTAND í ÍSRAEL
OG A NORÐUR-ÍRLANDI
Framkvæmdamenn í ísrael
eiga það ætíð á hættu að fá
tímasprengju senda í sakleys-
islegum pakka eða bréfi. All-
ur póstur er vandlega rann-
sakaður á hverjum degi. Á
Norður-írlandi hefur þurft að
grípa til sérstakra öryggisað-
gerða, til þess að koma í veg
fyrir skemmdarverk öfgasinna
á fyrirtækjum og verksmiðj-
um. Það kemur oft fyrir, að
verksmiðjur stöðvast vegna
skemmdarverka. Nú orðið er
það einnig hættulegt að vera
framkvæmdamaður í borgum,
eins og t. d. London, Singa-
pore og Mexíkóborg.
MENN GLÍMA VIÐ NÝJA
GERÐ AF STREITU
Framkvæmdastjórar á um-
ræddum hættusvæðum glíma
nú við óþekkta streitu, sem
stafar af stöðugum ótta við
að lenda í klóm mannræn-
ingja, sem svífast einskis. Ör-
yggisvandamál, starfsmanna-
vandi, slæmt andrúmsloft á
vinnustað og vinnuskróp eru
FV 11 1973
23