Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 81
Kaupmannahafnarbúi, sem
hafði starfað fyrir fyrirtæki
sitt í Madrid í þrjú ár var
kominn heim að nýju.
Hann hafði ekki verið Iengi
í heimaborginni, þegar hann
lenti í árekstri á gatnamótum
með þeim hætti að annar bíll
ók á rauðu Ijósi þvert á hann.
Bálöskuvondur skreiddist
maðurinn út úr bílnum og
hóf mikinn reiðilestur yfir
bílstjóranum, sem árekstrinum
olli.
— Ég segi yður það, að í
heil þrjú ár hef ég keyrt þenn-
an bíl innan um alla þessa
kolbrjáluðu ökuþóra í Madrid
án þess svo mikið sem kæmi
ein rispa á bílinn. En um leið
og maður vogar sér út á götu
hér heima þá er eitt fíflið
búið að keyra á mann eins
og skot. Hvern fjandann mein-
ið þér eiginlega?
Hinn ökumað'urinn starði
vandræðalega fram fyrir sig
ineðan á reiðilestrinum stóð
en sagði svo:
— No comprendo, sénor.
— ★ —
— ★ —
Frúin heyrði, að útidyrnar
voru opnaðar og hún áleit að
sjálfsögðu, að þar væri eigin-
maðurinn á ferð.
— Ég er í svefnherberginu,
elskan, og ég er nakin.
Það var hóstað eilítið vand-
ræðalega frammi á ganginum
og síðan sagt:
— Ég sé ástæðu til að taka
fram, að póstburðarmaðurinn,
sem er hér venjulega er í fríi
núna.
Ég er í afleysingum.
— ★ —
Dómarinn: Svo að þér fylgd-
uzt með þvi, hvernig áfloga-
seggirnir réðust hvor á annan
og börðust með stólum. Af
hverju athöfðuzt þér ekkert?
Vitnið: Það voru ekki fleiri
stólar á staðnum.
— ★ —
— Það er nú meiri kjaftur-
inn á dömunni, sagði Siggi
við Nonna félaga sinn. Hann
átti við Pöllu, vinkonu þeirra
beggja, sem hann hafði farið
með í bíó, kvöldið áður.
— Nú, ég vissi þetta ekki,
sagðd Nonni. Hvað sagði hún
eiginlega?
— Ja, svona eins og „hættu
þessu“, „þetta er bannað“, „ég
vil það ekki“, „ekki í kvöld
— kannski seinna“, og svona
hélt hún áfram.
★
— Það er greinilegt, að stelp-
an á skrifstofunni hefur verið
góð við þig í dag.
— ★ —
Skotinn hafði fengið vitn-
eskju um, að eyrnasérfræðing-
urinn frægi tæki 800 krónur
fyrir fyrstu skoðun en 500
fyrir þær seinni. Þegar Skot-
inn fékk alvarlega í eyrun í
fyrsta sinn fór hann til sér-
fræðingsins og sagði:
— Góðan daginn. Þá er ég
kominn aftur.
— ★ —■
Maður nokkur kom inn í
herrafataverzlun í borginni.
Hann gekk til afgreiðslu-
mannsins og spurði:
— Má ég máta bux*urnar,
sem eru þarna í glugganum.
— Já, sjálfsagt. Ég ætla
bara að draga gardínuna fyrir
fyrst.
— ★ —
Kennarinn: Ef pabbi þinn
vinnur sér inn 5000 kr. og
lætur mömmu þína fá helm-
inginn, hvað fær hún þá?
Óli: Örugglega hjartaslag.
81
FV 11 1973
L