Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 73
Mýtt efni, sem gerir við og
loftfyllir sprungna hjólbarða
Smyrill, varahlutaverzlun,
Ármúla 7 í Reykjavík, hefur
nýlega hafið innflutning og
söl'u á efni, sem gerir við og
loftfyllir hjólbarða, sem
sprungið hafa af völdum nagla,
glerbrota og þess háttar hluta.
Efni þetta, sem er innflutt frá
Frakklandi og nefnist Punc-
ture Pilot 77, er fljótandi
gúmmíkvoða á sprautubrúsum,
sem eru að því leyti ólíkir
öðrum spra'utubrúsum, að þess-
ir hafa plastslöngu og nippil.
Efnið Puncture Pilot 77 er
í stuttu máli notað þannig, að
ef loft sígur úr hjólbarða, er
ventilhettan skrúfuð af og
hjólið lofttæmt eins vel og
hægt er, síðan er Puncture
Pilot brúsinn hristur vel
(yljaður við miðstöðina ef
kalt er) og nippillinn á plast-
slöngunni skrúfaður á hjól-
ventilinn, síðan er hettan á
brúsanum losuð af og þrýst
á. Fyllist þá hjólið af gúmmí-
kvoðu og lofti og fær sína
eðlilegu lögun. Hefur þá kvoð-
an sezt í gatið og lokað því.
Þegar lokið er áfyllingunni
á að aka bílinn ca 10-15 km
á meðalhraða 20-25 km á
klukkustund til þess að
gúmmíkvoðan í hjólbarðanum
jafni sig, og loftþrýstingurinn
verði eðlilegur, síðan er ekið
áfram, svo sem leið liggur.
Framleiðendur efnisins ráð-
leggja að láta athuga hjólbarð-
ann á gúmmíviðgerðarverk-
stæði t. d. ekki hefur reynzt
mögulegt að fjarlægja nagla,
sem valdið hefur óhappinu. Þá
þarf að fylgjast með loftþrýst-
ingi í hjólbarðanum. Hins veg-
ar segja framleiðendur ekkert
því til fyrirstöðu að aka
hundruð kílómetra, eftir að
gert hefur verið við hjólbarð-
ann á þennan hátt, ef tekizt
hefur að fjarlægja aðskotahlut
þann, sem sprengdi barðann.
Puncture Pilot 77 er ætlað
til viðgerða jafn fyrir slöngu-
sem slöngulausa hjólbarða. Þó
er viðgerð ekki möguleg, ef
slanga er rifin eða ef slöngu-
laus hjólbarði fellur ekki þétt
að felgu. Efnið er selt í tveim-
ur brúsastærðum. Er 340
gramma brúsi fyrir hjólbarða
að 590x13 og 650 gramma brúsi
fyrir hjólbarða stærri en
590x13. Þá er sérstakt tveggja
brúsa sett fyrir vöru- og áætl-
unarbifreiðar. Þar er efnið í
öðrum brúsanum, en þrýstiloft
í hinum.
Framleiðendur segja, að í
kulda þurfi að ylja efni t. d.
við miðstöðina í bílnum. Þá
vara þeir við því, að ekki
megi brúsarnir standa þar sem
sól skín á þá, né heldur geym-
ist þeir í hita yfir 50°C, held-
ur ekki þar sem börn ná í.
Þetta nýja efni reynist
væntanlega góð og þægileg
lausn á vandamáli, sem menn
og konur hafa lengi glímt við.
Það springur á hjólbarða, þeg-
ar verst stendur á og á versta
stað, e. t. v. á mikilli umferð-
argötu. Allt til þessa hefur
ekki verið um annað að ræða
en að skipta um hjól, eða að
reyna að ná sambandi við
viðgerðarmann eða verkstæði.
Hefur það oft reynzt taf-
samt og vandkvæðum bundið.
Með brúsa af Puncture Pilot
77 virðist viðgerðin auðveld
og ekki tafsöm.
Sú kynning, sem fram fór
á vegum Smyrils, þegar efnið
var sýnt, og reynt fyrir blaða-
mönnum, bendir til að hér sé
á ferðinni mjög athyglisverð
nýjung, sem sérhver ökumaður
getur haft gagn af að kynna sér.
Mynd 1: Sprungið á framhjóli. — Mynd 2: Viðgerð með Puncture
Pilot 77. — Mynd 3: Ekið af stað að lokinni auðveldri viðgerð.
FV 11 1973
73