Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 34
ákveðna stefnu í iðnaðarmál- um, sem aldrei hefur verið fyr- ir hendi hér á íslandi. Við vitum aldrei, hvað við getum raunverulega reitt okkur á í þeim efnum. — Hvað um sameiningu fyr- irtækja og uppbyggingu þeirra í færri einingum? — Það er ekki svo auðvelt. Fyrirtækin eru misjafnlega uppbyggð og sumir óska þess hreinlega að hafa þetta smátt í sniðum. Það verður erfitt að komast að niðurstöðu um þessi mál fyrr en þrengir að. Ákvörðunin virðist ekki ætla að verða tekin meðan allt gengur vel. Það hlýtur þó að vera skynsamlegt að hefja ein- hverja samvinnu, t. d. í véla- kaupum. En afkoman í fram- tíðinni hlýtur að verulegu leyti að verða undir því komin, hve mikla möguleika stjórnvöld skapa okkur. Tollar og of- greiðslur hjá okkur gera það að verkum, að við þurfum að greiða 24% hærra verð fyrir framleiðslu en heimsmarkaðs- verð segir til um. Það er til dæmis illþolanlegt, að við skul- um vera skyldaðir til að kaupa innlenda þurrmjólk, sem er þrisvar sinnum dýrari en þurr- mjólk á heimsmarkaðsverði. — Hvernig er að iðnaðinum búið almennt séð hér á landi og hvernig er að vera iðnrek- andi um þessar mundir miðað við það sem áður var? — Það eiga örugglega allir við viss vandamál að stríða og það á ekki aðeins við um ís- lenzkan iðnað. í heildina tekið er ég ekki viss um, að erlend- ir iðnrekendur margir hverjir hafi það neitt betra en við. Það er aftur á móti augljóst, að iðnaðurinn á íslandi býr við miklu lakari kost en sjávarút- vegur og landbúnaður, jafnvel þó, að hann sé stærri og þýð- ingarmeiri atvinnugrein í ýmsu tilliti. Það er kominn tími til, að íslendingar ái li sig á nýj- um staðreyndum og láti iðnað- inn njóta sannmælis, þó að sjávarútvegur og landbúnaður hafi verið undirstöðuatvinnu- greinar þjóðarinnar fyrr á ár- um. Aðstaða okkar iðnrekenda er allt önnur og miklu betri en var fyrir tveimur áratug- um. Þá voru hreinlega agaleg- ir tímar. Það var ekki nóg með að við þyrftum að bíða dag eftir dag á skrifstofum úthlut- unarnefnda heldur fengum við kannski ekki þá afgreiðslu hjá bönkunum, sem við höfðum þó leyfi fyrir. Þegar við byggð- um við húsið hérna í Skip- holtinu þurftum við að sjálf- sögðu fjárfestingarleyfi. Svo vildi til, að við höfðum safnað saman nokkur þúsund krónum og byrjuðum að byggja, þegar leyfið var kom- ið. En það máttum við ekki, því að sérstakt leyfi til að hefja vinnuna skorti enn. Þannig varð bagalegur drátt- ur á því að verkinu væri hrundið í framkvæmd. Þetta voru svo ótrúlega erfiðir tím- ar miðað við ástandið í dag. — Er ekki óæskilegt, a'ð sælgætisgerðirnar innlendu framleiði svo til allar sömu tegundir, þó að í litlum mæli sé? Væri verkaskipting ekki sjálfsögð? — Mér finnst gjörbreytinga þörf. Ef eitthvert vit á að vera í rekstrinum þurfum við að skipta verkefnum milli okkar. Það hefur líka verið til um- ræðu, en engin lausn fengizt. Þá finnst mér einsýnt, að til- raunir verði gerðar til að koma á laggirnar sameiginlegri pökk- unarstöð og lager, og afgreiðslu í sambandi við hann fyrir sæl- gætisgerðirnar. Af því yrði mikið hagræði. Gengur vel að fá hæft fólk til að búa til gotterí nú á dög- um? Menntun starfsfólksins er stórmál. Við hjá Opal höfum verið ákaflega heppnir með starfsfólk, en hér menntar hver annan og þessi störf hafa ekki hlotið viðurkenningu sem iðn eins og t. d. bakaraiðnin. Þó er sælgætisgerð sérstök iðn- grein víðast í nágrannalöndum okkar og veitti ekkert af því að koma sömu skipan á hér, sagði Jón Guðlaugsson að lok- um. Almennt leiguflug mcð farþega og vörur bæði innan- lands og til nágrannaland- anna. Aðcins flugvélin fær betri þjónustu en þér. H.UGSTOÐIN REYKJAVIKURFLUG VELLl SÍMI 11422 \uqcyn /// \nnLTrlLL/ atat CiiCaSatah í CiMgíHHi ^ SKÚLAGÖTU 40 1 5 0 1 4 1 918 1 34 FV 11 1973
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.