Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.11.1973, Blaðsíða 11
Sameiningarmál flug- félaganna eru nú komin á góðan rekspöl. Þegar hefur verið tilkynnt um sameiginlega skrifstofu þeirra í Glasgow og fleiri breytingar af því tagi eru framundan. Ekki hef- ur fyllilega á það reynt, hvernig starfsfólk félag- anna bregst við nauðsyn- legum hagræðingarað- gerðum, en heyrzt hefur, að meðal flugmanna beggja félaganna hafi 'þegar risið deila um rétt- indi til að stýra breið- þotunum svonefndu, þeg- ar Flugleiðir h.f. taka þær í notkun. Margir spá því, að það verði innan tveggja ára. Loft- leiðamenn telja sig hafa rétt og reynslu fram yfir Flugfélagsmenn og svo öfugt. Eins og nú standa sak- ir má jafnvel búast við, að Reykjavíkurborg verði löggæzlulaus eftir ára- mótin. Lögreglumenn í borginni hafa allir sagt upp, þar sem þeir eru ekki ánægðir með kjör sín. Samkvæmt laga- breytingum eiga lög- reglumenn nú að vera ríkisstarfsmenn og falla inn í launaflokkakerfi opinberra starfsmanna, en á það vilja þeir ekki fallast. Hefur lögreglu- liðið í Reykjavík gert kröfu til að fá viður- kenningu sem sjálfstæð- ur samningsaðili, en ætl- að hætta ella. Fjárhagur dagblaðsins Tímans ku hafa tekið ein- hverjum framförum und- ir forystu Kristins Finn- bogasonar. En í útgáfu bladsins er beitt öiium brogöum til að hala inn peninga. Fæstir vita nú oröið, hvað eru auglýs- ingar í því mæta biaði og hvað ekki. Sízt kunna biaðamennirnir sjáltir að gera greinarmun þar á nú oröið. Nýjasta uppá- tækið var að utbúa ser- stakt bílabiað, þar sem rabbað var við forystu- menn ýmissa bilainn- flutningsfyrirtækja. Þar gátu menn óspart prísað sina vöru — fyrir 25 þús. kall, sem birting greinar- innar og ritlaun munu hata kostað í mörgum til- felirnn. Þetta er blaða- mennska, sem segir sex. Porter, aðalsamninga- maður Bandaríkjanna um varnarmálin, mun hafa verið engu nær um af- stöðu íslenzku ríkis- stjórnarinnar til þeirra mála eftir fund hans með Einari Ágústssyni dögunum. Þar kynntu Bandaríkj amennirnir ýmsa valkosti, sem þeir töldu hugsanlega án þess, að úr varnarmætti stöðv- arinnar á Keflavíkur- flugvelli yrði dregið. Þeir báðu jafnframt um álit utanríkisráðherra á stöð- unni, og hvað íslenzka ríkistjórnin vildi. En ráðherra hafði enga skoð- un á því, hve fjölmennt lið hann teldi nauðsyn- legt, — vildi bara ein- hverja fækkun umfram það, sem Bandaríkja- mennirnir lögðu til. Hún mun hafa numið 429 flug- liðsmönnum, sem óbreytt- ir borgarar kæmu þó í staðinn fyrir, ásamt nokkrum breytingum á fyrirkomulagi annarra starfa eins og við skrif- stofuvinnu og hjúkrun, svo að dæmi séu nefnd. Loks er endanlega ákveðið, að þjóðhátíð verði haldin á Þingvöll- um 28. júlí n.k. Viðtök- urnar, sem tillögur þjóð- hátíðarnefndar hafa feng- ið hjá ríkisstjóminni, hafa verið mjög misjafn- ar og allt frá upphafi hafa kommúnistar reynt að spilla fyrir, að þessi hátíð færi fram. Leigu- pennar þeirra hafa verið að verki og reynt að eyði- leggja sem mest fyr- ir undirbúningsnefndinni. Kommúnistar hafa líka notað tækifærið og „stol- ið“ hugmyndum frá nefndinni og flutt um þær tillögur á Alþingi. Á vegum American Ex- press-fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa ver- ið gerðar tilraunir til að selja íslenzka framleiðslu með sölubæklingum, sem sendir hafa verið til við- skiptamanna fyrirtækis- ins. Meiriháttar tilraun átti að gera á þessu ári með ýmsum tilboðum, en hæst bar þó íslenzku prjónakápurnar. Ætlunin var að senda út 50.000 sölubæklinga í pósti, en síðan var það minnkað um helming. Að því er heimildarmenn okkar herma mun árangurinn af þessum 25.000 kynn- ingarritum hafa orðið heldur rýr, því að síðast er fréttist hafði 21 kápa selzt út á þá! FV 11 1973 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.