Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 11

Frjáls verslun - 01.11.1973, Page 11
Sameiningarmál flug- félaganna eru nú komin á góðan rekspöl. Þegar hefur verið tilkynnt um sameiginlega skrifstofu þeirra í Glasgow og fleiri breytingar af því tagi eru framundan. Ekki hef- ur fyllilega á það reynt, hvernig starfsfólk félag- anna bregst við nauðsyn- legum hagræðingarað- gerðum, en heyrzt hefur, að meðal flugmanna beggja félaganna hafi 'þegar risið deila um rétt- indi til að stýra breið- þotunum svonefndu, þeg- ar Flugleiðir h.f. taka þær í notkun. Margir spá því, að það verði innan tveggja ára. Loft- leiðamenn telja sig hafa rétt og reynslu fram yfir Flugfélagsmenn og svo öfugt. Eins og nú standa sak- ir má jafnvel búast við, að Reykjavíkurborg verði löggæzlulaus eftir ára- mótin. Lögreglumenn í borginni hafa allir sagt upp, þar sem þeir eru ekki ánægðir með kjör sín. Samkvæmt laga- breytingum eiga lög- reglumenn nú að vera ríkisstarfsmenn og falla inn í launaflokkakerfi opinberra starfsmanna, en á það vilja þeir ekki fallast. Hefur lögreglu- liðið í Reykjavík gert kröfu til að fá viður- kenningu sem sjálfstæð- ur samningsaðili, en ætl- að hætta ella. Fjárhagur dagblaðsins Tímans ku hafa tekið ein- hverjum framförum und- ir forystu Kristins Finn- bogasonar. En í útgáfu bladsins er beitt öiium brogöum til að hala inn peninga. Fæstir vita nú oröið, hvað eru auglýs- ingar í því mæta biaði og hvað ekki. Sízt kunna biaðamennirnir sjáltir að gera greinarmun þar á nú oröið. Nýjasta uppá- tækið var að utbúa ser- stakt bílabiað, þar sem rabbað var við forystu- menn ýmissa bilainn- flutningsfyrirtækja. Þar gátu menn óspart prísað sina vöru — fyrir 25 þús. kall, sem birting greinar- innar og ritlaun munu hata kostað í mörgum til- felirnn. Þetta er blaða- mennska, sem segir sex. Porter, aðalsamninga- maður Bandaríkjanna um varnarmálin, mun hafa verið engu nær um af- stöðu íslenzku ríkis- stjórnarinnar til þeirra mála eftir fund hans með Einari Ágústssyni dögunum. Þar kynntu Bandaríkj amennirnir ýmsa valkosti, sem þeir töldu hugsanlega án þess, að úr varnarmætti stöðv- arinnar á Keflavíkur- flugvelli yrði dregið. Þeir báðu jafnframt um álit utanríkisráðherra á stöð- unni, og hvað íslenzka ríkistjórnin vildi. En ráðherra hafði enga skoð- un á því, hve fjölmennt lið hann teldi nauðsyn- legt, — vildi bara ein- hverja fækkun umfram það, sem Bandaríkja- mennirnir lögðu til. Hún mun hafa numið 429 flug- liðsmönnum, sem óbreytt- ir borgarar kæmu þó í staðinn fyrir, ásamt nokkrum breytingum á fyrirkomulagi annarra starfa eins og við skrif- stofuvinnu og hjúkrun, svo að dæmi séu nefnd. Loks er endanlega ákveðið, að þjóðhátíð verði haldin á Þingvöll- um 28. júlí n.k. Viðtök- urnar, sem tillögur þjóð- hátíðarnefndar hafa feng- ið hjá ríkisstjóminni, hafa verið mjög misjafn- ar og allt frá upphafi hafa kommúnistar reynt að spilla fyrir, að þessi hátíð færi fram. Leigu- pennar þeirra hafa verið að verki og reynt að eyði- leggja sem mest fyr- ir undirbúningsnefndinni. Kommúnistar hafa líka notað tækifærið og „stol- ið“ hugmyndum frá nefndinni og flutt um þær tillögur á Alþingi. Á vegum American Ex- press-fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa ver- ið gerðar tilraunir til að selja íslenzka framleiðslu með sölubæklingum, sem sendir hafa verið til við- skiptamanna fyrirtækis- ins. Meiriháttar tilraun átti að gera á þessu ári með ýmsum tilboðum, en hæst bar þó íslenzku prjónakápurnar. Ætlunin var að senda út 50.000 sölubæklinga í pósti, en síðan var það minnkað um helming. Að því er heimildarmenn okkar herma mun árangurinn af þessum 25.000 kynn- ingarritum hafa orðið heldur rýr, því að síðast er fréttist hafði 21 kápa selzt út á þá! FV 11 1973 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.