Frjáls verslun - 01.02.1975, Blaðsíða 42
Töivuþjónusta 11-jví á íslandi
Við bjóðum yður vinnslu d eftirfarandi verkefnum í tölvu okkar:
— Launabókhaldi — Fjdrhagsbókhaldi — Viðskiptamannabókhaldi
HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ ÞVÍ AÐ TAKA VERKEFNI YÐAR TIL ÚRVINNSLU?
ATHUGUN: Fulltrúi okkar kynnir sér á hvern hátt leysa megi vandamál yðar. Má nota staðlaðar úrvinnsluað- ferðir IBM eða henta aðr- ar lausnir betur? SAMNINGUR: Sé tilboð okkar samþykkt, er gerður samningur um vinnslu verksins til eins árs í senn á föstu verði.
TILBOÐ: A grundvelli þeirra athug- ana, sem fram hafa farið á fyrirtœki yðar, eru lagð- ar fram tillögur um lausn verkefna og gert tilboð í umrœtt verk. INNLEIÐSLA: Fulltrúar okkar aðstoða yður við þá undirbúnings- vinnu, sem gera þarf til að aðlaga verkefni yðar að tölvuvinnslu, svo sem gerð reikningalykla og númerakerfa, sem falla bœði að þörfum yðar og búnaði IBM.
ORVINNSLA: Fyrirtœki ySar skilar
gögnum til IBM á fyrir-
fram ákveðnum tímum.
Að úrvinnslu lokinni skil-
ar IBM verkefnunum full-
unnum sömuleiðis á á-
kveðnum tímum.
ÞJÓNUSTA: Komi upp vandamál í
sambandi við þau verk-
efni, sem við vinnum íyr-
ir yður, er fulltrúi okkar
jafnan reiðubúinn til að-
stoðar. Þjónusta er okk-
ar kjörorð.
NÝJUNG í ÚRVINNSLU-
ÞJÓNUSTU
IBM hefur hannað nýtt staðlað launakerfi fyrir launagreiðendur
á lslandi, og byggir þar á margra ára reynslu sinni við úr-
vinnslu launa fyrir viðskiptamenn sína.
Launakerfi IBM er sveigjanlegt þannig að hœgt er að laga
það að þörfum hinna einstöku fyrirtœkja.
Við skipulagningu kerfisins var leitast við að auðvelda sem
mest notkun þess. Gerð or handbók fyrir notendur, þar sem
lýst er hinum ýmsu eyðublöðum og þeim aðferðum, sem not-
andinn þarf að vinna eftir. Nýjar, fljótvirkar og öruggar að-
ferðir eru notaðar við villuprófun og leiðróttingar á upplýs-
ingum.
I samvinnu við ráðuneyti og fleiri aðila hefur verið leitast
við að fylgja gildandi reglum og venjum um launaframtöl
og upplýsingamiðlun vinnuveitanda til hins opinbera, stofnana
og sjóða, sem gerist œ umfangsmeiri.
f samvinnu við nýja notendur er gerð svonefnd forskrá, sem
kveður á um hvernig kerfið skuli vinna fyrir viðkomandi fyrir-
tœki, hvaða upplýsingar notandinn fœr í hendur og hvernig
útlit þeirra skuli vera.
IBM sér um að aðhœfa launakerfi sitt að nýjum lögum og
reglugerðum og losar viðskiptavini sína þannig við þá ábyrgð,
sem því fylgir.
ÞESSA AUGLÝSINGU ÆTTU ALLIR FRAMKVÆMDA OG ATHAFNAMENN AÐ
42
í’V 2 1975