Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.02.1975, Blaðsíða 55
Frá inámskeiði fyrir kerfisfræðinga, sem vinna við vélar frá IBM. sem betur fer, vegna þess að viðskiptahaettirnir eru þá ó- umdeilanlega heilbrigðir og við erum ekki sakaðir um ein- okun. — Hver hefur verið þróunin hér á landi í sambandi við notkun á tölvum og hverjir eru stærstir á því sviði? — Fyrsta tölvan kom til landsins 1964, til Háskóla ís- lands og er hún enn í notkun þar. Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar eru með stærstu tölvusamstæðuna, sem er notuð fyrir mjög fjölbreyti- leg verkefni fyrir hinar ýmsu ríkis- og borgarstofnanir. Á næstu vikum verður sett upp mjög stór tölva fyrir Reikni- stofu bankanna og kemur hún til með að þjóna öllum bönk- unum og þar verða m. a. vélar til að lesa og raða ávísunum. Er þetta merkilegur áfangi í þróun tölvutækni hérlendis, þar sem um beinan lestur á frumgögnum er að ræða. Það yrði of langt mál að fara að telja hér upp alla þá aðila, sem nota tölvur hér á landi, en mér telst til að þeir séu 16, sem hafa stórar og fullkomnar tölvur. Merkilegum áfanga var náð nú um áramótin, þegar fyrsta tölvan var sett upp úti á landi, hjá nýstofnuðu fyrirtæki á ísa- firði, Reiknistofu Vestfjarða. — Þið eruð sjálfir með stóra tölvu. — Það er rétt. Við erum með stóra tölvu og vinnum á hana verkefni fyrir hart nær 100 viðskiptavini. Það eru mest ýmis konar bókhalds- og launaverkefni, en einnig vís- inda- og tækniútreikningar. Þessi þjónusta hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum. — Hver telur þú, að þróun- in muni verða í framtíðinni í sambandi við tölvunotkun hér á landi? — Þessu er erfitt að svara í stuttu máli, en ég tel að á mörgum sviðum séum við á eftir okkar nágrannaþjóðum í notkun tölva, en bilið stytt- ist þó óðum. Sú aðferð að nota símalínur til að koma boðum milli not- enda og tölvunnar mun áreið- anlega verða notuð í auknurn mæli. Fjarvinnsla. Hér er átt við svokallaða fjarvinnslu, sem byrjað var á hérlendis á s.l. ári, þegar Borgarspítalinn fékk spjalda- lesara og prentara, sem staðr sett eru á spítalanum og eru tengd við tölvu Skýrsluvéla með símalínu. Síðan hefur þessi þróun haldið áfram og var ég nú rétt í þessu að frétta af því, að KEA á Akur- eyri hafi sent sínar fyrstu upplýsingar á símalínu til úr- vinnslu í tölvu SÍS í Reykja- vík. Ég geri ráð fyrir, að í framtíðinni verðd tölvur not- aðar meira og meira í sam- bandi við ákvörðunartöku af ýmsu tagi, vegna þess að tölva getur unnið úr miklu magni af upplýsingum og reynslu og gefið upp, hverjar afleiðingar hinar mismunandi ákvarðanir hafi í för með sér, áður en þær eru teknar í raun og veru. Tölvutæknin í þágu atvinn'uveganna. Að lokum sagði Ottó, að IBM væri alltaf að leita að nýjum mörkuðum hér á landi. Hann nefndi, að tryggingar- félög, bankar og olíufélögin hefðu tileinkað sér tölvutækn- ina, en miklu stærri verkefni biðu í vísindum og atvinnu- lífinu. Nefndi hann sem dæmi, að kynbætur og litasamsetn- ing ullar hefði þegar verið unnið í tölvu en spurningin væri, hvort ekki ætti að geiv skipstjórnarmönnum kleift að leita ráða hjá tölvunni um til- högun fiskveiða með hliðsjón af veiðarfærum um borð, árstím- anum, sem veiðarnar skyldu stundaðar á, og tegund fisks, sem markaðurinn óskaði eftir o. fl. BLÓMASTOFA FRIÐFINNS Suðurlandsbraut 10. Sími 31099 SKREYTINGAR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI. — GJAFAVÖRUR I ORVALI. FV 2 1975 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.