Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.02.1975, Blaðsíða 74
Verzlunarbankinn í Keflavík Innlánin jukust um 48% í fyrra en útlán um 15% Rætt við Helga Hólm, útibússtjóra Innlánsaukning í útibúi Verzlunarbanka íslands hf. í Kefla.vík, nani 48% á síðasta ári, sem er langt yfir meðal innlánsaukningu, og útlán jv kust um 15% á sama tíma. Viðskiptavinir út> búsins, sem stofnað var í marz, 1963, skipta nú þúsundum, og mánaðarleg velta er 400 til 500 milljónir króna, sé upphæð útlána og innlána lögð saman. Þetta kom fram er F.V. ræddi við útibússtjórann, Helga Hólm. í haust mun útibúið flytja í eigið húsnæði, sem það keypti á jarðhæð í nýju verzlunarhúsi á mótum Vatns- nesvegar og Framnesvegar. Útibúið veitir alla venjulega bankaþjónustu nema gjald- eyrisviðskipti. Viðskiptasvæði eru Suðurnes, sunnan Straumsvíkur. Helgi sagði að mestur hluti viðskiptavinanna væru ein- staklingar og fjölgaði þeim stöðugt, eins og innlánsaukn- ingin segði nokkuð til um. Hann hélt fast við að grædd- ur væri geymdur eyrir. Fólk ætti þá peninga, sem það hefði lagt inn á banka og fengi á þá vexti, en sömu sögu væri ekki hægt að segja um fólk, sem eyddi öllum sínum peningum oft og tíðum í vitleysu, einung- is til að láta þá ekki rýma í banka í verðbólgunni. Hann sagðist hvetja fólk til að leggja fyrir, því þannig væri það að byggja sig upp í tvennum skilningi. Annars vegar þyrfti það ekki eins stórt lán, þegar til kæmi, og hinsvegar væri eðlilega auðveldara fyrir góða viðskiptavini að fá lán í bank- anum, en aðra aðila. Hann vildi einnig hvetja almenning til að nota ávísanareikninga meira, þótt launin væru ef til vill fljól að fara í gegn um þá, þvi bankarnir hefðu alltaf talsverc ráðstöfunarfé með því móti og margt smátt gerði eitt stórt í viðskiptum ein- staklinganna við bankann. AUKIN VERZLUN. Verzlun á Suðurnesjum hef- ur vaxið verulega á síðustu árum og þar með viðskipti við útibúið. Sagði Helgi að fyrir fáum árum hefði ekki veiið óalgengt hlutfall að um 70% ávísana viðskiptavina útibús- ins, hefðu verið leystar út í Reykjavík, sem gæfi vís- bendingu um hvar fólkið verzl- aði. Nú væri hlutfallið orðið jafnt milli Suðurnesja og Reykjavíkur. Verzlun á Suður- nesjum ætti þó í ýmsum erf- iðleikum eins og t. d. að þurfa að aka öllum vörum frá Reykjavík, jafnvel þótt skip með viðkomandi vörur, hefðu fyrst komið til Keflavíkur, á leið til Reykjavíkur. Engin tollvörugeymsla væri í Kefla- vík, en það stæði þó væntan- lega til bóta þar sem stofnað hefur verið félag um rekstur tollvörugeymslu í Keflavík. ERFIÐLEIKAR ÚTGERÐAR. Mesti og vaxandi hlutur út- lána, fer til iðnaðarfyrirtækja og þjónustufyrirtækja við bátaflotann og frysti'húsin. Helgi sagði að ástand þessara fyrirtækja á Suðurnesjum virtist óvenju slæmt, ef á heildina væri litið á öllu land- inu, og væri ein skýringin líklega sú að frystihúsin á svæðinu væru yfirleitt gömul og þyrftu mikið viðhald, og bátaflotinn hefði hæsta meðr alaldur á landinu, sem þýddi mikinn viðhaldskostnað. Út- gerðin hefur átt í erfiðleik- um að undanförnu og átt erf- itt með að greiða svona reikninga, sem leiðir af sér að þjónustufyrirtækin eiga orðdð allt of mikið útistandandi hjá henni. Þau hafa ekki haft eðlilegt bolmagn til að endur- bæta tækjakost og freistast jafnvel til þess af rekstrarfé, og því eru þau mörg illa stödd Um samskipti aðalbankans og útibúsins, sagði Helgi, að þau væru mikil, aðalbankinn sæi t. d. um bókhaldið og þar væri fjallað um lánaum- sóknir: Á meðan útibúið væri að skapa sér góða fótfestu í Keflavík, taldi hann að náið samstarf við aðalbankann væri mjög æskilegt, enda reyndir menn þar til ráðuneytis. Hins- vegar taldi hann vel koma til álita að í framtíðinni yrði skipuð sérstök stjórn heima- manna fyrir útibúið og það yrði heldur sjálfstæðara. Að lokum sagði hann um bankamál almennt, að sér fyndist að bankarnir ættu að vera meira ráðgefandi aðilar en þeir eru nú, líkt og tíðk- ast víða erlendis. Vísir væri að þessu með tilkomu hag- deildar Verzlunarbankans, en aukin þessháttar þjónusta kæmi viðskiptavinunum til góða, ekki síður en bönkun- um, sem gætu um leið gert sér gleggri grein fyrir gagnsemi útlánanna. 74 FV 2 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.