Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1975, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.02.1975, Blaðsíða 63
Plastprent hf.: Byrja framleiðslu á bygginga- plasti í nýrri deild Þú ert á leiðinni út úr mat- vöruverzluninni sem þú heim- sækir á nær hverjum degi. í hægri hendinni heldur þú á plastpoka, með nafni verzlun- arinnar áprentuðu og hann er fullur af því sem þú og fjöl- skyldan borðið næstu daga og ýmsum öðrum hlutum. Það er með plastið eins og vatnið, það er orðið svo al- gengt í daglegu lífi að við er- um löngu hætt að taka eftir því. Og það eru sjálfsagt að- eins örfáir sem leiða hugann nokkurntíma að því að þetta er framleiðsluvara, aði það voru reistar verksmiðjur til að framleiða það og allstór hóp- ur manna hefur af þessu sitt lífsviðurværi. Við fórum í heimsókn í nokkrar verksmiðj- ur. Við GrenSásveg 7 er fyrir- tækið Plastprent hf. Það var stofnsett árið 1958 og var smátt í sniðum í fyrstu en hefur heldur vaxið fiskur um 'hrygg og 25 prósent fram leiðsluaukning að meðaltali, undanfarin ár hefur leitt til þess, að í næsta mánuði verður flutt í rúmlega helm- ingi stærra húsnæði. Fram- kvæmdastjóri er Haukur Egg- ertsson. Hann greir.di frá helztu framleiðsluvörunum. — Meginuppistaðan í fram- leiðslu okkar eru plastpokar af ýmsum stærðum og gerðum. Starfsemin byrjaðd með fram- leiðslu fyrir önnur iðnfyrir- tæki og það er enn verulegur hluti af henni. Uppbyggingin hefur þó breyst að því leyti á undanförnum árum að við er- um farnir að framleiða svo- nefndar endursöluvörur fyrir verzlanir. Við gerum einnig umbúðir fyrir verzlanirnar sjálfar, til innpökkunar og burðarpokarnir sem vörurnar eru afhentar í eru þar stærsti liðurinn. MARGS KONAR PRENTUN. — Ýmiskonar plastumbúðir fara þó beint inn á heimilin til notkunar þar og má þar t. d. nefna heimilisplastpokann sem sjálfsagt fæst nú í öllum matvöruverzlunum. — Við höfum góðar prent- vélar og hliðarframleiðsla hjá okkur er prentun á allskonar aðrar umbúðir, svo sem selló- fan fyrir sælgætisiðnaðinn, smjörlíkispappír og umbúða- pappír. — Fyrirtækið hefur vaxið hægt, en nokkuð örugglega og nú er að hefjast nýr kafli. Það má segja að, framleiðslan sé í þrem stigum. Númer 1 er framleiðsla slöngunnar úr grunn-hráefninu, númer 2 er prentunin og númer 3 er poka- framleiðslan. Hingað til höfum við fengið okkur hráefni í slönguformi og þvi aðeins ver- ið með tvö stig. Við höfurn keypt plastið í slönguformi, nokkurnvegin jöfnum höndum frá Reykjalundi og erlendis frá. NÝTT HÚSNÆÐI. — Nú erum við að flytja inn á Höfðabakka 9, þar sem við fáum rúmlega 2000 fer- metra húsnæði í stað tæplega 900 sem við höfðum hér og þangað eru komnar vélar sem framleiða slönguna fyrir okk- ur. Þær framleiða það mikið að við losnum við innkaup er- lendis frá, en hins vegar er á- ætlaði að viðskiptin við Reykja- lund verði óbreytt. Haukur Eggertsson með sýnis- horn af plastpoka, sem gerðir eru hjá Plastprent. FV 2 1975 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.